Mannkynið hefur nánast alltaf haft rangt fyrir sér um samfélagið, lífið og tilveruna. Ef mannkynssagan er rakin aftur til steinaldar, þá má sjá að hugmyndir manna um hvernig heimurinn og maðurinn varð til og hver sé guð eða guðir hefur tekið miklum breytingum. Lítum fyrst á sálfræðina á bakvið ranghugmyndir almennings.
Vitsmunaleg hlutdrægni er ein ástæðana. Fólk er háð fjölmörgum vitrænum hlutdrægni, svo sem staðfestingarhlutdrægni, þar sem það hefur tilhneigingu til að leita að upplýsingum sem staðfesta fyrirliggjandi skoðanir þeirra og hunsa upplýsingar sem stangast á við þær. Þetta getur leitt til útbreiddra ranghugmynda og rangra viðhorfa. Þetta á við um alla tíma.
Skortur á aðgengi að nákvæmum upplýsingum. Ekki hafa allir aðgang að hágæða, nákvæmum upplýsingum. Margir treysta á vinsælar fjölmiðlaheimildir, samfélagsmiðla eða munnmælingum, sem geta stundum dreift rangfærslum eða of einfölduðum frásögnum.
Flækjustig mála spilar hér inn í. Samfélagsleg og hnattræn mál eru oft mjög flókin og margþætt. Einfaldaðar skýringar eru meltanlegri og þar af leiðandi vinsælli, en þær geta verið villandi eða ófullkomnar.
Menntunarmismunur. Breytileiki í menntunarstigi getur haft áhrif á hversu vel fólk skilur og greinir upplýsingar um samfélagið og heiminn. Gagnrýnin hugsun og greiningarfærni, sem skiptir sköpum til að meta flókin viðfangsefni, er kannski ekki jafn þróuð hjá öllum einstaklingum. Þetta var mikið vandamál fyrr á tíð þegar fáir voru menntaðir. Gagnrýnin hugsun er aðeins fáein hundruð ára gömul.
Trú fólks er oft undir áhrifum af tilfinningum þess, persónulegri reynslu og hugmyndafræði. Þessir þættir geta mótað skynjun á þann hátt sem er ekki endilega skynsamlegur eða byggður á sönnunargögnum.
Tökum nú nokkur söguleg dæmi, sem sanna að mannkynið hafi verið úti að aka um grundvallaatriði tilverunnar.
Trúin á flata jörð er ævaforn. Sjá má þetta í goðatrú norrænna manna. Í fornöld og á miðöldum töldu margir menningarheimar að jörðin væri flöt. Þessi trú var smám saman leiðrétt með athugunum og vísindalegum framförum af persónum eins og Pýþagórasi, Aristótelesi og síðar af landkönnuðum eins og Ferdinand Magellan sem sigldi um heiminn. Þessi breyting á skilningi breytti siglingum, könnun og sýn okkar á alheiminn í grundvallaratriðum.
Jarðmiðju hugmyndin hélst í hendur við hugmyndina um flata jörð. Ptólemaíska kerfið, sem setti jörðina í miðju alheimsins, var almennt viðurkennt í meira en árþúsund. Leiðréttingin á þessari hugmynd kom ekki fyrr en á árnýöld. Kópernikus lagði fram sólmiðju líkanið, sem síðar var stutt af sjónaukamælingum Galíleós og lögmálum Keplers um hreyfingu reikistjarna. Þessi hugmyndabreyting umbreytti stjörnufræði, eðlisfræði og almennri hugmynd um stöðu mannkyns í alheiminum.
Nornaveiðar eru tiltölulega nýlegar ranghugmyndir. Á síðmiðöldum og snemma nútímans leiddi útbreidd trú á galdra til ofsókna og aftöku þúsunda manna, aðallega kvenna. Upplýsingahugsun, framfarir í vísindum og lagaumbætur rýrðu smám saman þessar skoðanir, sem leiddi til endaloka nornaveiða. Þessi breyting markaði verulega framfarir í mannréttindum og beitingu skynsemi og sönnunargagna í réttarfari. Grunnurinn var kvennhatur og það að halda konunni niðri í þjóðfélaginu.
Alvarlegustu ranghugmyndirnar snéru að læknisfræðinni. Um aldir ríkti sú trú að heilsa væri stjórnað af jafnvægi fjögurra líkamlegra vessa (blóð, slím, svart gall og gult gall) ríkjandi í læknisfræði. Þróun nútíma læknavísinda, þar á meðal sýklakenningar eftir Louis Pasteur og framfarir í líffærafræði og Þetta leiddi til nútíma lækningaaðferða sem hafa stórbætt heilsugæslu og aukið lífslíkur.
Meiri segja snillingurinn Albert Einstein skildi ekki alveg tilveruna. Hann t.a.m. skildi aldrei skammtafræði til fullnustu. Einstein var einn af frumkvöðlum skammtafræðinnar, en hann hafði verulegar fyrirvara um afleiðingar hennar, sérstaklega hugmyndina um skammtafræði. Frægt er að hann hafi talað um flækju sem "ógnvekjandi aðgerð í fjarlægð" og var óþægilegur með líkindaeðli skammtafræðinnar. Tilraunir hafa síðan staðfest spár skammtafræðinnar, þar með talið flækju (e. entanglement). Kenning Bell og síðari tilraunir hafa sýnt fram á að flækja er raunverulegt fyrirbæri, sem stangast á við skoðanir Einsteins á staðbundnu raunsæi.
Tökum annað dæmi af fimm, hvar Einstein hafði rangt fyrir sér. Stöðugleiki alheimsins. Einstein kynnti heimsfasta (Λ) í jöfnum sínum um almenna afstæðiskenningu til að gera ráð fyrir kyrrstæðum alheimi, sem var ríkjandi skoðun á þeim tíma. Þegar Edwin Hubble uppgötvaði stækkandi alheiminn, henti Einstein heimsfræðilega fastanum og kallaði hann "stærsta klúður" sitt. Hins vegar hefur hugmyndin um heimsfræðilegan fasta verið endurvakin í nútíma heimsfræði til að útskýra myrka orku, dularfullt afl sem knýr hraða útþenslu alheimsins.
Svona hefur mannkynið nánast undantekningalaust haft rangt fyrir sér. Góðu fréttirnar eru að það hefur að lokum séð villurnar og leiðrétt sig....á endanum.
Hverjar eru helstu ranghugmyndir samtímans? Þær virðast snúast um loftslagsmál og líkamsfræði mannsins.
Menn tala um hamfara hlýnun og hafa lagt loftslagstegunduna koltvísýring í einelti. Samt er koltvísýringin nauðsynlegur fyrir ljóstillífun plantna. Án hans væri jörðin eyðimörk. Vísindamenn deila enn um skaða koltvísýring, sum sé, ekki vísindaleg eining um skaðsemina, en samt hafa stjórnmálaöflin tekið upp þá trú, ekki sannaða staðreynd, að það beri að minnka koltvísýring með öllum ráðum, annars fari allt til andskotans á jörðinni. Og almenningur, eins og á öllum tímum, dansa eins og limir eftir höfuðinum.
Önnur er hugmyndin um það séu til fleiri kyn en tvö. Þau séu nánast endalaust, allt eftir skynjun og skilgreiningu hvers einstaklings. Staðreyndin er að það fæðast tvö kyn úr móðurkviði með ólíka líkama og genagerð. Skrýtið að það skuli verið deilt um svona grundvallaratriði í heimi vísinda samtímans. Fólk er velkomið að skilgreina sig eins og það vill, en það eru engin vísindi á bakvið þessar hugmyndir.
Það eflaust hægt að telja upp fleiri ranghugmyndir samtímans, svo sem póstmoderíska ný-marxismann sem nú tröllríður vestræn samfélög og getur endað með skelfingu.
Kannski var kommúnisminn/sósíalisminn alvarlegast ranghugmynd 20. aldar. Afleiðingin var dauði hundruð milljóna manna. Mannkynið leiðrétti sig gagnvart gagnvart fasismann/nasismann en aldrei hefur komið til uppgjör við kommúnismans. Ástæðan er kannski einföld, þegar hann raunsannaði sig sem ranghugmynd í kommúnistaríkjunum, hörfaði hann inn í stofnanir vestrænna háskóla. Þar reyndu vinstri sinnaðir menntamenn að endurskilgreina kommúnískar hugmyndir og til varð ný-marxisminn. Hann tók bólfestu í menntasviði háskólanna og skóla kennismiðir útfærðu þessar hugmyndir upp á menntakerfið. Eftirleikurinn var einfaldur og auðveldur. Kennarar útskrifuðust úr háskólunum með þessar nýju hugmyndir og út í samfélagið með kennslu barna. Snjallt, ekki satt?
Skelfilegast er að fjöldinn lætur teyma sig eins og asna í mörgum málum. Meirihlutinn er ekki alltaf skynsamur né hefur rétt fyrir sér. "En hún snýst nú samt" sagði Galíleó Galílei um spurninguna að hvort jörðin eða sólin snérust um hvor aðra gagnstætt meirihluta álitinu.
Enda þennan pistill á orðum Sókrates sem sagði eitt sinn, "Ég veit að ég veit ekki neitt." Þetta sagði hann þegar menn töldu hann vitrasta allra manna.
Bloggar | 26.7.2024 | 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 26. júlí 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020