Borgarlína, stofnvegir og þjóðvegir landsins

Óútfylltur tékki hefur verið gefinn út fyrir mestu framkvæmdum íslenskrar sögu. Menn hafa spýtt í lófana og sagt að skuli hefjast handa við innviða uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem felast m.a. í sér framkvæmdir við stofnvegi og borgarlínu.  Menn giska, vita það ekki, að kostnaður verði um 311 milljarðar.

Taka má undir það sjónarmið að nauðsynlegt er að fara í stofnvega framkvæmdir til að greiða fyrir umferð. Hins vegar virðist borgarlínu framkvæmdir vera settar til höfuðs stofnveganna og ætlunin að trufla almenna umferð fólksbifreiða. 2 + 2 = viljandi skemmdarverk og gera einkabílnum erfitt fyrir á allan hátt. Svo er lögð auka refsing á með auka álögur í formi umferðaskatta.

Í raun er verið að koma á tvöfalt strætisvagnakerfi! Borgarlínuvagnar eru bara strætisvagnar.

Bloggritari ók um þjóðveg eitt um daginn. Ástandið á honum var þokkalegt, þar sem ekið var um. En það eru engir vegöxlar eða kantar á veginum. Rútur og flutningabílar rétt pössuðu á sínum vegar helmingi og ekkert má út af bregða, svo ekki verði slys. Það er mesta furða að slysin eru ekki fleiri en þetta og má eflaust þakka það öryggisbúnaði bifreiðanna frekar en góðum vegum.

En Vegagerðin segir að uppsöfnuð þörf fyrir viðhald þjóðvega sé upp á 200 milljarða króna. Samtals, ef höfuðborgarsvæðið er meðtalið, er reikningurinn kominn yfir 500 milljarða króna fyrir Ísland. Hvernig ætlar ríkið, sem er lykilaðili að þessum báðum stórframkvæmdum að fara að því að búnka út pening fyrir hvorutveggja? Svo á ríkið að reka borgarlínuna í þokkabót að hluta til! Hvað segir skattgreiðandinn á Kópaskeri um það?

Helmingurinn af kostnaðinum á höfuðborgarsvæði fer í borgarlínu framkvæmdir. Er ekki hægt að spara þarna? Ódýrast er að bæta þriðju akreininni við þar sem vegurinn er tvöfaldur og hægt við að koma. Þegar búið að gera á helstu stofnvegum svæðisins. Sjá t.d. leið 1. Tiltölulega ódýr framkvæmd miðað við núverandi áætlun að setja borgralínuna á milli gagnstæða umferð. Menn fá þarna sína borgarlínu, umferðin greiðkast með því að stofnvegirnir verða auðfara, allir græða.

Nei, skynsemin verður ekki látinn ráða ferð. Loftkastalar verða áfram byggðir í Exel eða Power Point skjölum. Svo verður reikningurinn sendur á okkur skattpínda borgaranna. Ekkert væl. Þetta reddast segir stjórnmálamaðurinn á ofurlaunum og fríðindum á leið í enn eitt fríið.


Bloggfærslur 16. september 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband