Robert Starkey (fæddur 3. janúar 1945) er enskur sagnfræðingur, útvarps- og sjónvarpsmaður, með skoðanir sem hann lýsir sem íhaldssömum. Hann er frægur fyrir sjónvarpsþætti um enska konunga og er talinn sérfræðingur á því svið.
En Starkey fjallar líka um samtíma viðburði og hefur ákveðnar skoðanir. Og hann hefur ákveðnar skoðanir á Keir Starmer, formann Verkamannaflokksins, sem hann er ekki hrifinn af.
Að mati Starkey er Starmer harður and-lýðræðismaður. Hann vill færa vald frá kjörnu þingi Bretlands til ókosinna stofnana, frá dómstólum til embættismanna. Flokkur hans mun koma á yfirráðum "Blobbsins" allt á sama tíma og hann tekur hart á málfrelsinu.
Starkey heldur því fram að kosninganiðurstaðan hafi ekki verið sú skjálftabreyting í breskum stjórnmálum og ætla mætti (fengu meirhluta þingmanna með færri kjósendur á bakvið sig en í fyrri kosningum) og að samdráttur í kosningaþátttöku sé umtalsvert mál.
Hann gagnrýnir svo kallaða miðpólitík Keirs Starmer og málnotkun hans í kringum sjálfsmyndapólitík og opinbera þjónustu og bendir á að það sé tilraun til að afpólitíska afstöðu flokks síns.
Starkey lýsir einnig áhyggjum af fyrirætlunum Verkamannaflokksins um að koma á stjórnarskrárbreytingum, svo sem nýrri réttindaskrá og styrkingu svæðisbundinna manna í gegnum þjóðaráð. Hann telur að þessar breytingar gætu leitt til eyðileggingar hefðbundinna stjórnmálastofnana og sundrungar Bretlands.
Starkey fjallar einnig um hugsanleg áhrif jafnréttislaga og forgangsröðun fólks með mismunandi húðlitarefni í lagalegum réttindum með þeim rökum að þau skapi ójöfnuð og grafi undan formlegu jafnrétti fyrir lögum. Á heildina litið bendir Starkey á að Bretland þurfi að fara út fyrir tveggja flokka kerfið og íhuga hlutfallskosningar en viðurkennir að það sé ólíklegt að það gerist í núverandi pólitísku andrúmslofti.
Það er líka athyglisvert, þegar rætt er um mannréttindi, er að þeim var komið á til að verja almenning/borgaranna fyrir yfirgangi stjórnvalda og voru fyrir alla borgara en í dag snúist mannréttindi um mannréttindi minnihlutahópa gegn meirihlutahópum. Það er andstætt þeirri hugsun að sömu mannréttindi gildi jafnt fyrir alla.
Núverandi stefna vinstri manna er DEI (e. Diversity, equity and inclusion) eða á íslensku: Fjölbreytni, jöfnuður og þátttaka en megin gallinn á því hugmyndakerfi er að ekki er stefnt að jöfnuði allra hópa, heldur eigi t.d. minnilhluta hópar að fá meira en jöfnuð. Nokkuð sem er andstætt almennum mannréttindum eins og þau eru skilgreind í dag.
Hér annar íhaldssamur fræðimaður, Roger Scruton, sem sagðist hafa orðið íhaldssamur fræðimaður er hann var staddur í París 1968 og séð stúdentanna beita ofbeldi fyrir málstað sinn. Hann hafi ósjálfrátt brugðist við með að hafna þessa leið en hann smám saman orðið íhaldssamur fræðimaður með tímanum.
Hann útskýrir líka hvers vegna gáfumennin eða fræðimennirnir (e. intellectuals) falla ósjálfrátt inn í vinstri pólitík og hugmyndafræði. Það er vegna þess að marxisminn bíður upp á kerfisbundna heildarmynd eða beinagrind fyrir heildstæða hugmyndafræði sem hægt er að vinna eftir. Það skiptir engu máli þótt þessi hugmyndafræði er ekki jarðtengd eða í samræmi við veruleikann, enda þessir menn í fílabeinsturni fræðanna. Hann í raun segir það sama og Starkey en á annan hátt.
Síðan Verkamannaflokkurinn varð að eins flokka kerfi í Bretlandi í síðustu kosningum, og stjórnarandstaðan í skötulíki, hefur hallað undan fæti í Bretlandi. Óeirðir hafa blossað upp í smábæjum Bretlands, nú síðast er þrjár stúlkur voru drepnar af unglingi.
Ólgan kraumar undir en lítið af þessum innanlandsátökum berast til Íslands í fréttum. En búast má við að það verði læti, mótmæli og jafnvel óeirðir í Bretlandi (eins og hafa verið á Írlandi) um helgina. Suðupotturinn sem reynt hefur verið að halda lokinu á, bullar undan þrýstinginum. Samfélagið er orðið of sundurþykkt og sundurleitt og þegar flokkur sem er kominn til valda, sem mun ekkert gera í málinu, brýst reiðin fram með ofbeldi. Fjölmenningin hefur fallið um sjálfa sig. Þegar þetta er skrifað hafa orðið nokkrar óeirðir í Bretlandi í gærkvöldi en búast má við fleirum um helgina.
Bloggar | 3.8.2024 | 13:02 (breytt kl. 13:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Karl Marx var hugmyndafræðilegt sníkjudýr og atvinnulaus iðjuleysingi sem dýfði aldrei hendi í kalt vatn. Hann hafði framúrskarandi menntun og góðan huga og vann aldrei alvarlega neins staðar á ævinni. Þó að hann hafi skrifað mikið um verkalýðinn, tilheyrði hann þeim ekki sjálfur. Hann hafði stöðu blaðamanns, heimspekings, vísindamanns og var í rauninni enginn þeirra.
Á meðan hann skrifaði heimspekilegar og pólitískar bækur og greinar fyrir kommúnistatímarit skrifaði hann á sama tíma kvartandi bréf til Friedrich Engels þar sem hann kvartaði undan fátækt sinni, skrifaði að börnin hans borðuðu brauð og vatn, að hann hefði ekkert að borga fyrir húsnæði, að ekki væru til peningar til lyfja o.s.frv. Vandamál sem hann hefði getað leyst ef hann hefði nennt að vinna í sveitt sitt andlit eins og verkamennirnir sem hann talaði svo fjálglega um.
Friedrich Engels, sem var vinur Marx, og "gylltur unglingur" í hlutastarfi og vanþakklátur sonur föður síns ríkasti kapítalistinn og iðnaðarmaðurinn í Þýskalandi, Friedrich Engels eldri, þurfti að framfleyta fátækri fjölskyldu Marx. Karl Marx dó í fátækt.
En þessar hugmyndir voru uppi - að vinna ekki og lifa á kostnað þess að ræna auð fjármagnseigenda.
Sósíalismi er ekki hugmynd um félagslegt jafnrétti, það er hugmyndafræði allsherjar fátæktar.
Þetta eru staðreyndir.
Bloggar | 3.8.2024 | 02:06 (breytt kl. 02:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 3. ágúst 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020