Nýjasta brennsluefni stjórnmálamanna í brennslu almanna fés er stofnun Mannréttindastofnun Íslands. Íris Erlingsdóttir skrifar frábæra grein á Útvarpi sögu um þessa nýju ríkishítar stofnun sem nú er komið á fót, á okkar kostnað!:
"Erfitt er að meta hvort er meira hneyksli að Alþingi Íslendinga hefur, án nokkurrar þjóðfélagsumræðu, stofnað nýtt, óþarfa ríkisbákn, Mannréttindastofnun Íslands (MRSÍ), með víðtækar heimildir sem mun árlega kosta skattgreiðendur á þriðja hundrað milljónir króna, eða að ríkisbáknið, sem hefur með höndum það hlutverk að annast umrædda þjóðfélagsumræðu og er þjóðinni álíka gagnlegt og gatasigti er drukknandi manni í ólgusjó, gerði aðeins tvær fréttir um þessa fyrirhuguðu stofnun."
Hún segir jafnframt:
"Í landinu starfa nú þegar a.m.k. þrjár mannréttindastofnanir. Auk Mannréttindastofu Íslands og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands er Mannréttinda- og lýðræðisstofa Reykjavíkurborgar, sem hefur með höndum m.a. fötlun, "fjölmenningu og inngildingu" og kynjaréttindi. "Hinsegin" málefnaflokkur sér um að veita fyrirtækjum og stofnunum regnbogavottun og tilheyrandi einhyrningaprump."
Bloggritari skrifaði svipaða grein og Íris. Sjá slóð: Ný mannréttindastofnun fyrir mannréttinda ríkið Ísland nauðsynleg?
Í greininni benti bloggritari á Mannréttindastofnun Háskóla Íslands sem valkost. Óþarfi að hafa tvær stofnanir. Er á því að þetta er peningaaustur, höfum verið í S.þ. síðan stríðslok seinni heimsstyrjaldar án þess að vera með svona stofnun.
Sjálfstæðisflokkurinn reynir að bendla Miðflokkinn við samþykkt stofnunar Mannréttindastofnunar Íslands. Sigmundur Davíð greip til andsvars í fjölmiðlum og sagði þetta:
Vissulega hafi Miðflokkurinn árið 2019 samþykkt að lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. En það þýði ekki að af þeim sökum hafi verið nauðsynlegt að stofna "enn eina mannréttindastofnunina".
Sjálfstæðisflokki hafi verið bent á að það væri ekki nauðsynlegt að stofna stofnun til að "stjórna hugarfari og tjáningu landsmanna", til að uppfylla skuldbindingar gagnvar fötluðu fólki. Ísland sé þegar með nóg af mannréttindastofnunum, svo sem Mannréttindaskrifstofu Íslands, mannréttindastofnanir sveitarfélaga og mannréttindastofnun Háskóla Íslands."
Á sama tíma er ríkið rekið með viðvarandi halla á ríkisfjárlögum, bálknið stækkar og stækkar; vegir landsins grotna og eru ekki lagfærðir; heilbrigðiskerfið skorið við nögl og fjársvelt (læknaskortur í landinu); velferðakerfið í heild stendur höllum fæti; lögreglan undirmönnuð og fjársvelt; Landhelgisgæslan fjársvelt; velferðatúrismi handa hælisleitendur í hæðstum hæðum; fatlaðir og öryrkjar vanræktir (nær að láta þessa peninga beint til þeirra í stað ríkisstofnunar með blýant nagandi starfsfólk að gera ekki neitt allan daginn) o.s.frv.
Sumir halda að skynsemin haldist í hendur við meirihluta, að flestir séu skynsamir og sýni ráðdeild í efnahagsmálum og öðrum hagnýtum málum. En svo er ekki alltaf, sjá má þetta þegar meirihluti Alþingi samþykktir alls kyns bábiljur. Bloggritari myndi bara hrista höfuðið og halda áfram með sitt líf, ef vitleysan hefði ekki bein áhrif á hann. Það er ekki hægt að hunsa ruglið sem hefur hefur áhrif á allt og alla í kringum hann.
Ad imperium hoc dico: me solum et vitam meam desere.
Bloggar | 6.7.2024 | 13:10 (breytt kl. 18:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Einn ríkasti maðurinn í Kína (Jack Ma) sagði eitt sinn: "Ef þú setur bananana og peningana fyrir framan apana, munu aparnir velja banana vegna þess að aparnir vita ekki að peningar geta keypt marga banana.
Reyndar, ef þú býður fólki VINNU eða VIÐSKIPTI, þá mun það velja að VINNA vegna þess að flestir vita ekki að FYRIRTÆKI getur þénað meira en laun.
Ein af ástæðunum fyrir því að fátækir eru fátækir er sú að þeir fátæku eru ekki þjálfaðir til að viðurkenna frumkvöðlatækifærin.
Þeir eyða miklum tíma í skóla og það sem þeir læra í skólanum er að vinna fyrir launum í stað þess að vinna fyrir sjálfum sér.
Hagnaður er betri en laun vegna þess að laun geta staðið undir þér, en hagnaður getur gert þér auðæfi.
Þetta er almenn skynsemi sem hann boðar hér en kannski ekki háspeki, enda kaupsýslumaður en ekki heimspekingur.
Þetta ættu skattaglaðir stjórnmálamenn að hafa í huga er þeir líta á fé fyrirtækja sem eigið fé sem þeir geta ráðstafað að vild. Ekki drepa gull gæsina.
---
Jack Ma er meðstofnandi tæknisamsteypunnar Alibaba Group og er alþjóðlegur sendiherra kínverskra viðskipta. Eftir að hafa byggt upp fyrirtæki sitt frá grunni fjárfesti hann í fjölda tækni- og rafrænna viðskiptafyrirtækja, er með hlut í Lazada, YCloset, Tokopedia, Shiji, Intime Retail Group og Ordre.
Bloggar | 6.7.2024 | 12:05 (breytt kl. 13:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 6. júlí 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020