Í frétt Útvarps sögu um málið segir: "Vinna við tímabundna göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut hefst nú í ágúst og er stefnt að því að hún verði opnuð í apríl 2025. Brúin tengist Snekkjuvogi/Barðavogi í vestri og Tranavogi/Dugguvogi í austri. Skiltabrúm verður komið fyrir sitt hvoru megin við hana til að varna því að ökutæki rekist upp í brúna verður. Brúin mun þjóna hlutverki sínu þar til Sæbraut verður sett í stokk."
Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg eru ekki byrjuð á verkinu en samt er strax fyrirséð vandræði. Hæðin undir brúnna er of lág og því er biðlað til verktaka og flutningaaðila að gæta að sér. Svona verður örugglega ástandið í áratugi, því að ef framkvæmdarhraðinn er jafn hraður og við gerð Sundabrautar, þá verða komnar tvær nýjar kynslóðir áður en verkið hefst. Svona er unnið hjá hinu opinbera, það er farið í verkin og hugsað svo eftir á eða á meðan framkvæmdir eru í gangi.
Er einhver önnur leið? Já, að sjálfsögðu. Undirgöng er varanleg leið og truflar enga umferð flutningafyrirtækja. En hér er vandinn að ætlunin er að setja Sæbraut í stokk. Stokkur og undirgöng fara ekki saman. En hvenær kemur stokkurinn? Og af hverju stokk?
En segjum svo að undirgöng séu valin, þá er núverandi aðferð Íslendinga alveg fáránleg. Hægt er að forsmíða steypt undirgöng (þetta er fyrir gangandi umferð, ekki bíla) og setja á sinn stað á þremur dögum. Kosturinn við forsteypt undirgöng er að steypan er hörnuð (oft þarf að bíða marga mánuði eftir að steypan harni þannig að hún beri umferð) og lagning hennar í vegstæðið tekur skamman tíma. Ótrúlegt? Sjá þetta myndband af hollenskum framkvæmdaraðila sem gerði þetta á nokkrum dögum og það ekki smáræðis undirgöng eða mislæg gatnamót fyrir bílaumferð:
Á Sæbrautinni erum við að tala um einföld undirgöng fyrir gangandi umferð.
Það hlýtur eitthvað vera að í yfirstjórn vegamála, hjá innviðaráðherra og forstjóra Vegagerðinnar.
Hér á Samfélagi og sögu hefur áður verið rakið að einungis þriðjungur sem innheimtur er af farartækjum fer raunverulega í viðhald og gerð vega. Samt ætlar innviðaráðherra að innheimta meira með vegtollum!
Annað er að loftslags....hvað orð á að nota? "Loftslagsvá ruglið?", hefur áhrif á gerð vega. "Umhverfisvæn" efni, matarolía! - kölluð lífolía, er notuð við klæðningu vega. Þegar ruslefni er notað við gerð vega, endast veginn mun minna og aftur þarf að fara í framkvæmdir. Er það umhverfisvænt að framkvæma oftar? Vegblæðing hefur kostað mannslíf og líkamstjóni vegfarenda. Repja og nú sjávarlífolíu hefur komið í stað white-spirit eða terpentínu en hafa vegirnir eitthvað lagast? Vegirnir halda áfram að blæða. Sjá gagnrýni Félags íslenskra bifreiðaeigenda - gömul grein en hefur reynst vera rétt nú í fyllingu tímans: Ástand veganna og efnanotkun í veggklæðningu
Talað er um þrjár megingerðir vegefna. Malbik, steyptir vegir og plastvegir. Á Íslandi má bæta við olíu klædda vegi. Enda þennan pistil á að fjalla um plastvegi sem fáir Íslendingar vita af. Hér kemur lýsing á kosti og galla:
Efnissamsetning plastvegar:
Plastvegir eru nýstárleg nálgun sem fellir endurunnið plastúrgang, eins og PET-flöskur og plastpoka, inn í vegagerðarefni.
Kostir plastvega:
- Hjálpar til við að draga úr plastúrgangi með því að nota endurvinnanlegt efni.
- Þolir tæringu, vatnsskemmdum og sliti með tímanum.
- Þolir varmaþenslu og samdrætti betur en hefðbundin efni.
- Krefst minna viðhalds vegna aukinnar endingar.
- Táknar framsýna nálgun að sjálfbærri uppbyggingu innviða.
Ókostir plastvega:
- Áhyggjur af langtímaframmistöðu og gæðum endurunninna plastefna.
- Krefst sérhæfðs búnaðar og tækni til byggingar.
- Stofnkostnaður getur verið hærri vegna nýrrar tækni og efnisöflunar.
- Enn er verið að meta langtímaþol og frammistöðu í ýmsum loftslagi.
Bloggar | 13.8.2024 | 12:27 (breytt kl. 12:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. ágúst 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020