Útgjöld Íslands til varnarmála 2025

Donald Trump ýjar að því að aðildarþjóðir NATÓ greiði allt 5% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Fyrir Ísland, sem eitt aðildarríkja NATO, myndi það þýða að útgjöld ríkisins til varnarmála yrðu rétt um 216 milljarðar króna sem myndi þýða verulega hækkun útgjalda til þessa málaflokks.

Krafa Trumps um að aðildarþjóðir NATÓ greiði 2% er alls ekki ósanngjörn, því að þær samþykktu árið 2014 að hækka framlög sín upp í 2% fyrir árið 2024.

Sem stendur hafa tveir þriðju hlutar meðlima þess (23 af 32) staðið við þessa skuldbindingu og munu sameiginlega eyða 1,47 billjónum dollara í varnarmál á þessu ári. Þetta er meira en aðeins 10 lönd sem uppfylltu 2 prósent viðmiðunarregluna árið 2023 og þrjú lönd sem stóðu við skuldbindinguna árið 2014. Þetta er í dag hið almenna viðmið NATO um útgjöld til varnarmála.

Flest aðildarríkja NATO hafa hækkað útgjöld til varnarmála síðan Rússland réðst inn í Úkraínu 2022. Nú nær meirihluti þeirra tveggja prósenta viðmiðinu en ekkert þeirra, þar með talið Bandaríkin sjálf, eyða fimm prósentum, eða meira, af vergri landsframleiðslu í varnarmál.

Ljóst er að Ísland nær ekki tveggja prósenta viðmiðinu en sumir íslenskir stjórnmálamenn, til að mynda Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem lét af embætti utanríkisráðherra í síðasta mánuði, hafa sagt nauðsynlegt að íslenska ríkið auki útgjöld til varnarmála.

DV skoðaði málið í vikunni og það segir:

"Þegar skoða á hversu mikið íslenska ríkið eyðir í varnarmál fer það eilítið eftir hvað miðað er við. Í fjárlögum ársins 2025 kemur fram að framlög til samstarfs um öryggis og varnarmál (sem er kóðorðið fyrir varnarmála framlög) verði 6,8 milljarðar króna og í fylgiriti með fjárlögunum er þessi útgjaldaliður einfaldlega kallaður varnarmál. Framlag til stofnunarinnar NATO er 213 milljónir en það er flokkað undir samingsbundin framlög vegna alþjóðasamstarfs.

Þessir útgjaldaliðir heyra undir utanríkisráðuneytið en inn í þessum tölum er hins vegar ekki rekstur Landhelgisgæslunnar sem gegnir stóru hlutverki við varnir hins herlausa Íslands, til að mynda með ratsjáreftirliti og við að verja landhelgina, en hún heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Framlög til hennar í fjárlögunum eru 8,2 milljarðar króna.

Hagstofan hefur ekki gefið út tölur um hversu mikil í heild verg landsframleiðsla var á árinu 2024 en árið 2023 var hún 4.321 milljarður króna. Fimm prósent af þeirri upphæð eru 216 milljarðar en tvö prósent eru 86,4 milljarðar.

Séu þessir útgjaldaliðir lagðir saman verður því ljóst að íslenska ríkið er töluvert frá því að uppfylla tvö prósent viðmiðið, hvað þá hið nýja fimm prósent viðmið Bandaríkjaforseta. Eigi síðarnefnda viðmiðið að nást þyrfti íslenska ríkið því að meira en tífalda útgjöld til varnarmála." 

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Nú er spurning hvort að Trump láti Ísland í friði, þar sem það hefur hækkað framlög sín jafnt og þétt, þótt ekki sé náð 2% markmiðinu. En ljóst er að Bandaríkjamenn eru að skoða allan heiminn og öllum steinum velt.  John Kennedy öldungardeildarþingmaður er t.a.m. að hvetja Trump að koma í veg fyrir að Bretar afhenti smáeyjuna Chago í Indlandshaf til Máritíus en þar hafa Bandaríkjamenn mikilvæga herstöð.

Trump 2.0 er annað dæmi en Trump 1.0.  Hann þarf ekki að berjast fyrir endurkjöri og það má sjá strax í verkum hans. Trump veit að andstæðingarnir eru uppgefnir, hafa reynt að fangelsa hann og lagt á hann embættisafglapa ákærður án árangurs. Repúblikanar ráða ríkjum á Bandaríkjaþingi næstu tvö árin, hafa meirihlutann í Hæstarétti Bandaríkjanna og stjórn Trumps er skipuð dyggum stuðningsmönnum hans. Umboð hans er því algjört.


Bloggfærslur 24. janúar 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband