Kvennaveldið Ísland til góð eða ills?

Nú er verið að klyfja á því að allt verði frábært framundan og nú séu konur við völdin. Kona er lögreglustjóri í Reykjavík, kona er ríkissaksókari, konur eru formenn stjórnarflokka landsins, kona er forseti Íslands, kona er biskup Íslands og kona var Landlæknir Íslands og eflaust má lengi telja.

Ætla mætti að fullt jafnrétti sé komið á en það er ekki að heyra á forseta vorrum. Þar er gamla mandran um baráttuna fyrir kvennfrelsi og fjölmiðlum finnst það merkilegt að tvær konur haldi áramótaávörp og það séu einhver tímamót.

Sumir segja það að sé landinu til góðs að konur taki við, karlarnir kunni ekki að stjórna eða misbeiti valdinu. Besta dæmið um slíkt viðhorf er þegar fyrsti kvennbiskup Íslands var kosinn eftir kynferðishneyslismál forverara hennar. Var það til góðs að kona tæki við? Nei, ekki er að sjá að þjóðkirkjan sé á góðri vegferð. Upp hafa komið hneykslismál, eftir sem áður, deilur og áfram heldur að fækka í þjóðkirkjunni.

Ekki þarf að minnast á ríkissaksóknarann og deilur hans (hennar) við vararíkissaksóknara og í raun barnalegar deilur þeirra opinberlega. Traustið er farið á þetta embætti.

Ekki var ferill kvennforsætisráðherra glæsilegur í endanum, hún reyndi við forsetaembættið án árangur og flokkur hennar þurrkaðist út í kjölfarið. Óþarfi að fara í fleiri dæmi.

Við eru í raun ennþá föst í "Identity politic" eða sjálfsmyndarpólitík nýmarxistanna, þar sem skiptir öllu máli að vera af réttu kyni, kynþætti, aldri o.s.frv. Verðleiki einstaklings skiptir engu máli, bara hvort viðkomandi sé af réttu kyni og kynþætti. Þessa pólitík hafa Bandaríkjamenn reynt og hafnað afgerandi árið 2024. Forsetaframbjóðandinn Kamala Harris tikkaði í öll réttu hólfin, hún var svört (meira indversk og hvít, komin af hvítum þrælahaldara) og kona. Demókratar héldu að það eitt myndi duga til að hún yrði forseti Bandaríkjanna.  En bandarískir kjósendur sáu hana eins og hún er í raun; ekki svört, forréttinda kona og gjörsamlega hæfileikalaus og óhæfur forsetaframbjóðandi. Of mikið í húfi að kjósa hana til æðsta embættis bara vegna þess að hún er kona.

Martin Luther King sagði eitt sinn: I have a dream that my four little children will one day live in a nation where they will not be judged by the color of their skin but by the content of their character.”

Þetta hafa jafnréttissinnar gleymt og halda að árið sé ennþá 1968. Það á að dæma fólk eftir hæfileikum og persónuleika, ekki útliti. Mannkynssagan er full af dæmum um þegar fólk velst til valda eftir því hvort það hafi flokksskírteini eða ekki, hvort að það sé karl eða kona eða af réttum ættbálki eða ætt (konungar/drottningar) og hörmulegum afleiðingar þess. Fólk þetta hefur iðulega stjórnað illa.  Og þjóð sem velur að hunsa og kúga annað kynið, tapar gríðarlegan mannauð eins og sjá má í Miðausturlöndum. Konur eru eins og karlmenn mannlegar, gera mistök og vinna sigra, rétt eins og karlarnir.

Sagan er ein hörmungarsaga kúgunnar, jafnt karla og kvenna. Því er ekki neitað og það verður að verja frelsið og þau mannréttindi sem barist hefur verið fyrir og unnið, þar á meðal málfrelsið. En það má koma upp úr skotgröfunum einstaka sinnum og fagna frelsinu sem við njótum hér á Íslandi.


Bloggfærslur 2. janúar 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband