Er nokkur Íslendingur sem ferðast án vegabréfs erlendis? Stígur upp í flugvél án vegabréfs? Jafnvel til Schengen landa? Svarið er nei.
Schengen samkomulagið hefur bara tvennt sem telst kostur. Náin samvinna lögreglu þessara ríkja, en hún er annars líka góð við önnur Evrópu-ríki utan Schengen, við höfum Evrópu-lögreglu sem heitir Europol. Þannig má strika þennan kost út. En svo er það vegabréfa áritanir. Engar slíkar en eru þær nokkuð upp á borðinu hvort sem er við ríki utan Schengen í Evrópu?
Schengen hentar Evrópuríkjum sem eru á meginlandi Evrópu. Þar eru landamæri bara strik á landakorti. En Schengen hentar ekki eyríki lengst norður í ballarhafi með landamæra hlið sem telja má á annarri hendi. Í Evrópu er gott að geta keyrt viðstöðvalaust milli landa. En ef menn taka eftir því, eru landamærastöðvarnar ennþá uppistandandi. Þau er hægt að manna án fyrirvara og er stundum gert. Einnig er landamæravarsla ennþá í öllum löndum.
Eftirfarandi lönd hafa framlengt innra eftirlit á landamærum sínum til mars-júní 2025: Austurríki, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Noregur, Slóvenía og Svíþjóð. Svo bættust Rúmenía og Búlgaría inn í Schengen svæðið árið 2024 sem telst varla vera framför, því þaðan streyma glæpagengin til Íslands og annarra Evrópuríkja.
Arfaslök landamærastefna ESB hefur bitnað illa á Íslandi. Að vera í Schengen eða ekki, skiptir engu máli fyrir okkur. Svo fremur sem fólk utan Evrópu er komið inn í álfuna, er förin greið. Beint flug er aðeins við Evrópu og Norður-Ameríku og því verða ólöglegir innflytjendur að fara í gegnum önnur lönd í Evrópu. Það er svo auðvelt að stjórna íslensku landamærunum en það er ekki hægt á meðan Íslendingar eru í Schengen samstarfinu.
Svo vilja menn ganga í ESB! Með galopin landamæri og tollastríð við Bandaríkin og helsi í fríverslun. Afhenda íslensku fiskimiðin sem hafa aðeins verið frjáls gagnvart fiskveiðum erlendra fiskveiðiskipa síðan 1976. Sjá menn fyrir sér spænska togara sigla inn í íslenska lögsögu og taka því fagnandi?
Í Schengen geta ólöglegir innflytjendur og glæpamenn ferðast á milli landa án vankvæða. Eru þetta velkomnir gestir? ESB er brauðrisi sem heftir viðskiptalíf Evrópu á margan hátt. Reglugerðafargan, miðstýring ókosina embættismanna í Brussel, orkuskortur, félagslegur óróleiki, hryðjuverkahætta, glæpir og lengi má telja upp ókostina.
Bloggar | 3.2.2025 | 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 3. febrúar 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Fólk
- Käärijä flytur Cha Cha Cha á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar
- Lily Allen og David Harbour skilin
- Babyface sýnd óvirðing í viðtali á rauða dreglinum
- Var West og Censori sparkað út af Grammy-verðlaunahátíðinni?
- Kylie Jenner og Timothée Chalamet á laumustefnumóti
- Beyoncé sigraði í fyrsta skipti fyrir plötu ársins
- Bjóst ekki við að fá Grammy
- Taylor Swift tómhent heim