Friðar ríkið svokallaða Ísland, hefur gert þau reginmistök sem örríki á aldrei að gera; það er að skipta sér með beinum hætti af stríðsátökum stórvelda.
Það gerði fyrrverandi ríkisstjórn er hún ein vestrænna ríkisstjórn ákvað að slíta de facto stjórnmálasamskipti við Rússland. Og það þrátt fyrir að þau hafa aldrei verið slitin í kalda stríðinu og var komið á, í lok heimsstyrjaldar og það við harðstjórann og fjöldamorðingjann Stalín. Þetta hafa Rússar tekið eftir og ekki gleymt.
Nú hafa leiðtogar stríðandi aðila ákveðið að tala saman og fara í friðarviðræður. Hið einstæða tækifæri fyrir Ísland að komast í sögubækurnar á ný, með því að bjóða Ísland og þar með Höfða á ný, sem fundarstað, er ómögulegt að bjóða. Ástæðan er einföld, það eru engin stjórnmálasamskipti milli Rússlands og Íslands þessi misseri. Ekkert sendiráð starfrækt í Reykjavík eða Moskvu og engir diplómatar sem geta gengið á milli. Slík var "stjórnviskan" á ríkisstjórnarheimili fyrrum ríkisstjórnar.
Í stað þess að mótmæla innrás Rússlands og láta þar við sitja, ekki slíta "talþræðinum" í gegnum diplómatískum leiðum, ákvað Ísland að taka beinan þátt í stríðinu í Úkraínu með vopnasendingum þangað. Þannig að það var ekki nóg að slíta samskiptunum, það varð líka að vopna annan stríðsaðilann. Nú er hér ekki verið að bera blak af innrásastríði Rússa gegn Úkraínu, þetta er skítastríð sem hefði mátt koma í veg fyrir ef diplómatarnir hefðu sinn vinnu sinni sem og stjórnmálamennirnir.
Það verður fróðlegt að sjá hvar þjóðarleiðtogarnir mætast, það verður örugglega ekki á Íslandi!
---
P.S. Nú voru íslensku friðardúfurnar að gefa út sjálfhjálparbók um sjálfa sig sem heitir "Gengið til friðar" (ætti að heita "Gengið til einskins") og fjallar um misheppnaða sögu herstöðvaandstæðinga sem áorkuðu nákvæmlega engu og reyndust ekki vera annað en vinstrisinnar sem voru vilhallir undir Kremlverja í kalda stríðinu og börðust hart gegn allt sem kallast bandarískt eða veru Íslands í NATÓ. Notaðir í pólitískum tilgangi af sovétinu.
Kannski það hafi farið fram hjá bloggritara, en hann hefur ekki orðið var við friðargöngu marsa friðarsinna gegn stríðinu í Úkraínu. Ef svo hefur verið, þá er það í skötulíki. Menn hafa hins vegar verið ákafir í að mótmæla stríðinu í Gaza og gengið hart fram og farið inn á marga fundi og opinberar stofnanir til að mótmæla og valda ursla. Hvers vegna þessi mismunur?
Bloggar | 11.1.2025 | 09:14 (breytt kl. 09:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 11. janúar 2025
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020