Erlendis eru til þættir þar sem mál eru kryfin og viðmælendur látnir svara hreinskilningslega hvað þeir eru að gera. Má þar nefna "Hard talk" hjá BBC o.s.frv. Yfirleitt eru þetta stjórnmálamenn en í þessum þáttum eru þeir látnir svara án útúrsnúninga um álitamál.
Við Íslendingar erum komnir með slíkan þátt, sem heitir Spursmál, og er frábær þáttur. Spursmál er hárbeittur umræðuþáttur í stjórn Stefáns Einars Stefánssonar. Þar er rætt við stjórnmálamenn og fólk í íslensku atvinnulífi.
Fólk kýs stjórnmálamenn til ábyrgðastarfa og eiga þeir að heita fulltrúar fólksins og þar með að standa fyrir máli sínu. En nú bregðst svo við að Hann sakar þáttastjórnanda um ósvífni. Spurningin var þessi:
"Talandi um ríkisfjármálin og kostnaðinn og aðhaldið. Þið hafið verið í ríkisstjórninni, sérstaklega á vorþinginu allskyns verkefni sem þið hafið viljað keyra í gegn sem eru kostnaðarauki fyrir ríkið. Mér hefur orðið tíðrætt um tvöföldun listamannalauna, þið viljið keyra í gegn þjóðaróperu sem á að kosta hundruð milljóna, þið ætlið að fara í þjóðarhöll og allskyns verkefni af þessu tagi. Á sama tíma horfum við upp á það að lögreglan getur ekki varið fyrirtækin í landinu fyrir innbrotum, menn hafa enga stjórn á þessum glæpahópum sem eru hér í landinu. Hvers konar forgangsröðun er þetta hjá stjórnvöldum, er ykkur til dæmis sama um þessa fyrirtækjaeigendur, verslunareigendur, í Síðumúla og Ármúla sem standa ráðþrota og lögreglan mætir ekki einu sinni á staðinn þó að brotist sé inn og verðmætum stolið fyrir milljónir á milljónir ofan."
Þetta algjörlega eðlileg spurning og sem ráðherra ber honum að upplýsa almenning um hvert peningar þeirra, skattfé, fer í. Svarið er hrokafullt og neikvætt af hálfu ráðherra sem móðgast. Og spurning er algjörlega réttmæt, af hverju í ósköpunum er skattfé okkar að fara í alls kyns gæluverkefni þegar frumskyldu verkefni ríkisins eru ekki sinnt? Það er nefnilega þannig í lífinu að allir, hvort sem það eru fyrirtæki, heimili, sveitarfélög eða ríkið, þurfa að forgangsraða verkefni sín. Held að formaður Framsóknar þurfi að fá sér nýtt starf og flokkurinn kærkomið frí frá stjórnarstörfum, ef það er svona erfitt að svara einföldum spurningum.
Bloggar | 30.9.2024 | 11:22 (breytt kl. 17:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 30. september 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020