"Framkvæmdir við Fossvogsbrú eru hafnar. Bygging hennar er hluti af samgöngusáttmálanum. Umferð um brúna verður ætluð borgarlínu, gangandi og hjólandi vegfarendum." segir á RÚV og áætlaður kostnaður er 8 milljarðar króna, slóð: Framkvæmdir hafnar við Fossvogsbrú
Í sjálfu sér er frábært að það eigi að koma brú yfir Fossvoginn, gott fyrir samgöngur á höfuðborgarsvæinu en verðmiðinn er galinn. Hann er galinn vegna þess að það hefði mátt gera ódýrari brú, jafnvel helmingi ódýrari. Þessi brú mun fara yfir kostnaðaráætlun á endanum, þótt jarðvegsfyllingin reynist ódýrari í útboði. Annað sem er galið við þessa brú er að hún er aðeins ætluð fáum! Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, segir að reiknað sé með að um tíu þúsund manns muni fara um brúna daglega sem eru loftkastala draumar. Gæti trúað því að 10 þúsund manns fari yfir brúna ef almenn umferð væri einnig leyfð en svo er ekki. Það þótt gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað á Kársnesinu og mikil íbúabyggð risið.
Fossvogsbrú mun reynast flotræfilsbrú, líkt og nýja Öflusárbrú sem kostar hátt í 20 milljarða króna (á endanum). Það má alveg hanna ljót mannvirki, ef þau virka og litlir peningar til.
Úr því menn eru á annað borð byrjaðir að brúa voga, þá væri ágætt ef stjórnmálamenn á höfuðborgarsvæðinu myndu kíkja á landabréfakort við og við. Þá myndu þeir sjá ef vegur yrði lagður frá gatnamótum Engidals, Hafnarfirði, yfir í Gálgahraun, þaðan í Bessastaðanes (með landfyllingu eða stutta brú) og þaðan yfir í Kársnes útnes, og þaðan til Fossvogsbrúar, væri kominn hringvegur. Rétt eins og hugmynd Hrafns Gunnlaugssonar var er hann kynnti með eftirminnilegum hætti í sjónvarpsþætti. Allar umferðastíflur frá Hafnarfirði yfir í Kringlumýrabraut væru úr sögunni. En það yrði að byrja á mislægum gatnamótum í Engidal sem bloggritara skilst eigi að gera.
Bloggar | 18.1.2025 | 09:07 (breytt kl. 14:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 18. janúar 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020