Er til nokkuð sem kallast mannúðlegt stríð?

Í dag eru háð tvö stríð undir vökulum augum heimsbyggarinnar. Bæði skipta máli, því bæði geta leitt til þriðju heimsstyrjaldar ef rangt er haldið á spilum. Eins og staðan er í dag, er líklegra að það sjóði upp úr í Miðausturlöndum en í Úkraínu.

En viðhorfið á Vesturlöndum til þessara styrjöldar virðist vera ólíkt.  Í Úkraínustríðinu eru Úkraínumenn kvattir áfram og beita sem mestu herafli (meiri dauði og tortíming) en í Gaza stríðinu eru Ísraelmenn kvattir til að beita stillingu og takmarka hernaðaraðgerðir. Þetta leiðir hugann að eðli stríða. Er til nokkuð sem kallast mannúðlegt stríð og er hægt að stríða samkvæmt kenningunni um "respond proportionally" (hlutfallsleg viðbrögð)? Rétt eins og Ísraelar eru krafðir um að gera?

Nei, því miður eru stríð ógeðfelldur verknaður, hryllingur í hryllingsmynd. Enginn sem ætlar að sigra, bregðst við hlutfallslega. Sjá má þetta í allsherjarstríði seinni heimsstyrjaldar (og þúsundir ára aftur í tímann) að annar eða báðir stríðsaðilar halda ekkert af sér í stríðsátökunum. Í seinni heimsstyrjöldinni beittu góðu gæjarnir - bandamenn - miskunnarlausar loftárásir á saklausa borgara Þýskalands. Loftárásir dag og nótt í mörg ár og hundruð þúsundir lágu í valinu. Mæli með bíómyndinni um Bomber Harris sem stjórnaði þessari herferð. Æltunin var að opna með þessum loftárásum "vesturvígstöðvar" en þarna var ekki brugðist við "hlutfallslega".

Í austurvegi voru 17 milljónir sovéskra borgara drepnir á móti 9 milljónir hermanna. Allt eytt og allir drepnir í veginum. Sama gerðist er Rauði herinn fór yfir Austur-Evrópu og Þýskaland. Stríð geta aldrei verið mannúðlegt en hægt er að reyna að hafa einhverjar reglur sem nokkurn veginn eru haldnar.

Victor Davis Hanson, klassískur fræðimaður og hernaðarsagnfræðingur, hefur skrifað mikið um eðli stríðs, sérstaklega í verki sínu "Carnage and Culture."

Siðferði og siðferðileg vídd

Victor D. Hanson leggur oft áherslu á að hernaður Vesturlanda snýst ekki bara um grimmt, heldur einnig um siðferðilegar hliðar og talar hér um vestræn lýðræðisríki í þessu samhengi.

Þetta felur í sér:

Réttlát stríðshefð er samkvæmt kenningum vestrænna lýðræðisríkja. Hugmyndin um að stríð ætti að berjast fyrir réttlátar sakir og af hófsemi.

Verndun þeirra sem ekki eru hermenn. Viðleitni til að lágmarka mannfall óbreyttra borgara og hliðartjón. Þetta hafa vestræn lýðræðisríki fylgt eftir en gerðu það ekki að öllu leyti í seinni heimsstyrjöld, sbr. loftárásir Bandamanna á Þýskaland.

Lýðræðisríkin fylgja reglum um þátttöku. Fylgni við settar reglur og samþykktir í hernaði, svo sem Genfarsáttmálana.

Allt þetta gengur upp ef háð er takmarkað stríð en í allsherjarstríðið hverfa allar reglur og hömlur eins og dögg fyrir sólu.

Gagnrýni á nútíma hernaði

Hanson er oft gagnrýninn á nálgun vestrænna nútímasamfélaga á hernaði og bendir til þess að andúð á mannfalli og langvinnum átökum í samtímanum geti leitt til stefnumótandi óákveðni og árangurslausrar hernaðarstefnu. Hann færir rök fyrir hefðbundnari nálgun þar sem skýr markmið og afgerandi aðgerðir eru settar í forgang.

Þrautseigja stríðs

Hanson leggur einnig áherslu á að stríð sé viðvarandi þáttur mannlegrar siðmenningar. Þrátt fyrir framfarir í tækni og breytingar á pólitísku skipulagi er grundvallareðli stríðs stöðugt.

Hanson er á því að mannlegt eðli er alltaf samt við sig. Átök stafa af eðlislægum þáttum mannlegs eðlis, svo sem samkeppni um auðlindir, völd og öryggi.

Þó að tækni og tækni þróast, eru grundvallarreglur stefnumótunar, forystu og mannlegrar hegðunar í stríði stöðugar.

Jafnvel í mannúðlegu stríði Vesturlanda deyr saklaust fólk. Um leið og það sverfur að, hverfur mennskan. Alltaf er annar stríðsaðilinn viljugur að vera miskunarlaus og eira engu. Morðæðið skiptir engu máli, svo fremur sem sigurvegarinn skrifar söguna. Þess vegna vitum við allt um morðæði nasista en ekkert um morðæði kommúnista í seinni heimsstyrjöldinni. 

Í nýjustu bók Victor Davis Hanson, "The End of Everything", fjallar hann um fjögur dæmi um endir menningu með hernaði. Þegar Alexander braut undir sig grísku borgríkin með eyðing Þebu.  Endir Púnverjastríðanna með eyðingu Karþagó borgar og endir þeirrar menningar. Endir Konstanínópel 1453 og endir grískar/hellenskrar menningar og eyðing Asteka menningar sem hernaðarsnillingurinn Hernán Cortés stóð að.

Og Hanson yfirfærir þetta í nýlegu viðtali yfir á nútímann og telur að þetta geti gerst aftur. Aldrei skuli vanmeta harðstjóraranna þegar þeir segjast ælta að gera eitthvað. Til dæmis þegar Xi segist ætla að taka Taívan og jafnvel varpa kjarnorkuvopnasprengjur á Japan í leiðinni, þegar Erdogan hótar að senda her á Ísrael eða senda her á Grikkland eða Armeníu eða Íranir að gereyða Ísrael (væri fimmta dæmið í bók Hanson). Erdógan hótar út og suður, vegna þess að hann veit það það er enginn heima í Hvíta húsinu. Ekkert um þetta í íslenskum fjölmiðlum.

Og það sé algjört andvaraleysi í Washington gagnvart því að Bandaríkin eru á barmi styrjaldar. Stjórnvöld hafi meiri áhyggjur af hluti sem snerta woke menningu en ofurskuldir bandaríska ríkisins upp á 36 billjónir Bandaríkjadollara eða bandaríski herinn skortir 48 þúsund hermenn til að uppfylla árlegan kvóta. Herinn fær ekki nægt fjármagn og skortur er á hergögnum vegna þess að það er ekki framleitt nóg. 

Allir virðast ætla að ná markmiðum sínum áður en Trump kemst til valda. Heilu karavan lestir hælisleitenda eru á leið til Bandaríkjanna, harðstjórarnir hóta eins og það sé enginn morgundagurinn. Bandalög, bæði hernaðarleg og efnahagsleg, eru mynduð gegn Bandaríkjunum. Valdajafnvægið er greinilega úr skorðum þegar skipstjórinn er ekki við stýri.

Endum þetta á klassísum orðum prússneska hershöfðinga Carl von Clausewitz og höfund klassíkrar herfræða og höfund bókarinnar "Um stríð".

"If one side use force without compuncion, that side will force the other to follow suit. Even the most civilized of people can be fired with passionate hatred of each other.

The thesis must be repeated: was is an act of force, and there is no logical limit to the application of that force."

Að lokum, fyrsta fórnarlamb stríðs er sannleikurinn. Það er alltaf logið að almenningi, í öllum stríðum. Víetnam stríðið var undantekning og mistök sem verða ekki endurtekin.



Bloggfærslur 30. júlí 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband