Einu sinni var gamall köttur sem bjó í hlöðu bónda nokkurs. Þar voru líka margar mýs. Hafði kötturinn verið settur þangað einmitt til að útrýma músunum.
Og kötturinn var duglegur og drap eins margar mýs og hann gat. Brátt leit út fyrir að hann myndi ná að drepa allar mýsnar í hlöðunni.
Þá ákváðu mýsnar sem eftir voru að halda fund til að ræða hvað þær gætu gert til að bæta ástandið.
"Mér dettur ráð í hug, sagði gömul grá mús sem álitin var vitrust allra. Þið skuluð hengja bjöllu um hálsinn á kettinum. Þannig munuð þið alltaf heyra í honum þegar hann nálgast."
"Gott! Gott! sögðu allar mýsnar í kór. Þetta er þjóðráð." Og ein þeirra hljóp undir eins af stað að sækja bjöllu.
"Jæja," sagði gamla gráa músin þá, "hver ykkar ætlar að hengja bjölluna um háls kattarins?"
"Ekki ég! Ekki ég!" sögðu þær allar í kór. Og þar með var málið dautt.
Segir sagan að stuttu eftir þetta hafi kettinum tekist að hreinsa
hlöðuna af músum. (heimild: Skólavefurinn með endursögn á dæmisögu Esóps)
Þessi dæmisaga er í dag kynnt fyrir börn sem dæmi um ábyrgð en á sínum tíma fyrir alla þá sem þurfa að sýna ábyrgð og hugrekki í verki.
Þetta á sérstaklega um stjórnmálamenn okkar í vestrænum ríkjum. Ætla mætti að þetta fólk, sem hefur hæfileika til að komast til valda, og það er ekki létt í harðri samkeppni, hafi leiðtogahæfileika og hugrekki til að fást við hættur og vera tilbúin(n) að fórna sér (pólitíska feril) í þágu málstaðs eða hugsjónar.
Það er bara ekki svo með meirihluta stjórnmálamanna, þeir hafa ekki leiðtogahæfileika eða hugrekki til að segja: "Þið hafið rangt fyrir ykkur, það verður að breyta um kúrs".
Kannski eru eiginleikarnir sem koma þessu fólki til valda, það sem veldur því að það getur ekki tekið af skarið. Bakherbergja makk, myndun bandalaga, svik og hnífasett í bakið, er kannski ekki gott veganesti. Sjá má þetta í þáttaröðunni "Survival", þar sem fólk er sett í hóp út í nátttúruna og látið bjarga sér í einn mánuð. Í stað þess að fólk er látið reyna að bjarga sér í náttúrunni, fjalla þættirnir einmitt um ofangreinda þætti, neikvæða hliðar mannsins og hvernig megi komast af á kostnað annarra.
Slíkur hópur er í Evrópu. Heil stétt stjórnmálamanna sem er með svipaðan bakgrunn, eru sósíaldemókratar, mjög frjálslyndir og "fullir af ást" til allra þeirra sem minna mega sín. En þeir gleyma að frelsið fylgir ábyrgð. Ótakmarkað frelsi einstaklingsins getur verið helsi fyrir aðra. Réttindi fylgja skyldur.
Þessi stjórnmálamenn í Evrópu sem eru "fullir af ást til mannréttinda" og bjarga eigi heiminum, hvort sem það er örbyrgð, pólitískar ofsóknir eða sjálft loftslagið, og fylgja mannréttinda sátttmálum S.þ. út í hörgar, hafa gleymt því að þeir eru fulltrúar fólksins, í þorpunum, bæjunum, borgunum og sveitum. Það er aldrei spurt hvort að samfélagsbreytingarnar miklu, ofur frjálslyndið og breyting á gildum, menningu og trú sé fólki þóknanlegt.
Menning Evrópu, og einmitt frelsið og mannréttindin, er í hættu vegna þess stjórnmálamenn hugsa aldrei lengra en tvö þrjú ár fram í tímann. Frelsið og mannréttindi eru nefnilega fágæt fyrirbrigði, jafnvel í nútímanum og Evrópa hefur verið vitinn fyrir allt frelsisþenkandi fólk um allan heim.
Fólk frá svo kallaða þriðja heimi hefur því sótt hart í að komast í frelsið, velferðina en ekki endilega að beygja sig undir mannréttindin sem eru í vestrænum ríkjum. Það lætur ekki af menningu sinni og flytur með sér helsið. Úr þessu verða menninga árekstrar og sjá má í kosningum víða um Evrópu, nú síðast í Þýskalandi. Fulltrúar hverja eru þessir stjórnmálamenn?
Þessi stórkostlega samfélagsbreyting í Evrópu hefur aðeins verið möguleg vegna ESB. Marghöfða þursinn í Brussel, beitir þeim sem ekki hlýða útskúfun og refsingum í anda ný-marxíska hugmyndafræði sósíaldemókrata sem öllu stjórna.
Og hver er utanríkisstefna þursans? Hún er jafn ruglingsleg og höfuðin eru mörg á þursinum. Enginn getur tekið af skarið, því að þetta er apparat sem gengur af sjálfu sér undir umsjón ókjörna búrókrata sem eru harðir verndarar kerfisins.
Sjá má þetta í hópæsingi evróskra stjórnmálamanna sem nú flykkjast til Kænugarðs, til hvers? Jú, til að hvetja til áframhaldandi stríðs, drápa og eyðileggingu! Hvað með friðinn og verndun mannslífa sem stjórnmálaelítan japplar á í fínu ræðum sínum? Í þessum múgsefjun og -æsingi, taka íslenskir ráðamenn þátt í og heita milljörðum í áframhaldandi stríð. Þetta eru fulltrúar herlausar þjóðar (og friðelskandi Íslendinga)!
Og af því að þetta er múgur, hópur hræddra músa, þorir enginn að taka af skarið og setja bjölluna á köttinn. Hann hefur því farið sínu fram í 3 ár án mótspyrnu. En nú er breyting, annar köttur er kominn í hlöðuna og ætlar að stöðva fjöldadrápin því þetta er yfirráða svæði hans. Þá verða mýsnar reiðar og hópast út í horn til að sýna samstöðu með spilltu músinni. En ein mýslan, frönsk að uppruna, þorir að gera eitthvað og ætlar að koma bjöllu á nýju kisuna og ferðast vestur um haf. Gangi henni vel!
Glöggt er gestauga eins og sjá má af ummælum J.D Vance: J.D. Vance skammar Evrópuríki fyrir skort á lýðræði og málfrelsi
Bloggar | 26.2.2025 | 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 26. febrúar 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020