Vance hefur verið á milli tanna demókrata. Leiðtogi demókrata í Öldungadeildinni, Schumer sagði að Trump hefði skotið sig í fótinn með vali á Vance. En er það svo?
Venjulega fer lítið fyrir varaforsetaefnin. Kamala Harris var þar til nýlega varaforsetaefni demókrata og ferill hennar hingað til verið hræðilegur. Hún samkvæmt skoðanakönnunum óvinsælasti varaforseti síðan mælingar hófust 1956. Enginn getur bent á árangur hennar í starfi. Starfsmannavelta hennar er 90% og eina opinbera hlutverk hennar, verndun landamæra Bandaríkjanna fór í vaskinn með 10+ milljóna ólöglegra innflytjenda sem farið hafa yfir landamærin. Schumer ætti að kíkja í eigin barm. En hvað sagði hann? Kíkjum á frétt Foxnews:
"Þetta er ótrúlega slæmur kostur," sagði Schumer. "Ég held að Donald Trump, ég þekki hann, og hann situr líklega og horfir á sjónvarpið, og á hverjum degi, Vance, kemur í ljós að Vance hefur gert eitthvað öfgafyllra, skrítnara, óreglulegra. Vance virðist vera óreglulegri og öfgakenndari. en Trump forseti."
"Og ég þori að veðja að Trump forseti situr þarna og klórar sér í hausnum og veltir fyrir sér: Af hverju valdi ég þennan gaur?" Valið gæti verið eitt það besta sem hann gerði fyrir demókrata," sagði Schumer. Schumer calls on Trump to pick new running mate, claims Vance is 'best thing he's ever done for Democrats'
Hvað var það sem reitti demókrata til reiðis? Vance sagði þetta: "Okkur er í raun stjórnað hér á landi, í gegnum demókrata, í gegnum oligarkana okkar, af hópi barnlausra kattakvenna sem eru ömurlegar í sínu eigin lífi og vali sem þær hafa tekið, og svo vilja þær taka restina af landið og gera líka ömurlegt," sagði Vance fyrir þremur árum og kallaði sérstaklega Harris varaforseta og þingmanninn Alexandria Ocasio-Cortez, D-N.Y., sem hluta af þeim hópi.
Harris greinilega móðgaðist og sagði að Vance yrði "aðeins trúr Trump, ekki landinu okkar og "gúmmístimpill fyrir öfgastefnu [Trumps]."
En kannski var val Trumps ekki svo vitlaust ef litið er á svar hans við ummæli Harris. "Nú, ég sá um daginn að Kamala Harris efaðist um hollustu mína við þetta land. Þetta er orðið sem hún notaði, tryggð. Og það er áhugavert orð. Semper Fi, því það er ekkert meiri merki um óhollustu við þetta land en það sem Kamala Harris hefur gert við suður landamærin, sagði Vance. "Og mig langar að spyrja varaforsetann, hvað hefur hún gert til að efast um hollustu mína við þetta land?"
"Ég þjónaði í bandaríska landgönguliðinu. Ég fór til Íraks fyrir þetta land. Ég byggði upp fyrirtæki fyrir þetta land. Og forseti minn tók byssukúlu fyrir þetta land. Svo spurning mín til Kamala Harris er, hvað í fjandanum hefur þú gert til að efast um hollustu okkar við Bandaríkin?" bætti Vance við. "Og svarið, vinir mínir, er ekkert."
Það er erfitt að átta sig á bandarískri pólitík í dag og sjá hvað gengur upp og hvað ekki. Ummæli og verk til dæmis Nixon, bæði sem varaforsetaefnis og sem forseta, hefðu sent þá beint úr keppni. Það var frægt er Biden á sínum tíma er hann reyndi að vera forseti, var staðinn að lygum um námsferil sinn og helltist úr lestinni fyrir vikið. Samt varð hann áratugum síðar forseti Bandaríkjanna. Held að við lifum á allt öðrum tímum en voru á 20. öld. Allt er látið flakka, hraðinn á upplýsingum er á ljóshraða og atburðarásin svo hröð að ótrúlegt er. Á innan við einn mánuð var skotið á forsetaefni, forseti hætti við forsetaframboð, nýtt forseta- og varaforsetaefni birtust á sjónarsviðið.
Til að svara spurningunni í titli pistilsins, þá er spurningunni ósvarað. Á eftir að koma í ljós.
Bloggar | 29.7.2024 | 22:40 (breytt kl. 22:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Krepppan 2008 var fyrst og fremst fjármálakreppa og ábyrgðin stjórnvalda. Friedman hefði aldrei farið út í að leysa bankanna úr snörunni sem þeir komu sjálfa sig í með hjálp stjórnvalda en viðurkenndi visst inngrip Seðlabankans til að koma í veg fyrir kerfishrun. Sökin var stjórnvalda með meingallaða reglugerð.
Ástæður Friedmans voru margar. Í fyrsta lagi er það hin siðferðileg hætta. Friedman hafði áhyggjur af þeirri siðferðilegu hættu sem skapaðist af björgunaraðgerðum. Þegar bankar og fjármálastofnanir vita að þeim verður bjargað á erfiðleikatímum geta þeir tekið á sig of mikla áhættu sem leiðir til óstöðugleika í fjármálakerfinu. Þetta er vegna þess að tryggingin fyrir björgun dregur úr hvata þeirra til að stjórna áhættu af varfærni.
Í öðru lagi er þetta spurning um markaðsaga. Friedman trúði á mikilvægi markaðsaga, þar sem illa stýrðum bönkum ætti að fá að falla. Þessi bilun skiptir sköpum fyrir eðlilega virkni frjáls markaðskerfis, þar sem það tryggir að aðeins sterkustu og skilvirkustu stofnanirnar lifa af, sem kemur hagkerfinu að lokum til góða.
Í þriðja lagi hefði Friedman sett spurningamerki við ríkisafskiptin 2008. Sem eindreginn talsmaður takmarkaðra ríkisafskipta hélt Friedman því fram að stjórnvöld ættu ekki að hafa afskipti af starfsemi markaðarins, þar á meðal með björgunaraðgerðum. Hann taldi að slík inngrip skekktu náttúrulega kerfi framboðs og eftirspurnar, sem leiðir til óhagkvæmni og langtíma efnahagsvanda.
Friedman setti þetta í sögulegt samhengi. Í kreppunni miklu gagnrýndi Friedman Seðlabankann fyrir að veita bankakerfinu ekki nægjanlegt lausafé, sem hann taldi hafa aukið efnahagshrunið. Hins vegar þýðir þetta ekki að samþykkja björgunaraðgerðir. Hann studdi fremur peningastefnu sem tryggir lausafé í kerfinu án þess að koma stofnunum sem falla í björg til beinna bóta.
Seðlabanki sem lánveitandi er síðasta úrræðið. Friedman viðurkenndi hlutverk seðlabanka sem lánveitanda til þrautavara, en þessu hlutverki ætti að vera vandlega stjórnað til að koma í veg fyrir að skapa ósjálfstæði og ætti að miða að því að viðhalda heildar fjármálastöðugleika frekar en að bjarga einstökum bönkum. Með öðrum orðum að koma í veg fyrir heildarhraun bankakerfis. Hann hefði samþykkt aðgerðir íslenskra stjórnvalda, leyft bönkunum að falla en vegna þess að allir bankarnir féllu, samþykkt að ríkið tæki yfir þá tímabundið. Og það er í lagi að láta lánastofnanir falla, íslenskir sparisjóðir hafa komið og farið sem og fjárfestingabankar.
Í stuttu máli, Milton Friedman var almennt á móti bankabjörgun en leyft takmörkuð afskipti Seðlabankans, lagði áherslu á nauðsyn markaðsaga og varaði við siðferðilegum hættum og óhagkvæmni sem skapast af inngripum stjórnvalda í fjármálageiranum.
P.S. Hvað veldur að hér er engin bankasamkeppni? Eða samkeppni á matvörumarkaði? Eða á tryggingamarkaði? Í skipaflutningum? Í afurðaframleiðslu? Af hverju þróast íslensk samkeppni alltaf í fákeppni með háu verðlagi fyrir neytendur? Er það smæð markaðarins á Íslandi? Frændhyglin? Regluverkið? Íslenska krónan?
Bloggar | 29.7.2024 | 11:15 (breytt kl. 11:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 29. júlí 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020