Hvað má kalla kosningasvik?

Það má kalla allt kosningasvik sem stjórnmálaflokkur gerir andstætt þeirri stefnu sem hann kynnir í kosningabaráttu.  Skilin eru ekki skýr. T.d. það að VG skuli hafa starfað með NATÓ, leiðtogi þeirra var virkur í starfi þess og ekki var sett sem skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi að Ísland gengi úr NATÓ.  Nema þeir hafi ekkert meint með þessari stefnu en það eru svik við kjósendur flokksins sem bjuggust við öðru. Hvar er flokkurinn í dag? Kosningasvikin voru bara of mörg og augljós fyrir kjósendurna að kyngja.

En hvernig á að taka á 360 gráðu stefnu Viðreisnar og Samfylkingunnar í ESB málinu? Var ekki á dagskrá  en núna á dagskrá. Að koma með skoðanakönnun (þjóðaratkvæði er þetta kallað) um hvort Íslendingar eigi að sækja um. Það er jú á stefnuskrá flokkanna að fara inn í ESB. Eru þetta svik?

Það er erfitt að finna rétta hugtakið til að skilgreina þetta, kannski "hálf svik"? Man ekki betur en að leiðtogarnir hafi sagt að það sé ekki á stefnuskránni að sækja um en nú er það undirbúið. Heimsýn kallar þetta ESB suð sem mun aldrei stoppa.

Athyglisvert að í skoðanakönnun er meirihluti Íslendinga á móti inngöngu. Og margir vilja þjóðaratkvæði bara til að losna við málið og suðið, enda ESB - liðið eins og lítið barn sem suðar í foreldri þar til það fær það sem það vill fá.


Bloggfærslur 5. janúar 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband