Stjórnmálaleiðtogar ydda blýanta fyrir komandi friðarviðræður

Allir leiðtogar, sem skipta máli hvað varðar friðarferli í Úkraínu stríðinu eru farnir að undirbúa sig undir friðarviðræður. Evrópuleiðtogarnir skipta engu máli, enda engir alvöru stjórnmálaskörungar til í Vestur-Evrópu. 

Zelenskí er tilhneyddur enda blankur, Pútín vegna þess að hann er líka blankur en líka vegna þess að hann kemst varla mikið lengra með stríðsbrölti sínu og er úrvinda og Trump vegna þess að hann ætlar að láta minna sig sem maðurinn sem stillti til friðar í stærsta stríði Evrópu síðan seinni heimsstyrjöldin var og hét. Friðarviðræður eru í þessum töluðum orðum í undirbúningi.

Annað hvort ná menn saman við samningsborðið fljótt og örugglega eða engin niðurstaða færst en þá mun nátttúran taka við og koma á friði með vorleysingjum sínum. Efast um að menn nenni að taka upp þráðinn eftir það og láti þá víglínurnar vera eins og þær voru fyrir vorkomuna.

Að lokum varðandi hitt stríðið sem heimsbyggðin er að horfa á, stríð Ísraela við nágranna sína, þá er athyglisvert að Ísraelar eru ekki farnir af stað með árásir á Íran. Eru þeir að bíða eftir Trump?

 


Bloggfærslur 10. janúar 2025

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband