Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins ennþá í fílabeinsturni

Flokksráðsfundur í skugga skoðanakannana kallar Jón Magnússon grein sína um fund Sjálfstæðismanna í gær. Lýsing hans á fundinum er dálítið merkileg og lýsir eftir vill hvernig lýðræðið er innanborðs.

Grípum inn í frásögn hans sem er hérna á blogginu.

"Sjálfstæðisflokkurinn státar af því einn íslenskra flokka að geta haldið fjöldasamkomur eins og Flokksráðsfundi og Landsfundi með slíkum glæsibrag, að fólki líði vel og nýtur samvista við vini sína og flokksfélaga jafnvel þó að ágreiningur kraumi undir niðri eða komi upp á yfirborðið."  Þarna er eins og hann sé að lýsa gamla Sjálfstæðisflokknum, þar sem grasrótarhreyfingar innan flokksins, þótt hann hafi þá verið risastór og með 1000 manna landþing, gátu komið og hreyft mál á vandamálum sem flokkurinn er að fást við.  Kíkjum aftur á grein Jóns:

"Nú er sá tími liðinn, að almennir fundarmenn geti farið í ræðustól á Flokksráðsfundi. Einu almennu umræðurnar fóru fram milli þeirra sem sátu við sama borð. Markviss málefnaumræða og/eða gagnrýni fékk því ekki rúm á fundinum."  Þarf að segja eitthvað meira um vanda Sjálfstæðisflokksins?  Flokksforystan situr við háborðið og furstinn í hásætinu. Þessi forysta býr í fílabeinsturni. Þótt allt logi í kringum turninn, fær aðeins  kóngurinn, afsakið, formaðurinn að halda flotta ræðu en aðrir "minions" örræður.

Svo veruleikafirrt er elítan, að sumir innan hennar eru farnir að láta sig dreyma um hásætið.  En kóngurinn er búinn að segja að sama hvað tautar eða rölar, hann ætli að sitja út tímabilið. Hann veit sem er, að hirð hans á þingi um minnka um meira en helming ef hann yfirgefur hásætið og hann kominn út á götuna, eða réttara sagt í stjórn fyrirtækis.

Það var viðtal við krónprisessuna sem segist vera tilbúin að setja í hásætið, þegar röðið kemur að henni. Afrekslistinn hennar er stuttur en afdrifaríkur. Hún fór í víking með öðrum riddurum hringborðsins austur í Kænugarð, kom fagnandi með vopn, klæði og gilta sjóði. Vei Bjarmalands konungi sem er að herja á bræður sína í Garðaríki. Hún var svo hugrökk að hún reif kjaft og sleit samskipti við þann kóna, rak erindreka hans úr landi, allt á meðan hún faldi sig bakvið víkingakónginn sem fer fyrir þann hernað.

Það er bara þannig, jafnvel eins og með risaskip eins og Títaník, þegar það byrjar að sökkva, getur ekkert náttúruafl stöðvað það. Sá kafteinn ákvað að fara niður með skipi sínu. Hvað með formann Sjálfstæðisflokksins? Hann er búinn að fá mörg skeyti um að það eru ísjakar framundan. Hvað gerir hann? Verður annar kapteinn dreginn fram 6 mánuðum fyrir kosningar og hann fer niður með áhöfn og skipi?


Bloggfærslur 1. september 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband