Mál varasaksóknara sem hefur verið óbeint leystur undir störfum af ríkissaksóknara, hefur vakið mikla athygli. Það var nýverið viðtal við Helga varasaksóknara sem var athyglisvert. Í ljós kom að hann er vel jarðtengdur, starfaði sem smiður í 10 ár og hefur unnið með höndunum, umgengist venjulegt fólk, ekki bara valdaelítuna.
Ef einhver úr valdaelítunni hefur einhvern tímann unnið á meðal vinnandi fólks, blá kraga störf, þá hefur hann lært að alþýðufólk er kjarnyrt, hispurslaust, sannort og kemur til dyranna eins og það er klætt. Þetta hefur Helgi eflaust lært og því talar hann umbúðalaust, sérstaklega er varðar öryggi hans og fjölskyldu hans. Núverandi starf hans er að vera varasaksóknari, á morgun gæti hann starfað eitthvað annað. Eftir sem áður, er hann fyrst og fremst borgari með málfrelsi. Fólk á ekki að missa málfrelsið, sem er bundið í stjórnarskránni, bara við það að gegna einhverju starfi.
Auðvitað verður hann að passa sig á að verða ekki vanhæfur gagnvart einhverjum málum sem koma inn á borð hans. En ef hann talar bara um hópa eða málefni sem er í umræðunni hverju sinni, þá á hann að vera frjáls að tjá sig sem honum langar. Það er ekki ríkissaksóknara að dæma um hvað telst vera haturs ummæli. Stjórnarskráin er alveg skýr um hvað má og hvað ekki:
Tjáningarfrelsi á Íslandi er tryggt samkvæmt 73. gr. Stjórnarskrár Íslands sem er svohljóðandi:
Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
- Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Er ríkissaksóknari ekki að skilja þetta? Að minnsta kosti skilur ekki vinstri sinnuð elítan ekki þessi grunnlög. Alls staðar í hinum vestræna heim, eru vinstri menn að reyna að hefta umræðuna með ritskoðun. Þetta er ekkert annað en ritskoðun þegar lög eru sett gegn svo kallaða hatursorðræðu eins og fyrrum forsætisráðherra reyndi. Hver getur dæmt um það hvað er haturorðræða eða ekki? Vinstir menn eru algjörlega ójarðtengdir.
Að lokum, af hverju tekur þetta fleiri vikur fyrir dómsmálaráðherra að leysa þetta mál? Tekur varla meira en einn dag að leysa með lögfróðum mönnum.
Bloggar | 6.9.2024 | 13:04 (breytt kl. 13:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 6. september 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020