Það er ekki annað en að sjá að rannsóknarsetrið hafi ekki verið stofnað samkvæmt þingsályktunar um rannsóknarsetur öryggis- og varnamála. Það hafi ekki fengist fjármagn fyrir stofnsetningu stofnunnar var mér sagt. Það er ekki góðar fréttir, þótt bloggritari hafi talað gegn rannsóknarsetrinu á þeirri forsendu að það væri betra sett undir hatt endurreistrar Varnarmálastofnunar Íslands. Væri ríkisstofnun, ekki háskólastofnun og væri hluti af stærri starfsemi. En það er betra að hafa einhverja stofnun en enga.
Engin innlend sérfræðiþekking er því fyrir hendi í landinu og engin rannsóknarvinna er unnin sem er nauðsynleg á hverjum tíma. Að sjálfsögðu höfum við Íslendingar herfræðimenntaða menn en þeir eru fáir, dreifðir og e.t.v. ekki í réttum stöðum.
Bloggritari sendi inn umsögn um þingályktunina og hún er eftirfarandi:
Dagsett: 28. febrúar, 2023
Efni: Umsögn um þingskjal 139: Tillaga til þingsályktunar um rannsóknasetur öryggis- og varnarmála
Ég tel, líkt og tillöguflytjendur, brýna þörf vera á að styrkja rannsóknir á sviði utanrÍkis- og öryggismála á Íslandi. En hins vegar tel ég að hvorki sé stigið nógu stórt skref né rétta. Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála er framfaraskref en sem rannsóknarstofnun fyrir ríki per se er hún veik undir umsjónarvaldi háskólastofnunnar.
Ég tel brýnt að framkvæmdarvaldið, annað hvort undir stjórn Utanríkisráðuneytisins og undir hatt varnarmálaskrifstofu, eða Landhelgisgæsla Íslands, sem fer með framkvæmd varnarsamingsins og varnartengd verkefni, sjái um þessa nauðsynlegu rannsóknarvinnu. Best væri að sérstök varnarmálastofnun sæi um rannsóknarvinnuna.
Þann 27. október, 2005, reifaði ég fyrstur Íslendinga í blaðagrein þá hugmynd að koma á fót íslenska varnarmálastofnun.
Sjá eftirfarandi slóð: Um stofnun varnamálastofnunar
Þar sagði ég um samingaviðræður íslenskra stjórnvalda við bandaríska varnarliðið sem var þá á förum og raungerðist 2006:
"Engra grundvallarspurninga er spurt í þessu samningaferli né þeim svarað, s.s. hver er framtíðarsýn íslenskra stjórnvalda í varnarmálum? Ætla þau sér að láta Bandaríkjaher annast landvarnir næstu 10 árin eða 50 ár...? Eru kannski aðrir valkostir í stöðunni, sem kynnu e.t.v. að myndast, t.d. með stofnun Evrópuhers? Eru varnir Íslands undir samningum við Bandaríkin komnar eða ber fyrst og fremst að líta á þær sem einkamál Íslendinga, sem þeir verða að ræða og koma sér saman um áður en talað er við vinaþjóðir? Ef svo er, þ.e.a.s. að varnarmálin séu í raun fyrst og fremst einkamál Íslendinga, þá er ljóst að fræðilegar umræður skortir sem og sérfræðinga á sviði varnamála og hvers vegna skyldi standa á því? Jú, það er ekki til nein stofnun hér á landi sem getur tekist á við slík mál."
Síðar í blaðagrein minni sagði ég:
"Hér er varpað fram þeirri hugmynd hvort ekki sé tímabært að koma á fót sérstakri varnamálastofnun. Fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna, James I. Gadsden, kom með þessa hugmynd áður en hann lét af embætti og er hún athyglisverð. Slík stofnun myndi tvímælalaust styrkja stöðu okkar innan NATÓ sem og samskiptin við bandalagið. Hún yrði skipuð hæfum sérfræðingum og gæti skapað fræðilegar umræður og staðið fyrir ráðstefnuhaldi og leiðtogafundum. Hún sæi um stefnumótun og framkvæmd ýmissa mála sem snerta beint varnarmál landsins en einnig mál sem gerast á alþjóðavettvangi. Hér má nefna að slík stofnun, sem gæti verið innan vébanda utanríkisráðuneytisins, væri mikill styrkur ef Íslendingar gengu í öryggisráð SÞ. Ef til vill hefði mátt koma í veg fyrir að Íslendingar hefðu dregist inn Í klúðrið kringum Íraksstríðið ef stjórnmálamennirnir hefðu fengið viturleg ráð. Önnur verksvið hennar gætu t.d. verið landvarnaræfingar, s.s. Samvörður og Norður-víkingur, almennar almannavarnir, verkefni tengd leyniþjónustustarfsemi, samstarf við friðargæsluna auk fræðilegra rannsókna og ótal annarra verkefna."
Með öðrum orðum lagði ég til að slík varnarmálastofnun sæi um rannsóknarvinnu tengdri öryggis- og varnarmálum. Ég tel eðlilegra að íslensk stjórnvöld sjái um slíka rannsóknarvinnu en háskólastofnanir enda ein af grundvallarskyldum ríkisvaldsins sjálfs, ekki háskólastofnanna.
Ég tel farsælast að tillöguflytjendur endurskoði málið aðeins betur og komi frekar með tillögu um endurreisn Varnarmálastofnunar Íslands sem ég hafi verið mikið óheilaskref að hafa verið lögð niður. Innan veggja slíkrar stofnunar væri öryggis- og varnarmálastefna Ísland mörkuð til framtíðar út frá öryggishagsmunum Íslendinga sjálfra, ekki annarra þjóðar sem og tilheyrandi rannsóknarvinna. Eins og staðan er í dag, eru það bandarískir hershöfðingjar og hernaðarsérfræðingar bandríska hersins sem ákveða hvað teljist vera íslenskir öryggishagsmunir, ekki
Íslendingar sjálfir sem hafa ekki þá þekkinguna sem til þarf. Sem sjálfstæð þjóð, ættu Íslendingar að hafa frumkvæðið að eigin vörnum og bera þá ábyrgð sem sérhvert fullvalda ríki ber að taka á sig í varnarmálum.
Virðingarfyllst, Birgir Loftsson, sagnfræðingur
---
Svo mörg voru þau orð. Enn verðum við því að reiða okkur á mat erlendra sérfræðinga um varnaþörf Íslands. Er það viturlegt?
Bloggar | 31.8.2024 | 17:09 (breytt kl. 17:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 31. ágúst 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020