Íhaldsflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í björgunar leiðangrum

Íhaldsmenn í Bretlandi róa lífróðri að bjarga flokki sínum en fylgið er komið niður í 14% og hefur ekki verið svona lágt í áratugi. Sjálfstæðismenn eru í sömu varnarbaráttu og félagar þeirra í Bretlandi, komið niður fyrir 20%.

Hvers vegna er svona illa komið fyrir báðum flokkum?

Jú, þegar eitt er sagt en annað gert, fer mynd og hljóð ekki saman.  Báðir flokkarnir sögðust styðja hefðbundin gildi (sem einhvern hluta vegna eru kölluð íhaldssöm!), stuðningur við kristni (grunnvöll vestrænnar menningar), tungu, fjölskyldu, málfrelsi, kapitalisma og einkaframtakið, einstaklingsfrelsið og verndun landamæra en bókstaflega ekki staðið við eitt af fyrrgreindum málum sem hér eru upptalin. Ef eitthvað, þá hafa þessir flokkar beinlínis unnið markvisst gegn borgaralegum gildum og í báðum löndum (verra í Bretlandi en Ísland sækir hratt í sömu stöðu) er ástandið orðið óbærilegt.

Jón og Gunna, orðin háöldruð, staulast niður á Austurvöll í göngugrindum sínum og mótmæla í fyrsta sinn í sumar. Sjá má þetta hjá mótmælum Ísland þvert á flokka. Þá er eitthvað mikið að ef slíkt fólk sér sig nauðugt til að standa í mótmælum.

Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð að meingölluðu útlendingalögum frá 2017 og menn hafa reynt allar götur síðan að laga og eru enn að. Það þýðir ekkert að afneita króann. Það voru breskir íhaldsmenn sem opnuðu Bretland fyrir útlendingum í milljóna talið eftir Brexit, bæði fyrir ólöglega og löglega innflytjendur. Þetta mál brennur heitast á fólki sem og heilbrigðismál og efnahagsmál.  

Viðkvæðið var lengi vel, jú, við gerum eitthvað af okkur og kjósendur okkar eru reiðir en þeir fyrirgefa eða eru búnir að gleyma í næstu kosningum. Þetta er liðin saga. Stjórnmálaflokkar eru ekki lengur með áskrifendur - lesist flokksmenn, sem láta stjórnarelítuna vinna gegn grunnhugmyndum flokksins.  Það eru komnar aðrar átakalínur í stjórnmálum, þökk sé stanslaust niðurbrot stjórnmálastéttarinnar á grunngildum þjóðfélagsins og þetta skilja íhaldsmenn á Íslandi og Bretlandi ekki. Þess vegna mun þeim ganga illa í næstu kosningum.

Hér er nýr formaður Íhaldsflokksins sem ég ætla ekki að leggja nafnið á minnið, það er skipt um formenn Íhaldsflokksins eins og nærbuxur, að lofa öllu fögru. Jú, þetta var fyrirrennurum mínum að kenna en ég ætla að vera öðru vísi! Trúir einhver þessari manneskju? Ekki ritari þessa bloggs. Sjá slóð:  Íhaldið

Hér fer David Starkey hörðum orðum um Íhaldsflokkinn.


Bloggfærslur 5. október 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband