Þetta ætti að vera umhugsunarvert atriði fyrir Íslendinga og ekki eins fráleitt miðað við atburðarrás síðastliðna vikna. Viðbrögð heimsins hafa verið blendin, á að taka hugmyndir eða kröfur Trumps varðandi Grænland alvarlega eða sem samningsatriði í öðrum málum, eins og fleiri herstöðvar og námuréttindi í landinu?
Trump virðist halda þessu fram af fullri alvöru og nú eru Repúblikanar að smíða frumvarp sem heimilar Bandaríkjaforseta að fara í viðræður.
Heimastjórn Grænlands og ríkisstjórn Dana hafa tekið illa í málið en skiptar skoðanir virðast vera meðal Grænlendinga sjálfra. Þeir eru ekki ýkja hrifnir af nýlendustjórn Dana sem hefur á köflum verið hranaleg. Danir voru afskipta litlir af Íslendingum, hirtu afraksturinn af landinu, báru virðingu fyrir menningu Íslendinga en lengra náði það ekki. Ísland var hjálenda en ekki nýlenda og það getur verið mikill munur þar á.
Danir fóru oft illa með Grænlendinga á nýlendu tímabilinu, eins og margar aðrar nýlenduþjóðir gerðu gagnvart frumbyggjum á yfirráðasvæðum sínum. Samband Danmerkur og Grænlands einkennist af nýlendustjórn sem var að mestu leyti einhliða, og margar af ákvörðunum sem teknar voru höfðu alvarlegar afleiðingar fyrir menningu, samfélag og sjálfstæði Grænlendinga.
En eru Grænlendingar (og Íslendingar) betur settir með að gera Grænland að nýju ríki í Bandaríkjunum eða sjálfstjórnarsvæði?
Bandaríkjamenn hafa farið með inúíta í Norður-Ameríku á svipaðan hátt og aðrar frumbyggjaþjóðir, þó með ákveðnum sérkennum sem tengjast jarðfræðilegum og menningarlegum aðstæðum í norðlægum heimskautasvæðum. Samskiptin milli yfirvalda Bandaríkjanna og inúíta hafa oft einkennst af valdatöku, menningarlegri kúgun og vanrækslu, en einnig af tilraunum til að bæta aðstæður þeirra.
Hætt er við að Grænlendingar fari úr öskuna í eldinn með að fá nýja húsbændur. Bloggritari hélt að þeir vildu fá full sjálfstæði. Ef Danir eru slæmir, þá eru þeir þó ekki eins máttugir og Bandaríkjamenn. Stjórn þeirra á Grænlandi er þegar veik og því auðveldara að berjast við Kaupmannahöfn en Washington DC.
Og það getur verið óþægilegt fyrir örríki eins og Ísland að hafa svona heimsveldi við túnfótinn. Hvað næst? Ísland næst á dagskrá?
Bloggar | 15.1.2025 | 14:17 (breytt kl. 17:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 15. janúar 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020