Bloggritari líður eins og Cato gamla í öldungaráði Rómar, sem endaði allar sínar ræður á "Ceterum (autem) censeo Carthaginem esse delendam" eða í lauslegri þýðingu: "Ennfremur tel ég að Karþagó þurfi að eyða". Það þurfti í sífellu að vara við hættum.
Á þessu bloggi hefur bloggritari sífellt haft þau viðvörunnarorð að Íslendingar eigi að gæta sín í stórvelda pólitíkinni. Ekki að vera peðið sem þvælist á milli drottninga og verður fórnað þegar leikmanni hentar.
Eins og staðan er í dag, eru við undir verndarvæng vinsamlegt heimsveldi. Bandaríkin hafa hingað til látið sig nægja að drottna í krafti herstyrks, herstöðvum hjá vinveittum ríkjum og flota sínum sem er sá öflugusti í heimi. Engin ástæða hefur verið til að leggja undir annað ríki, til verja hagsmuni sína, nema kannski tímabundið. Innrásarher Bandaríkjanna hefur alltaf farið til baka.
En bloggritari sagði einnig að það er eðli stórveldis að vilja að stækka og það er hægt á tvennan hátt, friðsamlega eða með landvinningum. Landvinningar Bandaríkjanna hófust með útþennslu í vesturátt, til stranda Kyrrahafs. Þegar þangað var komið, fóru þau út á Kyrrahaf og hafa tekið ótal smáeyjar og eyjar þar og er Guam og Havaí mikilvægustu eyjarnar. En meira vill meira.
Það er athyglisvert að Bandaríkjamenn vilja ekki gera Púrtó Rica að ríki innan Bandaríkjanna. Bara vandamál og ekkert að sækja þangað hernaðar- né efnahagslega. En þeir voru tilbúnir að kaupa Alaska sem voru góð kaup. Nú vill Kaninn kaupa Grænland og virðist vera alvara og taka yfir Panama. Trump virðist halda að hann sé Andrew Jackson Bandaríkjaforseti endurborinn sem tók undir sig Flórída og hóf vestursóknina sem endaði á Vesturströnd Bandaríkjanna.
Þetta er útþennsla stórveldis, friðsamleg á yfirborðinu en í raun fjandsamleg þegar haft er í huga að íbúar Panama og Grænlands hafa engan áhuga á að verða að ríkjum innan Bandaríkjanna. Grænlendingar gætu þá kvatt menningu sína endanlega ef þeir komast undir yfirráð Bandaríkjanna.
Hvar standa Íslendingar í þessu öllu? Staða okkar er enn brothætt. Getum ekki einu sinni varið landið fyrir hryðjuverkahóp eða glæpahóp sem kynnu að ákveða að herja á landið. Öll eggin eru í körfu Bandaríkjanna. Þau hafa sýnt það í verki að þau láta sína eigin hagsmuni ganga fyrir, t.d. þegar þeir fóru einhliða frá Íslandi 2006. Þeir hreinlega gátu ekki rekið herstöðina á fullum dampi.
Þetta er ein af ástæðum þess að bloggritari hefur kvatt til sjálfstæðis Íslendinga í varnarmálum. Ekki láta erlent ríki (vinsamlegt í dag, en kannski fjandsamlegt á morgun) sjá um varnir landsins.
Danir eru áhyggjufullir vegna Grænlands. Ættu ekki að vera það ef allt væri með felldu. Grænlendingar eru hins vegar með draumóra um sjálfstæði. Ekki möguleiki. Eyjan er of stór til að fela sig fyrir umheiminum. Það þarf að vera undir verndarvæng stórveldis. Íbúar aðeins 57 þúsund og helmingur fjárlaga er fjárstyrkur frá Danmörku. Færeyingar gætu hins vegar látið sig hverfa og orðið sjálfstæðir.
Sagt er að ríki eigi sér enga vini, bara hagsmuni. Hér á það sannarlega við.
Sjálfstæði Íslands er í húfi ef Íslendingar tryggja ekki eigin varnir!
Bloggar | 7.1.2025 | 09:59 (breytt kl. 13:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 7. janúar 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020