Borumbrattur kanslari Þýskalands getur ekki varið eigið land

Verðandi kanslari Þýskalands er stóryrtur í yfirlýsingum gegn Bandaríkjamönnum (sjá blaðagreinina "Líkti Bandaríkjum Trumps við Rússland"). En því miður stendur orðræðan ekki undir gelti kjölturakkans. Þýskaland er brauðrisi á sviði varnarmála. Núna getur Þýskaland ekki varið sig að fullu eitt og sér gegn stórri hernaðarógn. Nokkrir þættir stuðla að þessu en helstur er skortur á viðbúnaði og mannafla.  Í Bundeswehr eru um 179.000 virkir hermenn — langt undir því sem þyrfti til stórfelldra landvarna.

Annar veikleiti er að bardagaviðbúnaður hersins er aðeins um 50%, sem þýðir að helmingur búnaðar hans og eininga er ekki nothæfur.  Nýlegar tilraunir til að auka herskyldu og stækka sveitir miða að því að bæta úr þessu, en það mun taka mörg ár.

Þriðji veikleikinn er búnaðar- og birgðamál.  Mörg vopn og farartæki voru send til Úkraínu og dró það úr birgðum þýska hersins  Fregnir herma að það myndi taka marga mánuði fyrir Þýskaland að endurnýja skotfæri sem þarf til að herja á háu hernaðarstigi. Lykilbúnaður, eins og þungir skriðdrekar og loftvarnarkerfi, er takmarkaður í fjölda.

Af því að Þjóðverjar hafa, líkt og Íslendingar, úthýst vörnum sínum í hendur Bandaríkjamanna og NATÓ, er staða þeirra slæm. Þeir eru mjög háðir NATO og bandamanna sinna þar. Varnarstefna Þýskalands byggir að miklu leyti á NATO, sem þýðir að það ætlast til þess að bandarískar, breskar og aðrar evrópskar hersveitir hjálpi til ef til árásar kemur.

Þrátt fyrir loforð um að bæta við tvær bardagadeildir NATO fyrir 2025 og 2027 virðast þessi markmið sífellt óraunhæfari vegna tafa á nútímavæðingu.

En nú ælta Þjóðverjar að endurreisa herstyrk sinn (hafa sagt það í mörg ár) en vegna arfavitlausa stefnu í efnhagsmálum, hafa þeir ekki haft efni á því hingað til.  Þýskaland hefur heitið því að auka útgjöld til varnarmála í 3% af landsframleiðslu til að bæta her sinn. Erfitt er að sjá að það takist.

Miklar skipulagsbreytingar voru kynntar árið 2024, en full framkvæmd mun taka tíma. Áætlanir um að taka upp herskyldu að nýju gætu hjálpað til við að stækka herinn, en slík breyting er pólitískt viðkvæm.

Niðurstaðan er einföld. Ef stórveldi ráðist á Þýskaland í dag myndi það berjast við það eitt að verjast án stuðnings NATO og tapa. Hins vegar, ef núverandi umbætur og útgjaldaaukningar halda áfram, gæti Bundeswehr bætt getu sína verulega á næstu árum.

 


Bloggfærslur 25. febrúar 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband