Öll aðildarríki NATÓ eru að spá í spilin, ef ske kynni að Trump skyldi vinna forsetakosningarnar í nóvember. Þau vita sum sé að karlinn er harður húsbóndi. Hann sagði eitt sinn að það ríki sem stæði ekki við skuldbindingar sínar um að veita 2% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál, þá eigi það skilið að vera tekið af Pútín.
Að sjálfsögðu er þetta ákveðin kúgun, kannski blekking, til að fá aðildarþjóðirnar til að axla ábyrgð í eigin varnarmálum. Flest ríkin þá, settu 1% af vergri þjóðarframleiðslu í varnarmál, þrátt fyrir samkomulag frá 2014 að allar aðildarþjóðir færu upp í 2% fyrir 2024. Þetta virkaði og telst bloggritari að 18 af 32 þjóðum uppfylli þessi skilyrði.
Og Trump hafði rétt fyrir sér. Eftir að hann lét af embætti, braust út stríð í Evrópu sem sér ekki fyrir endan á, kannski líkur því er hann tekur við embætti aftur. Hann sagðist myndi senda sendinefnd strax til Rússlands eftir kosningasigur, til að ræða friðarskilmála. Friðarsáttmáli myndi þá vera undirritaður daginn eftir embættistöku hans (sbr. orð hans: Ég get samið um frið á einum degi).
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ætti að vera áhyggjufull. Íslendingar hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar hingað til. Samstarf um öryggis- og varnarmál er kaflaheitið í ríkisfjárlögum fyrir varnarmál. Skil ekki hvað "samstarf" stendur fyrir. Nóg að kalla þetta Öryggis- og varnarmál. Það fara 4.835,9 milljarðar í varnir Íslands. Þetta er brot úr 1% af vergri landsframleiðslu. Þórdís segir að Íslendingar þurfi ekki að uppfylla 2% skilyrðin, vegna þess að Ísland er herlaust! Það á sem sé að gera ekki neitt áfram og frýja sig ábyrgð.
Heimurinn breyttur frá því Trump var síðast forseti
Já, heimurinn er breyttur frá því að Trump var síðast forseti, til hins verra. Spurningin er, mun Ísland sleppa frá vandarhöggi Trumps? Eða hafa nægilega margar þjóðir uppfyllt skilyrðin, til þess að Trump láti gott heita? Samkvæmt fréttum er mikill uppgangur í uppbyggingu varnarmála allra Evrópuþjóða nema Íslands. Kannski að kjölturakki Bandaríkjanna verði ekki skammaður en krafist verði að herstöðin á Keflavíkurflugvelli verði aftur setin bandarískum dátum. Viljum við það??? Á 80 ára afmæli lýðveldisins?
Bloggar | 9.7.2024 | 21:45 (breytt 10.7.2024 kl. 12:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pax Romana og Pax Americana eru hugtök sem notuð eru til að lýsa veldi þessara stórvelda. Bandarískir fræðimenn hafa áhyggjur af að öld Bandaríkjanna taki enda. Hún gerir það á endanum, líkt og með öll heimsveldi sem rísa og síga í gangverki sögunnar. Spurningin er bara hvenær og hvað tekur við.
Bandaríkjamenn monta sig af því að vera mesta herveldi allra tíma og vera risaveldi. Þeir geta þó ekki státað sig af jafn langri sögu veldis Rómverja, sem stóð í 2000 þúsund ár ef horft er á arftaka Rómverja, Býsan ríkisins.
Hernaðarveldi Rómverja og sigurganga þeirra getur alveg staðist samanburð við Bandaríkin, ef eitthvað er, þá var rómverski herinn einstakur og frumkvöðull í her skipulagi. Allir nútímaherir eru byggðir á rómversku herskipulagi. Líka sá bandaríski.
En hér er ætlunin að bera þessi veldi saman. Erum við að sjá fyrir endalok bandarísku aldarinnar eða eiga Kananir bara slæma tíma um þessar mundir? Förum kerfisbundið í gegnum helstu áhrifaþætti.
Fall Rómaveldis og hugsanleg hnignun Bandaríkjanna eru flókin og margþætt efni sem hægt er að bera saman á ýmsa vegu. Byrjum á pólitíkinni.
Pólitískur óstöðugleiki einkennir bæði veldin, sem kannski er ekki óeðlilegt. Rómaveldi þjáðist af verulegum pólitískum óstöðugleika, með tíðum leiðtogaskiptum og borgarastyrjöldum. Spilling og óhagkvæmni innan stjórnvalda veikti getu ríkisins til að bregðast við ytri ógnum og innri vandamálum. Í Bandaríkjunum má sjá svipaða þróun. Bandaríkin hafa upplifað pólitíska pólun, lokun stjórnvalda og áskoranir við lýðræðisleg viðmið. Áhyggjur af spillingu, hagsmunagæzlu og áhrifum peninga í stjórnmálum endurspegla sum mál sem sást seint í Róm.
Efnahagslegar áskoranir einkenna bæði veldin. Rómverska hagkerfið stóð frammi fyrir alvarlegum vandamálum, þar á meðal verðbólgu, háum skattlagningum og að það að treysta á þrælavinnu. Efnahagslegur ójöfnuður jókst, auður safnaðist meðal elítunnar á meðan almenningur átti í erfiðleikum. Spegilmynd þessa má sjá í Bandaríkjunum. Þau standa frammi fyrir efnahagslegum vandamálum eins og hækkandi ríkisskuldir, stöðnun launa og efnahagslegan ójöfnuð. Fækkun framleiðslustarfa og breytingin yfir í þjónustumiðað hagkerfi hefur skapað efnahagslega truflun fyrir marga starfsmenn. Í stað þræla, nota Bandaríkjamenn ólöglegt vinnafl ólöglegra innflytjenda sem eru í sömu stöðu og þrælar, eiga rétt svo til hnífs og skeiðar.
Helsta stofnun beggja velda er herinn. Rómaveldi stækkaði her sinn um of og gerði það erfitt að verja víðfeðm landamæri sín. Tíðar innrásir og innbyrðis uppreisnir minnkuðu styrk og auðlindir hersins. Undir lok vesturhluta ríkisins, voru hermennirnir að mestu skipaðir málaliðum og útlendingum. Frjálsir borgarar voru orðnir það fáir að erfitt var að fylla raðir hans með frjálsum borgurum. Sjá má þessa þróun innan Bandaríkjahers, latínu mælandi fólk fær bandarískan ríkisborgararétt ef það þjónar í Bandaríkjaher. Hvítir millistéttar strákar eru ekki lengur velkomnir í herinn og hann á í erfiðleikum með að uppfylla mannöflunar kvóta.
Bandaríkin halda alþjóðlegri hernaðarviðveru (800 herstöðvar um allan heim), sem sumir halda því fram að teygi auðlindir þunnt og stuðli að þrýstingi í ríkisfjármálum. Mál eins og hryðjuverk, netógnir og vaxandi geopólitísk spenna við þjóðir eins og Kína og Rússland bjóða upp á flóknar öryggisáskoranir.
Svo eru það félagslegir og menningarlegir þættir sem skipta hér miklu máli. Rómverska samfélagið sá hnignun í borgaralegri þátttöku og hefðbundnum gildum sem höfðu haldið heimsveldinu saman. Vaxandi traust á málaliða og minnkandi tryggð almennings við miðstjórnina rýrði félagslegri samheldni. Sama þróun er í Bandaríkjunum. Þau hafa upplifað félagslega sundrungu, með umræðum um þjóðerni, innflytjendur og menningarverðmæti. Minnkuð borgaraleg þátttaka og traust til stofnana getur endurspeglað svipaða rýrnun á félagslegri samheldni.
Ytri þrýstingur var mikill á Róm. Innrásir ættbálka villimanna, eins og Gota og Vandala, áttu stóran þátt í falli Vestrómverska heimsveldisins. Samkeppni og átök við önnur ríki og þjóðir þrýstu stöðugt á landamæri Rómar. Það er aðeins öðru vísi þrýstingur á landamæri Bandaríkjanna. Opin landamæri í dag, má rekja til pólitískra ákvarðanna, ekki getu hersins/landamæraliðsins til að stöðva innstreymi ólöglegra innflytjenda. Rómverjar réðu hreinlega ekki við barbarananna og heilu þjóðirnar settust að innan landamæra ríkisins og reyndu ekkert að samlagast. Barbaranir héldu tungu og siði. Bandaríkin standa frammi fyrir samkeppni frá vaxandi stórveldum eins og Kína, sem og aðilum utan ríkis sem ögra alþjóðlegum áhrifum þeirra. Romana civitas hætti að skipta máli og samheldnin var úr sögunni. Borgararnir meira segja flúðu á náðir barbaranna, þar sem engin skattaánauð og verðbólga var fyrir hendi.
Efnahagsleg og tæknileg samkeppni skapar einnig ytri þrýsting.
Tækni- og byggingarmunur var töluverður. Tækniframfarir Rómar, þótt þær hafi verið áhrifamiklar fyrir sinn tíma, féllu að lokum á bak við vaxandi þarfir heimsveldisins. Innviðir, eins og vegir og vatnsveitur, rýrnuðust án viðunandi viðhalds. Bandaríkin eru enn leiðandi í tæknimálum, en innviðamál eins og úrelt samgöngukerfi og stafræn gjá bjóða upp á áskoranir. Hröð tæknibreyting skapar bæði tækifæri og en einnig truflanir. Tækni framfarir, tölvutæknin og gervigreindin skilur Róm og Washington að. Þannig að það er ekki alveg hægt að bera saman þessi ríki. Til þess skilja of margar aldir og það að nútíminn á sér engar hliðstæður.
Niðurstaða
Þó að það séu hliðstæður á milli hnignunar Rómaveldis og núverandi vandamála sem Bandaríkin standa frammi fyrir, þá er líka verulegur munur á samhengi, umfangi og uppbyggingu.
Bandaríkin hafa hag af háþróaðri tækni, sveigjanlegra stjórnmálakerfi og getu til að læra af sögulegum fordæmum. Hins vegar er mikilvægt fyrir þá að takast á við pólitískar, efnahagslegar, félagslegar og ytri áskoranir til að koma í veg fyrir svipaða hnignun.
En spurningin er, er mannlegt eðli slíkt að Bandaríkjamenn eru dæmdir til að endurtaka mistök Rómverja? Er það ekki hinn mannlegi breyskleiki sem leiðir til fallsins? Ef svo er, þá skiptir engu máli hvort viðkomandi er Rómverji eða Bandaríkjamaður, sama hversu hátt tæknistigið er, báðir eru dæmdir til að fljóta með öldugangi sögunnar.
Bloggar | 9.7.2024 | 10:54 (breytt kl. 11:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 9. júlí 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020