Afkristni Reykjavíkurborgar

Atlaga nýmarxista að hefðum og gildum þjóðfélagsins heldur áfram af fullum krafti. Það er til efs að þeir sem fylgja þessari stefnu eru meðvitaðir um að þeir eru að fylgja henni.

Þegar nýjar hugmyndir koma fram, er aldrei sagt hvaða hugmyndafræði liggi þar að baki.  Wokisminn sem flestir kannast nú við er hluti af nýmaxisminum. Þar er kenningin að rífa niður gamlar og "úreldar" hugmyndir en oft koma annkanalegar hugmyndir í staðinn eða engar. Það er bara rifið niður.

Einn angi af þessu er atlagan að kristnum einkennum Kirkjugarða Reykjavíkur.  Þar sem Reykjavíkurborg hefur verið stjórnuð meira eða minna af vinstri mönnum síðan þessi öld hófst, er greið leiðin fyrir alls kyns vitleysinga hugmyndir og tísku strauma.

Nú á að rífa niður krossinn í merki kirkjugarða Reykjavíkur, því grafreitirnir eru ekki bara ætlaðir kristnu fólk. Samt er 88% Íslendinga ennþá skráðir kristnir. Það hefur alltaf verið pláss fyrir fólk af öðrum trúarbrögðum en kristnu í grafreitunum. Kirkjugarðar eru heilagir staðir, þ.e.a.s. vígðir staðir rétt eins og kirkjur. Þetta eru því engir venjulegir staðir og því atlaga að kristinni trú.

En málið snýst ekki bara um lifendur, heldur hinna látnu. Það hefur gleymst að verja það. Fólkið sem lætur panta pláss/grafreit, oft með áratuga fyrirvara, heldur að það sé grafið í kristnum reit en svo koma einhverjir spekingar og breyta þessu sí svona. Þetta snýst um hundruð þúsunda Íslendinga sem liggja í íslenskum kirkjugörðum víðsvegar um land sem létu grafa sig í kristnum grafleit en eru svo allt í einu lentir utan garðs, eins og þeir sem brutu af sér í gengum tíðina og urðu utangarðsmenn.

Reykjavíkurborg hlýtur að geta tekið pláss fyrir grafreiti fyrir fólk af öðrum trúarbrögðum, annars staðar, og látið það fólk sem telst vera kristið í friði. Það er enn nóg pláss á Íslandi, líka fyrir hinu látnu.

Svo er afkristni í grunnskólum landsins sér kapituli fyrir sig og efni í annan pistil.

 


Bloggfærslur 15. ágúst 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband