Innrás Úkraínu í Rússland - sjónarspil en ekki alvöru innrás

Upphlaup er í fjölmiđlum vegna herhlaups en ekki innrásar Úkraínu í Kúrsk. Ţetta er ekki alvöru innrás og er n.k. áróđursbragđ í stćrra samhengi. Sjá má ţetta ef sagan er skođuđ. Engar innrásir inn í Rússland síđan 1500 hafa tekist. Fyrir ţann tíma var ríkiđ veikt. Lítum á sögu Rússlands. Fyrst pólitíska ţróun en síđan innrásirnar. 

Rússneska ríkiđ var stofnađ á 9. öld, kallađ Kćnugarđsríki (já í núverandi Úkraínu). Uppruni Rússlands er oft rakinn til myndunar kćníska Rúss (e. Rus), sambands slavneskra ćttbálka. Ríkiđ var miđsvćđis í kringum borgina Kćnugarđur (nútíma Úkraína) og innihélt hluta nútíma Rússlands, Úkraínu og Hvíta-Rússlands. Ţetta var smáríki en ţađ breyttist á 13. öld. Stórhertogadćmiđ Moskvu var stofnađ seint á 13.–14. öld.

Eftir hnignun Kćnugarđs-Rússlands og innrásar Mongóla á 13. öld fćrđist miđstöđ valdsins smám saman til stórhertogadćmisins Moskvu. Moskvu byrjađi ađ halda yfirráđum sínum yfir önnur rússnesk furstadćmi, sem leiddi ađ lokum til myndun miđstýrđs rússnesks ríkis. Lykilviđburđur var ţegar Ívan III ("Ívan mikli") stćkkađi yfirráđasvćđi Moskvu og batt enda á mongólska okiđ áriđ 1480 og lagđi grunninn ađ rússneska ríkinu. Síđan ţá, hefur engum innrásarher boriđ kápan úr klćđi. En enn var Rússland smáveldi. Ţađ breyttist á 16. öld.

Keisaradćmi Rússlands var stofnađ um miđja 16. öld. (1547) Stofnun rússneska keisaradćmisins markast af ţví ađ Ívan IV ("Ívan grimmi") var krýndur sem fyrsti keisari Rússlands áriđ 1547. Ţessi atburđur er oft talinn afgerandi stund í myndun Rússlands sem sameinađs ríkis, međ miđstýrđri einrćđisstjórn.

Rússneska heimsveldiđ (1721) varđ svo til. Áriđ 1721 lýsti Pétur mikli yfir stofnun rússneska heimsveldisins eftir ađ Nystadsáttmálinn batt enda á Norđurstríđiđ mikla. Ţetta markađi umbreytingu Rússlands í evrópskt stórveldi međ víđfeđmt landsvćđi víđsvegar um Evrasíu.

Síđan 1500 hafa nokkur lönd og hópar reynt ađ ráđast inn í Rússland. Hér er yfirlit yfir nokkrar af mikilvćgustu innrásunum:


Pólsk-litháíska samveldiđ (1605–1618) var fyrsta ríkiđ sem reyndi taka yfir landiđ á tímum glundrođa í Rússlandi. Pólsk-moskvíska stríđiđ (1605–1618) kallast sá atburđur er pólsk-litháíska samveldiđ réđist inn í Rússland. Ţeim tókst ađ hernema Moskvu áriđ 1610 og settu upp brúđukeisara, en ađ lokum ráku Rússar ţá út.

Fyrst alvarlega atlaga ađ Rússlandi var ţegar Svíţjóđ (1708–1709) reyndi ađ taka landiđ í Norđurlandastríđinu mikla (1700–1721). Karl XII frá Svíţjóđ réđst inn í Rússland áriđ 1708. Herför hans endađi hörmulega í orrustunni viđ Poltava áriđ 1709, ţar sem rússneskar hersveitir undir stjórn Péturs mikla sigruđu Svía međ afgerandi hćtti. Ţessi sigur markađi upphaf ađ Evrópuveldi Rússlands, nútímavćđingu og gerđi Rússland ađ tveggja álfa veldi og raunverulegu heimsveldi. Rússland fékk ađ vera í friđi en ţađ breyttist á 19. öld. Ţá varđ Rússland beinn ţátttakandi í stríđum Evrópu.

Nćsta alvöru árás var ţegar Napóleon fór sína feigđarferđ til Rússlands 1812 á tíma Napóleonsstríđanna. Innrás Frakka í Rússland hófst áriđ 1812, undir forystu Napóleons Bonaparte, er ein frćgasta innrásin í Rússland. Ţrátt fyrir ađ hafa fariđ djúpt inn á rússneskt yfirráđasvćđi og náđ Moskvu í upphafi var franski herinn eyđilagđur af rússneska vetrinum, ađfanga vandamálum og skćruhernađi, sem leiddi til hörmulegrar undanhalds.

Síđan um 1600 var Rússland í stöđugri útţennslu. Ţađ lagđi undir sig Síberíu og stoppađi ekki fyrr en ţađ hafđi lagt undir sig Alaska en hörfađi svo aftur til Asíu. Á 18. og 19. öld var útţennslan suđur á bóginn, sérstaklega á tímum Katrínu miklu. Kákasus svćđi var lagt undir međ vopnavaldi á tímum Ívan grimma en Katrín mikla lagđi til atlögu ađ Ottómanaveldiđ á 18. en sérstaklega á 19. öld. Ýmis átök áttu sér stađ á 18. og 19. öld, einkum í rússnesku-tyrknesku stríđunum. Ţótt Tyrkir hafi aldrei náđ langt inn í Rússland né inn í meginland Rússlands, átti Ottómanaveldi ţátt í mörgum stríđum viđ Rússland, sérstaklega í Kákasus og Balkanskaga, ţar sem báđir ađilar réđust inn á svćđi hvors annars á mismunandi tímum. Yfirleitt misstu Tyrkir land og er Krímskagi ţar mikilvćgastur.

Nú erum viđ komin á 20. öld. Stríđiđ viđ Ţýskaland og Austurríki-Ungverjaland í fyrri heimsstyrjöld (1914–1918). Í fyrri heimsstyrjöldinni hófu miđveldin, ţar á međal Ţýskaland og Austurríki-Ungverjaland, margar sóknir gegn rússneska heimsveldinu. Ţeim tókst ađ hernema mikilvćg svćđi í vesturhluta rússneska heimsveldisins, ţar á međal Pólland og Eystrasaltsríkin. Rússland beiđ ósigur 1917 en missti ekkert land.

Seinni heimsstyrjöld (1941–1945) var afdrifríkasti atburđur í sögu Rússlands, en ţá var ţađ foryrsturíki Sovétríkjanna. Föđurlandsstríđiđ mikla kalla Rússar ţađ stríđ. Ađgerđ Barbarossa var innrás Ţýskalands nasista í Sovétríkin, sem hófst í júní 1941. Ţetta var ein stćrsta hernađarađgerđ sögunnar. Ţjóđverjar náđu í upphafi verulegar framfarir en voru ađ lokum stöđvađir af sovéska rauđa hernum, sem leiddi til gagnárásar sem ýtti Ţjóđverjum aftur til Berlínar áriđ 1945.

Svo er ţađ gleymda stríđiđ viđ Japan (1945) í Mansúríu. Í ágúst 1945, eftir uppgjöf Ţýskalands, lýstu Sovétríkin yfir stríđi á hendur Japan og réđust inn á svćđi sem Japanir hafa undir höndum í Mansjúríu, Kóreu og Kúríleyjum. Ţó ađ ţetta hafi ekki veriđ innrás í Rússland af hálfu Japans, ţá var ţetta mikilvćg átök milli ţjóđanna tveggja.

Eftir upplausn Sovétríkjanna 1991, varđ Rússland aftur sjálfstćtt ríki (sambandsríki). Innan ríkissins voru mörg sjálfstjórnarríki og ţar reyndust Kákasus sjálfstjórnarsvćđin skeinuhćttust.

Eitt af ţessum svćđum kallađist Tétetnía en Tétsjeneskir uppreisnarmenn óđu um eftir fall Sovétríkjanna (1990–2000). Ţó ađ ţađ hafi ekki veriđ hefđbundin erlend innrás, sáu Tétsjeníustríđin tvö um ađ ađskilnađarsinnar í Tétsjeníu, svćđi innan Rússlands, tóku ţátt í verulegum átökum viđ rússnesk stjórnvöld og reyndu ađ brjótast undan yfirráđum Rússa. Stríđin innihéldu hryđjuverkaárásir og innrásir í nágranna sjálfstjórnarsvćđi Rússlands. Rússar höfđu fullan sigur.

Nćsta stríđ voru átökin í Georgíu (2008). Rússnesk-georgíska stríđiđ 2008, ţó fyrst og fremst fól í sér rússneskar hersveitir sem fóru inn í Georgíu, er georgískar hersveitir fóru inn í Suđur-Ossetíu, brotasvćđi međ stuđningi Rússa. Átökin fólu í sér umtalsverđar hernađarađgerđir Rússa til ađ bregđast viđ ólguástandi.

Og nú eiga Rússar í óopinberu stríđi viđ Úkraínu sem byrjađi fyrir rúmum tveimur árum og sér ekki endi á.

Allar ţessar  innrásir endurspegla hernađarlegt mikilvćgi Rússlands međ víđáttumikils landsvćđis, sem leiđir til ítrekađra tilrauna ýmissa valdhafa til ađ véfengja yfirráđ ţeirra í Evrópu og Asíu. Allar ţessar tilraunir hafa mistekist.

Hér hefur ekki veriđ međtaliđ skćrur Sovétríkjanna viđ Kína en ţar hafa ţeir síđarnefndu ávallt boriđ minnihlut. Einn hćttulegasti óvinur Rússa er einmitt Kína, ţótt pólitíkin í dag hafa gert ţessi ríki ađ bandamönnum...tímabundiđ. Eins og Trump hitti á naglann nýveriđ, ţá eiga Rússar nóg af landi en lítiđ af fólki, en Kínverjar lítiđ land en mikiđ af fólki. Ţessi ríki eru ţví náttúrulegir óvinir.

Framtíđin er óráđin eins og ávallt. En ef miđađ er viđ ađ Rússland hefur yfir kjarnorkuvopnum ađ ráđa og ein grein rússneska hersins er kjarnorku herafli, og ţeir segjast munu nota kjarnorkuvopn ef til innrásar kemur, er ansi ólíklegt ađ herhlaup Úkraínumanna beri mikinn árangur, ekki frekar en herhlaup Wagner liđa um daginn....

 


NATÓ búiđ ađ vera? - Hver er stađa Íslands?

"Ef svo fer ađ Donald Trump forsetaframbjóđandi í Bandaríkjunum, sem ekki hefur mikiđ álit á NATO, verđi forseti má gera ráđ fyrir ađ NATO sé mögulega búiđ ađ vera og Evrópa er ekki undirbúin á neinn hátt undir ţá stöđu. Ţetta segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráđherra, formađur Alţýđuflokksins og sendiherra en hann var gestur Arnţrúđar Karlsdóttur í Síđdegisútvarpinu."

Sjá slóđ: Evrópa ekki tilbúin međ varnir líđi NATO undir lok

Ţetta er dćmigert hjal stjórnmálamanns sem ţekkir ekkert til hermála. Ţađ er eins og samskipti Bandaríkjanna viđ NATÓ sé einhliđa, Bandaríkjamenn borgi reikninganna og útvegi hermenn til varnar í Evrópu. Ţađ er rétt, en bara vegna ţess ađ Evrópuríki hafa komist upp međ ađ vanrćkja varnarskyldur sínar, ţar á međal Ísland. Evrópumenn eru međ eigin heri og varnarkerfi sem eru samrćnd undir eina stjórn.

Peningamađurinn Trump var nóg bođiđ hvernig Evrópuríki höguđu sér (höfđu samţykkt 2014 hćkka framlögin í 2% fyrir 2024 en ekki stađiđ viđ ţađ) og beitti ţvingunum til ađ láta ţau borga meira. Ţađ virkađi og ekki hefđi ekki mátt gerast síđar, í ljósi stríđsins í Úkraínu.

NATÓ er ekki meira lífvana í dag en ađ ţađ bćttust nýveriđ tvö öflug herveldi, Svíţjóđ og Finnland, í bandalagiđ. Og flest ríkin eru komin upp í 2% af vergri landsframleiđslu í varnarmál. Ekki Ísland, sem ver prósentubroti (ekki eitt prósent, heldur brot úr prósenti) í varnarmál.

Ekki má gleyma ađ Bandaríkin ţurfa jafnmikiđ á NATÓ ađ halda og NATÓ ţarf á Bandaríkin. Ađildarríkin eru 32 talsins og ţau eru bandamenn Bandaríkjanna. Í dag eiga Bandaríkin ekki marga vini í heiminum en NATÓ er haukur í horni fyrir ţau. Fyrsta varnarlína landsins liggur í Evrópu og er Ísland ţar á međal. Evrópa er nauđsynleg fyrir heimavarnir Bandaríkjanna.

Jón rćddi Evrópuher og taldi stofnun slíks fćddan andvana. Ţađ er rétt, enda óţarfi í ljósi ţess ađ NATÓ er Evrópuher! Bandaríkin og Kanada eru í bandalaginu en rest eru Evrópuríki. Nánast öll Evrópa er komin undir regnhlíf bandalagsins, ađeins Úkraína, Hvíta Rússland, Moldóvía, Kýpur, Austurríki, Írland og Malta ásamt örríkjum eru ekki í bandalaginu en ţau eru samt í "samstarfi NATÓ fyrir friđ" nema Kýpur og Úkraína, Hvíta Rússland, Moldóvía og Rússland. Sviss er náttúrulega utan allt!  Ţađ eru ađrar smáţjóđir sem eru ekki í bandalaginu en njóta óbeint verndar ţess. 

Hér er listi Evrópuţjóđa sem eru ekki í NATÓ: Andorra, Armenía, Austurríki, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland, Bosnía og Hersegóvína, Kýpur, Georgía, Írland, Kosovo, Liechtenstein, Malta, Moldóva, Mónakó, Rússland, San Marínó, Serbía, Sviss, Úkraína og Vatíkaniđ. Allt eru ţetta jađarríki, óvinaríki, örríki eđa eiga sér sögu um átök sem koma í veg fyrir ţau geti gengiđ í NATÓ.

En Jón Baldvin hefur rétt fyrir sér um andvaraleysi Evrópuţjóđa í gegnum tíđina. En ţađ er liđin saga. Allar Evrópuţjóđir eru ađ vígbúast, NATÓ stenur föstum fótum og Trump er ekki ađ leggja niđur bandalagiđ. Jafnvel ţótt Bandaríkin myndu ganga úr bandalaginu (og fremja ţar međ mestu mistök sín í utanríkismálum frá upphafi), myndi ţađ lifa ţađ af. Hjörđin veit ađ hún á besta möguleika á ađ lifa af, ef hún heldur sig saman, ţótt forystukindin er horfin á braut.

Annađ sem er meira áhyggjuefni. Fyrir Íslendinga er áhyggjuefni ef Bandaríkin geti ekki stađiđ viđ skuldbindingar sínar gagnvart varnarsamningum frá 1951. Er ţađ mögulegt ađ Bandaríkin komi Ísland ekki til varnar á ófriđartímum? Hljómar ósennilegt, en ţó ekki. Hvađ segir sagan? Áriđ 2006 stóđu Bandaríkin í tveimur stríđum, bćđi gegn veikum andstćđingum. Skćruliđahernađur í Afganistan og í raun einnig í Írak eftir stutt stríđ. Engin stórveldi ađ eiga viđ. En samt áttu Bandaríkin í vök ađ verjast.

Ţađ reyndi á allan herafla Bandaríkjanna í ţessum átökum. Kallađar voru út varasveitir (sjá liđhlaup varaforsetaefni Kamala Harris, Tim Walz sem forđađist sér úr hernum 2005 er kalla átti út herdeild hans sem er varaliđ). Svo ađţrengdir voru ţeir, ađ ţeir byrjuđu ađ afturkalla ţyrlusveitina á Keflavíkurflugvelli en síđan kvöddu ţeir einhliđa Íslands međ ţví ađ draga allt herliđ frá Íslandi 2006. Ţađ ţótt íslenskir ráđamenn vćru á hnjánum grátbiđjandi um ađ Bandaríkjaher fćri ekki. Bandarískir hershöfđingjar hafa nagađ sig í handarböndin allar götur síđar og viljađ aftur fasta viđveru.

Ţađ var nefnileg engin herfrćđileg rök fyrir lokun herstöđvarinnar. Hún var eftir sem mjög mikilvćg í varnarkeđju NATÓ, stađsett í miđju GIUK hliđsins. Hagsmunir Bandaríkjanna voru teknir fram yfir hagsmuni Íslands og NATÓ alls.

Síđan 2006 hefur Bandaríkjaher hnignađ umtalsvert. Ţađ skortir bćđi fjármagn og hermenn (síđast vantađi 48 ţúsund upp í kvótann). Herfrćđingar segja og stríđslíkön taka undir, líklega myndi bandaríski flotinn tapa orrustunni um Taívan ef Kína skyldi ákveđa ađ taka eyjuna yfir. Bandaríkin geta ekki lengur háđ tvö stríđ í einu. Nóg er til af öflugum óvinum, Rússland, Kína, Íran, Norđur-Kórea og allt líklega kjarnorkuveldi!

Eftir stendur Ísland berskjaldađ, líkt og Bretland 410 e. Kr., er rómverski herinn yfirgaf landiđ einhliđa og kom aldrei aftur. Engir heimamenn voru hermenn og landiđ berskjaldađ fyrir innrásir Engilsaxa.

Hvađ gera íslenskir bćndur ţá? Hefur Ţjóđaröryggisráđ Íslands tekiđ ţá sviđsmynd inn í dćmiđ? Er Ísland tilbúiđ undir alheimsátök? Eru til nćg matvćli, lyf, varahlutir o.s.frv.?  Kannski er lágmarks viđbúnađur ađ koma sér upp heimavarnarliđ? Hafa einhvern grunn ađ byggja á, ef í harđbakkann slćr.


Bloggfćrslur 10. ágúst 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Feb. 2025

S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband