Ríkisstjórnin rangt samansett?

Þegar gleði víman rann af valkyrjunum og nýr dagur rann upp og farið að skoða nákvæmlega hvað er í pökkunum, kemur í ljós að þriðja hjólið er svo kallaður aumingi.  Með sumum bílum fylgir varadekk sem er minna og rétt dugar til að fara á næsta hjólbarða verkstæði og það því kallað í daglegu tali aumingi.

Svo virðist vera með Flokk fólksins að hann er slíkt dekk. Skandalar og erfiðleikarnir sem hafa fylgt flokknum frá upphafi ríkistjórnarstarfsins benda til að hann er ekki ríkisstjórnarhæfur. Innra starf flokksins er í ólestri, sama hvað formaður æpir á að um ofsóknir fjölmiðla sé að ræða og svo eru stefnumálin þannig, að ef á að uppfylla þau, kostar það ríkurleg fjárútlög ríkissjóðs sem er tómur. Hinir tveir flokkarnir boða aðhald (á eftir að sjá Samfylkinguna halda sig frá skatta hnappnum en hún boðar "komugjöld" og "gjöld á ferðamannastaði" sem er ekkert annað en auka skattheimta).

Ef til vill hefði verið viturlegra að taka Miðflokkinn inn í ríkisstjórnarsamstarfið. Miðflokksmenn boðuðu aðhald í ríkisfjármálum. Þar eru miklir reynsluboltar og fólk sem kann að reka ríki.

Voru Viðreisn og Samfylkingin of hrædd við Sigmund Davíð? Hvað var það sem hræddi? Hörð útlendingastefna? Varla er það ástæða til að fara ekki í samstarf, því þessi ríkisstjórn ætlar að bæta við að hægt sé að svipta erlenda glæpamenn vernd ef þeir brjóta af sér.  Hins vegar ef þær voru svo "rómantískar" að glepjast af titlinum "valkyrjustjórn" og myndað ríkisstjórn bara þess vegna, er það ansi heimskuleg ákvörðun. 

Flokkur fólksins er mjög óvenjulegur flokkur. Það er of snemmt að afgreiða hann sem misheppnaðan. Til þess er hann of óskrifað blað. Hinir flokkarnir eru hins vegar dæmigerðir sósíaldemókrata flokkar. Ekkert óvænt að vænta frá þeim.

Talandi um tilvistarkreppu, þá er ekkert forystuefni sjáanlegt hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að Gunnlaugur Þór gaf ekki kost á sér í formanninn. Ekki er það árangursríkt ef fylgjendur Bjarna Benediktssonar bjóða sig fram, því fylgjendur eru oftast léleg leiðtogaefni og þær með sömu stefnu sem fellti fráfarandi formann.

P.S. Alþingi kemur saman í dag á ný. Hvað hefur allt þetta fólk verið að gera í margra mánaða "jólafríi"?


Bloggfærslur 4. febrúar 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband