Styrjaldir í upphafi árs 2025

Ekkert lát er á tveimur styrjöldum sem heimsbyggðin er með augun á. Það er stríðið í Gaza, sem er orðið að svæðisstríði, því Ísraelar berjast í Sýrlandi, Íran, Jemen, Líbanon, Gaza og Vesturbakkanum. Hitt stríðið er stríðið í Úkraínu sem er umfangsmeira og meira í átt að stríði milli tveggja ríkja - í fullum skala. 21. aldar stríð.

En það eru átök annars staðar, svo sem átök milli Afganistan og Pakistan. Frá árinu 2024 hafa verið viðvarandi átök milli afganskra hersveita talibana og pakistanska hersins meðfram landamærasvæðum. Þessi átök hafa falið í sér árásir yfir landamæri og svæðisdeilur, sem stuðlað að óstöðugleika á svæðinu.

Houtínar (e. Houthi) í Jemen hafa bætt Ísrael á verkefnalista sinn en menn gleyma að borgarastyrjöldin í Jemen er viðvarandi, milli uppreisnarmanna Hountínar og alþjóðlega viðurkennda ríkisstjórn, ásamt bandamönnum þeirra, halda áfram að taka þátt í hernaði. Mannúðarkreppan á svæðinu er enn alvarleg.

Svo er mikil spenna á Kóreuskaga. Þrátt fyrir að ekki sé um allsherjar stríð að ræða, þá er aukin spenna og hernaðarleg staða milli Norður- og Suður-Kóreu, ásamt alþjóðlegum áhyggjum vegna kjarnorkustarfsemi Norður-Kóreu, áframhaldandi veruleg hætta fyrir svæðisbundinn stöðugleika.

Óstöðugleiki á Sahel svæðinu heldur áfram. Lönd á Sahel-svæðinu í Afríku, þar á meðal Malí, Níger og Búrkína Fasó, búa við yfirstandandi átök þar sem herskáir hópar, stjórnarher og staðbundnir vígamenn taka þátt. Þessi átök hafa leitt til mannúðarkreppu og landflótta. Í raun hefur ríkt ófriður á svæðinu síðan ríkin fengu frelsi frá nýlendustjórn.

Pólitísk ólga er í Moldóvu. Hún stendur frammi fyrir innri pólitískri ólgu, með spennu sem gæti mögulega magnast yfir í víðtækari átök, undir áhrifum frá ytri þrýstingi og innri sundrungu.

En eftir sem áður eru augu heimsbyggðarinnar á fyrst greindu stríðin tvö.  Eins og staðan er í dag, virðist fjara undan stríðinu í Úkraínu, þótt átökin í dag séu mikil og hafi magnast. Ætla má að menn séu að styrkja samningstöðu sína áður en Trump tekur við. Þegar hann er kominn til valda, eru í raun allir þrír aðilar stríðsins tilbúnir í friðarviðræður. Pútín hefur lýst yfir vilja til friðargerðar, Zelenskí líka (líklega nauðugur því hann veit að Trump ætlar að skrúfa fyrir peningakrananum). Eindreginn friðarvilji hans getur skemmt aðeins fyrir friðarviðræðum, því að Pútín kann að ganga á lagið. Trump verður því að nota ásana á hann.  Það er því líklegt að stríðið haldi eitthvað áfram fram á vor, en þá hefjast leysingar og þá ómögulegt að berjast á vígvellinum.

Annað með stríð Ísraela við nágranna sína, fjær og nær. Það er nær því að starta þriðju heimsstyrjöldina en stríðið í Úkraínu. Skil ekki hvaða stefnu utanríkisráðherra hefur gagnvart stríðunum tveimur. Ef litið er á mannfall, er Úkraínu stríðið tífalt umfangsmeira og nær okkur enda háð í Evrópu. Það ætti því að vera forgangsatriði hans (hennar) að stöðva það stríð.

Sjálfsagt að mótmæla dráp borgara, í báðum stríðum en það er ekki stefna. En hvernig getur sú stefna verið? Jú, nota diplómatískar leiðir eða senda beint skilaboð frá Utanríkisráðuneytinu um að Ísland hvetji að stríðandi aðilar slíðri sverðin strax í dag. Auðvitað verður slíkum skilaboðum hent beint í ruslið, en ekki áður en viðkomandi aðili verður að lesa skilaboðin! Vatnið holar steininn. Þegar ríki telur sig vera að verja tilveru sína, er ekki hlustað á kvak einhvers staðar norður í ballarhafi. Ískaldur raunveruleiki vígvallarins fær menn til að taka "réttu ákvarðanir".

Að lokum, Ísraelar munu nota þetta einstaka tækifæri sem þeir hafa nú, þegar loftvarnir Írans eru í lamasessi eftir loftárásir þeirra, að ráðast annað hvort á kjarnorku stöðvar þeirra og/eða olíumannvirki.  Ef ráðist er einungis á kjarnorku stöðvar, er það til að tryggja öryggi Ísraels en ef ráðist er á olíumannvirki er það til að gera ríkið gjaldþrota og efna til innanlandsátaka. Íran er illa statt efnahagslega og klerkastjórnin óvinsæl. Það að Ísraelar séu ekki farnir af stað núna, bendir til að þeir séu að bíða eftir Trump. Þótt þeir hafi fengið $8 milljarða í hernaðaraðstoð frá Biden, hefur hann samt verið á brensunni. 

Megi friður ríkja sem mest á árinu 2025.


Bloggfærslur 6. janúar 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband