Nú eftir kosningar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins byrjaðir að afsaka slæmt gengi. Það hefur hins vegar verið að reitast af því síðan Bjarni Benediktsson tók við flokknum en ekki er minnst á það.
Það er grein hérna á blogginu sem heitir "Helreið Bjarna Benediktssonar" eftir Friðrik H. Guðmundsson sem lýsir ágætlega forystuleysi og hugmyndaleysi flokksformannsins. Helsta "afrek" Bjarna var að geta ekki komið í veg fyrir klofning flokksins og myndun Viðreisnar. Bloggritari hefur alltaf fundist BB vera búríkrati, væri frábær ráðuneytisstjóri eða sendiherra (sem hann endar líklega sem nú á vormánðuðum). Formaður þarf líka að vera leiðtogi. Það geta allir orðið formenn (þó ekki nema í húsfélagi) en fáir hafa leiðtoga hæfileika og geta leitt stjórnmálaflokk.
Af hverju þetta stöðuga fylgistap? Jú á Útvarpi sögu sagði Sjálfstæðismaður að flokkurinn hafi ekki verið í nógu góðu talsambandi við kjósendur! Og flokkurinn hafi unnið sigra í slæmu ástandi. Hann sagði að flokkurinn væri í eðli sínu "frjálslindur íhaldsflokkur"! Hvað er eiginlega það? Trúi á frelsi einstaklingsins en undir leiðarljósi kristilegra gilda. Og hann sagði flokkurinn hafi tapað fylgi til þriggja flokka, Miðflokkinn, Flokk fólksins og Viðreisnar.
Til Miðflokksins hafi flokkurinn tapað fólki sem er lengra til hægri og íhaldsamara í menningarmálum. Til Flokks fólksins hafi hann tapað öryrkja og aldraða og til Viðreisnar hægri sinnað viðskiptafólk og Evrópusinna.
Þetta segir manni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki staðið í fæturnar í neinum málaflokki sem skiptir máli! Þetta er nefnilega vandamál flokksins, hann hefur svikið öll kosningaloforð í verki.
Það er ekki nóg að tala, það verður að sýna stefnuna í verki. Það gerði Miðflokkurinn svo sannarlega síðan hann var stofnaður og ein ástæðan þess að ekki einu sinni var reynt að fá hann í stjórnarmyndunar viðræður. Viðreisn og Samfylkingin vissu sem er, að ekki væri vikið af sterkri stefnu í útlendingamálum, svo eitthvað sé tekið.
Þessir flokkar vissu líka að formaður FF vildi fara í ríkisstjórnarsamstarf og það væri nauðsyn. Þarna talaði formaðurinn af sér, því að samkvæmt stjórnarsáttmálanum er gefið ansi mikið eftir af hálfu flokksins og formaðurinn sagði að kosningaloforð væru markmið, en ekki eitthvað væri staðið við þegar komið er í ríkisstjórn, því að margflokka ríkistjórnar kerfi er við lýði á Íslandi. En þá hefði flokkurinn getað sagt nei, við förum ekki í ríkisstjórn nema við náum 450K kr. markinu.
Þetta snýst ekki um að komast í ríkisstjórn, heldur að standa vörð um þau gildi sem flokkurinn heldur fram og kjósendur hans halda að hann standi fyrir. Flokkur fólksins voru andstæðingar bókunar 35 fyrir kosningar en nú á að gleyma stóru orðin fyrir kosningar. En netið gleymir ekki.
Hvernig verður flokkurinn í útlendingamálunum? Hælisleitenda málaflokkurinn er svo umfangsmikill vegna opinna landamæra, að kostnaðurinn hleypur á tugi milljarða á ári og kemur úr tómum ríkiskassa. FF hefur verið nokkuð harður í orði (eins og Sjálfstæðisflokkurinn) gagnvart opnum landamærum, vegna þess að hann veit að velferðakerfið veikist þegar þúsundir manna koma inn í landið árlega sem þarf að þjónusta. Sú þjónusta verður tekin af skjólstæðingum FF ef það er ekki bætt í kerfið. Það hefur hins vegar ekki lagast, ef eitt hvað er, versnað, því engir peningar eru til. Reynið bara að fá tíma hjá heimilislæknir eða fara inn á bráðamóttöku Landsspítalans eða fara á 2 ára biðlista eftir aðgerð. Eða fá inn á hjúkrunarheimili eða fá mannsæmandi framfærslueyri frá hinu opinbera. Allt í skötulíki á Íslandi og það í einu dýrasta ríki Evrópu með háa verðbólgu, hátt matvælaverð, húsnæðisverð og hátt verðlag yfir höfuð. Svisslendingar eru meiri segja ódýrari en þar er kaupmátturinn meiri.
Sjálfstæðismenn og menningarmál er annar kapituli fyrir sig. Hægri menn, Sjálfstæðisflokkurinn einn áður en Miðflokkurinn kom til sögunnar, hefur ekki tekið slaginn við vinstri menn. Ekki frekar en hægri menn í Bretlandi og í Bandaríkjunum, áður en Trump kom til sögunnar. Hægri menn eru hins vegar vakandi í Evrópu og eru byrjaðir að taka þátt í menningarstríðinu. Þarna verður Sjálfstæðisflokkurinn fara inn í slaginn af hörku, eins og Miðflokkurinn gerir sannarlega, ef hann ætlar að auka við fylgið.
Ekkert er ómögulegt og ef flokkurinn ætlar að lifna við áður en hann verður hundrað ára 2027, verður hann að hætta að vera "frjálslindur íhaldsflokkur" og fara lengra til hægri við miðjuna og fara upp við hlið Miðflokkins. Þá mun fylgið tínast til baka og Viðreisn hefur þá sýnt í verki (væntanlega) að þangað er ekkert að leita. Að sá flokkur er í eðli sínu vinstri flokkur enda flokksmenn fleiri en fyrrum Sjálfstæðismenn.
Bloggar | 8.1.2025 | 11:44 (breytt kl. 13:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 8. janúar 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020