Af hverju eru Evrópumenn svona helteknir af varnarmálum sínum?

Bloggritari horfði á tvær kvikmyndir um jólin sem fengu hann til að hugsa.

Annars vegar kvikmyndin Margarete den förste, og hins vegar Numer 24. Fyrri myndin fjallar um fyrsta kvennleiðtoga Norðurlanda, Margréti fyrstu og sameiningu Norðurlanda í eitt ríkjasamband, Kalmarsambandið (1397-1523). 

Það var mjög óvenjulegt að svona stórt svæði skuli hafa sameinaðst undir eina stjórn en nauðsynin var mikil. Ægivald Þjóðverja í formi Hansasambandsins var mikið og stöðugt, innrásar hætta var fyrir hendi ef Norðurlandabúar sameinuðust ekki í eina heild. Meiri segja var leitað til Englands með giftingu til að styrkja stöðuna enn frekar. Svo hvarf máttur Hansasambandsins og Kalmarsambandið enda einstaka ríki, eins og Svíþjóð orðin öflug herríki.

Síðari myndin, á einnig að vera sannsöguleg, fjallar um norskan andspyrnumann í seinni heimsstyrjöldinni sem var svo ákveðinn að verja frelsi Noregs og Norðmanna, að hann hikaði ekki við að láta taka vin sinn af lífi fyrir uppljóstrun. Það var margt sem aðalsöguhetjan sagði sem er umhugsunarvert. Hann neitaði sér um alkóhól, konur, skemmtanir og sagði það væri enginn tími fyrir slíkt fyrr en eftir stríð og frelsið komið í höfn. Á meðan væri hann ófrjáls maður með innrásarlið yfir sér og landið hersetið. Enn voru það Þjóðverjar sem ógnuðu frelsi og öryggi Norðmanna.

Það er nefnilega ekki lengra en svo að til er margt fólk sem upplifði seinni heimsstyrjöldina og ragnarökin sem áttu sér stað þar. Norðmenn, Danir og í raun öll smáríkin í Evrópu lærðu þá lexíu sem situr enn í Evrópumönnum.  Þeir vita að friðurinn er brothættur og alltaf er hætta á að stórveldið komi með innrásarherinn og fari yfir landamærin og hertaki.

Rússagrýlan sem okkur Íslendingum finnst stundum vera orðum aukin er raunveruleg í huga fólks, þótt líkurnar séu ekki miklar á allsherjarstríði. Rússar sem sjálfir eru helteknir af ótta um innrás í gegnum Pólland eða Úkraínu, hafa farið mörgum sinnum sjálfir inn í Vestur-Evrópu og hertekið eitt og annað. Það er nefnilega engin einstefna í gegnum hliðin tvö. Svo má sjá þetta í viðbrögðum Pólverja í dag sem eru ansi ýkt en skiljanleg í ljósi sögunnar. Eftir kalda stríðið gleymdu Evrópumenn sér í fögnuði og vanræktu varnir sínar en eru núna komnir niður á jörðina aftur. Voru einfaldlega þvingaðir til þess.

Þetta skilja Íslendingar ekki, enda aldrei hersetið af erlendri og fjandsamlegri þjóð. Ef nasistarnir hefðu hertekið Ísland, hefði margur Íslendingurinn verið sendur í fangabúðir, á vígstöðvarnar, píntaður eða drepinn. Þjóðarminnið getur varið í hundruð ára og landafræðin breytist ekki, þótt landamæri færist til eða frá.  Íslendingar hafa hingað til aðeins fengið smjörþefinn af valdabröltinu í Evrópu. En næst verðum við með, hvort sem okkur líkar betur eða verr.


Bloggfærslur 3. janúar 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband