Siðapostular bálreiðir yfir að einkaaðilar selji áfengi

Bloggritara var hugsað til Íslands er hann var staddur í Austurríki í sumar, er hann stoppaði á bensínstöð, gekk inn og sá allt úrvalið af áfengi og gat valið úr. Þar er ekki komið fram við fullorðið fólk eins og börn og án siðapostula sem fara á límingunum bara við að sjá áfengi fyrir framan sig.

Alveg sama hvað siðapostularnir segja, verður þróunin ekki stöðvuð úr þessu. A.m.k. ekki á meðan við erum tengd ESB í gegnum EES samninginn. Í Evrópu er komið fram við fullorðið fólk eins og fullorðið fólk sem kann fótum fjör að launa og getur tekið upplýstar ákvarðanir, meðal annar um eigin lýðheilsu. Fólk tekur ákvörðun um eigin heilsu daglega, meðal annars hversu mikið áfengið það getur drukkið daglega. Mikill meirihluti fólks getur tekið þessa ákvörðun án afskipta ríkisvaldsins.

En svo eru það örlaga fyllibytturnar, sem drekka sama hvað lítið, takmarkað og dýrt aðgengið er að áfenginu. Það bara skipuleggur sig bara fram í tímann, svo það geti drukkið í friði. Það er akkurat ekkert samhengi við að ríkið selji áfengi eða einkaaðilar og lýðheilsa.

Þannig að stjórnmálamennirnir sem vilja hafa vit fyrir þér, frjálsum borgara og fullorðin manneskja, eru að lítillækka þig með forræðishyggju. Ekki væri bloggritari hissa ef viðkomandi siðapostulli sé hallur til vinstri og elskar ríkisafskipti af einkalífi borgarans! Látið okkur í friði, við getum sjálf ákveðið hvað er hollt fyrir okkur og líf okkar.

P.S. Áfengisbannið á Íslandi 1915 og í Bandaríkjunum gekk ekki upp.


Bloggfærslur 12. september 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband