Hópur innan VG vill fremja pólitísk harakíri - endir flokksins

Hópur innan VG vill enda allt stjórnarsamstarf, strax ef hægt er. Hann segir að stefnumál flokksins hafi ekki náð fram að ganga, t.d. í umhverfismálum. Hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu er á huldu því að flokknum hefur tekist að koma í veg fyrir allar virkjunarframkvæmdir á landinu á þessu kjörtímabili þannig að það stefnir í orkuskort. Arfleið flokksins er óðaverðbólga, húsnæðisskortur, hátt vaxtastig, opin landamæri og ólestur í útlendingamálum.

En með því að sprengja upp ríkisstjórnina er flokkurinn í raun að leggja sig niður. Fylgið mun ekki fara upp úr 3,5% eins og VG vonast til, heldur þurrkast út. Það er engin eftirspurn eftir flokki eins og VG né hefur flokkurinn leiðtoga eða forystu til að leiða flokkinn í næstu kosningum. Ráðherrar flokksins keppast við að henda forystu kyndlinum sín á milli, enginn vill fara niður með Titanic.


Bloggfærslur 25. september 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband