Nú ætla ráðherrarnir að vera sniðugir og koma með sparnaðartillögur í anda DOGE. Forsætisráðherra segir að nú eigi að spara. Það væri frábært ef það á að draga saman í ríkisbálkninu. En hver verður sparnaðurinn þegar upp er staðið? Það á nefnilega spýta inn í velferðakerfið. Er ekki að segja að það sé slæmt en kostar sitt. Kannski að nú fari skattfé í réttar hendur. Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum
Hvar má spara? Alls staðar og það má leggja niður stofnanir sem ætlunin er að setja á fót eða eru komnar á fót. Má þar nefna Mannréttindastofnun Íslands.
Samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráði Íslands eru ríkisstofnanir á Íslandi yfir 160 talsins. Þessi tala inniheldur ekki opinber hlutafélög, sjálfseignarstofnanir eða lögaðila sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu ríkisins. Ef tekið er mið af öllum þeim stofnunum sem teljast á einn eða annan hátt til ríkisins, gæti talan verið enn hærri. Starfsmenn eru um 23 þúsund talsins sem er ansi mikið. Stofnanir
Og hvar á að spara í þessum stofnunum? Allar vilja þær verja sig og starfsfólks sitt og helst ekki draga saman, heldur að auka í. Það er hægt að spara innandyra eða leggja niður.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti segir að "það er stefna stjórnvalda að fækka stofnunum, m.a. með sameiningum. Helstu rök fyrir sameiningum eru þau að stærri einingar séu betur til þess fallnar að sinna kjarnaþjónustu og veita góða þjónustu. Slíkar einingar séu einnig betri rekstrareiningar. Mikill munur er á stærð ríkisstofnana allt frá þeirri stærstu, Landspítalanum með um 5.000 stöðugildi í þá minnstu með 2 starfsmenn. Rúmur helmingur stofnana er með færri en 50 stöðugildi." Skipulag og stjórnun ríkisstofnana Og staða stofnanakerfisins eftir hugsanlegar breytingar væru 118 stofnanir og jafnvel niður í 90 stofnanir.
Forsætisráðherra þarf því ekki að auglýsa opininberlega eftir sparnaðartillögum, heldur að fara eftir aðgerðatillögum ráðuneytisins. Fækka stofnanir með sameiningu og þannig minnka yfirstjórnar kostnað. Stofnanir eru flokkaðar í A-,B- og C-hluta.
Áfram segir:
"Til B-hluta teljast önnur fyrirtæki og lánastofnanir sem eru undir beinni stjórn ríkisins og rekin eru á ábyrgð ríkissjóðs og ekki teljast til A-hluta. Þessir aðilar starfa á markaði og standa að stærstum hluta undir kostnaði við starfsemi sína með tekjum af sölu á vöru eða þjónustu til almennings og fyrirtækja.
C-hluti
Til C-hluta teljast sameignar- eða hlutafélög í meirihlutaeigu ríkisins sem starfa á markaði. Til C-hlutans telst einnig Seðlabanki Íslands."
Kannski væri best að einbeita sér að stofnunum sem eru á samkeppnismarkaðinum og selja þær? Hér er átt við B- og C-hluta.
Það er eitt ríkisapparat sem tekur freklega í buddu skattborgarans og það er RÚV. Útvarpsgjaldið hækkaði nú um áramótin upp í rúm 21 þúsund krónur og er dregið af alla Íslendinga eldri en 18 ára og öll fyrirtæki landsins á skrá. Starfsmenn 2022 voru 262 og tekjurnar skiptast í tvennt.
Framlög úr ríkissjóði: Þetta eru tekjur fyrir almannaþjónustu. Árið 2022 fékk RÚV um 5,1 milljarð króna úr ríkissjóði, sem var 430 milljónum krónum meira en árið 2021. Áætlað var að þessi framlög myndu aukast í 5,7 milljarða króna árið 2023 (Heimildin).
Tekjur af samkeppnisrekstri: Þetta eru tekjur af auglýsingasölu og kostun. Árið 2022 voru þessar tekjur rúmlega 2,8 milljarðar króna, sem var aukning um 454 milljónir króna frá fyrra ári. Tekjur af auglýsingum og kostun voru 2,4 milljarðar króna árið 2022 og höfðu aukist um 774 milljónir króna á tveimur árum, eða um 48% (sama heimild: Heimildin).
Með öðrum orðum hefur RÚV yfir 8 milljörðum að ráða 2022-23 (veit ekki um 2024) og samt illa rekið. Ekki er dagskráin mikið betri en hjá einkastöðvunum. Ef þessi stofnun er aflögð og nefskatturinn aflagður, sparar 4 manna fjölskylda 80 þúsund krónur á ári. Það munar um minna.
Og svo má spyrja í lokin: Af hverju í ósköpunum eru starfsmenn Seðlabanka Íslands um 311 talsins??? Seðalbankinn - vinnustaðurinn Hvað er allt þetta fólk að gera allan daginn? Það gerir um 1 Seðlabanka starfsmann á hvert þúsund Íslendinga.
Þrátt fyrir að þessar sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga, þá mun sækja aftur í fyrr horf. Af hverju? Nú, hér er um annarra manna fé að ræða og þeir sem koma höndum yfir slíkt fé til eyðslu hika ekki við að bruðla þeim. Það kemur aldrei niður á þá hvort sem er.
Svo má setja mörk á álögur sem önnur ríki setja á Ísland. Til dæmis loftlagsskatta sem lagðir eru á flugfélög og skipafélög og kosta almenning og atvinnulífið stórfé árlega. Og það í hreinasta landi Evrópu og þótt víða væri leitað.
Bloggar | 4.1.2025 | 10:39 (breytt kl. 15:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 4. janúar 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020