Joe Biden lagði inn formlega uppsagnarbréf sitt í sjónvarps ávarpi í vikunni sem hann rétt náði að fara í gegnum en ekki án hnökra. Hann minntist ekki einu orði á hvers vegna hann, eftir að hafa neitað staðfastlega um skeið, ákvað að segja af sér. Kom bara með óljósa yfirlýsingu um að nú sé kominn tími á kynslóðaskipti. Korteri fyrir kosningar?
Biden hafði farið í gegnum allan lýðræðislega ferilinn sem forsetaframbjóðandi þarf að fara í gegnum og vann hann prófkjörið með 14 milljón atkvæðum demókrata.
"Joe Biden kveðst hafa ákveðið að stíga til hliðar sem frambjóðandi Demókrataflokksins til að sameina flokkinn og þjóðina að nýju." segir í veffrétt RÚV. Olli framboð hans sundrungu flokks og þjóðar og hann því sagt af sér? Eða bara sundrungu innan flokksins?
Hið rétt er að flokkselítan ákvað að gera hallabyltingu með stuðningi styrktaraðilum flokksins. Skrúfað var á fjármagn til framboð hans, áhrifamenn flokksins mættu á fundi með honum með þumalskrúfurnar og valkostirnar voru engir. Annað hvort segir þú af þér karlinn, eða við virkjum 25 viðauka stjórnarskránna en samkvæmt honum má ríkisstjórn hans undir forystu varaforseta víkja honum úr embætti vegna sjúkleika eða annarra ástæða sem hamla störf hans.
En Biden ætlar að klára kjörtímabilið og hann var því nauðbeygður til að votta Kamala Harris stuðnings sinn, það hefur verið í hrossakaupunum, annars verði 25. viðaukinn virkaður að undirlagi varaforsetans.
Sumir sem eru góðir í samsæriskenningunum segja að gildra hafi verið lögð með því að láta Biden etja kappi við Trump svona snemma. Eða hreinlega próf. Ef hann félli á prófinu, þá yrði skipt um skipstjóra í brúnni. Biden fór í gegnum kappræðurnar eins og búast mátti við. En skoðanakannirnir í kjölfarið voru afleiddar. Það voru sum sé hvorki kappræðurnar né elliglöpin sem felldu hann, heldur lélegt gengi í skoðanakönnunum. Og hræðsla flokkselítunar við að tapa einnig Fulltrúadeildina og Öldungadeildina með forsetaembættinu var hér mesti áhrifavaldurinn.
Ekki þýðir að lesa íslenska fjölmiðla til að átta sig á stöðunni í dag. Þeir eru áskrifendur að CNN sem kemur með allt aðra útgáfu af veruleikanum en hann er í raun (þeir vitna gjarnan í CNN í umfjöllun sinni).
Samkvæmt íslenskum fjölmiðlum er Kamala Harris, hér eftir Harris, á fljúgandi siglingu í skoðanakönnunum og allur Demókrataflokkurinn dansandi inn í sólarlagið. Hún hafi tryggt sér meirihluta kjörfulltrúa fyrir flokksþingið í ágúst. Snúum okkur að erlendum fjölmiðlum til að finna sannleikann.
Harris hefur enn ekki formlega tryggt sér kjörfulltrúanna þótt reynt sé ólýðræðislega með netkosningu fyrir flokksþingið að tryggja kjör hennar. Ekki er talað um að Harris sé einn óvinsælasti varaforseti síðan skoðanakannanir hófust 1956 né hún hafi dottið strax úr forvali forsetaframbjóðenda kjör Demókrataflokksins á sínum tíma.
Hermann Nökkvi Gunnarsson og Friðjón R. Friðjónsson almannatengill greina í Morgunblaðsviðtali stöðu hennar rétt og benda á að 90% starfsmanna hennar hafi hætt störfum vegna eitraðs vinnuumhverfi: Eitrað vinnuumhverfi í kringum Kamölu rifjað upp
En hvað með gott gengi hennar í skoðanakönnunum samkvæmt íslenskum fjölmiðlum? Leitin hefst á Google (sem er með vinstri slagsíðu) og þar kemur CNN fyrst inn. Þá er betra að flétta aðeins niður. Það er þannig með skoðanakannanir, að hægt er að hanna útkomuna með "réttum" spurningum og úrtaki.
Forbes segir að Trump leiði í flestum skoðanakönnum. "Donald Trump, fyrrverandi forseti, leiðir Kamala Harris varaforseta með þremur eða færri stigum í fjórum könnunum sem teknar voru eftir að Joe Biden forseti féll frá endurkjörsframboði sínu - en fylgir Harris í fimmtu könnuninni." Trump Vs. Harris 2024 Polls: Trump Narrowly Leads In Most Polls After Biden Drops Out
Lítum á vinstri fjölmiðil til samanburðar - Politico: "Harris, allt annað en viss frambjóðandi demókrata til forseta, fékk stuðning 46 prósenta skráðra kjósenda í tilgátu samspili, lægra en 49 prósent Trump en innan skekkjumarka könnunarinnar. Fylgi Trumps er óbreytt miðað við fyrri útgáfur af könnun CNN, en Harris mælist 3 prósentustigum betri en Biden gerði í könnun..." Harris slightly shrinks Bidens margins against Trump in new poll
Draga má þá ályktun að gengi demókrata hefur ekkert breyst með hallarbyltingunni. Nýr og ferskur frambjóðandi fær meðbyr í fjölmiðlum fyrstu daganna en svo eiga kjósendur eftir að heyra í henni. Ekki bara kjósendur demókrata sem höfnuðu henni, heldur einnig almennir kjósendur. Kosningabaráttan er rétt að byrja.
Bloggar | 25.7.2024 | 22:27 (breytt kl. 23:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í vefgrein Vegagerðarinnar sem ber heitið Fólki fjölgar - umferð allra ferðmáta eykst koma fram athyglisverðar upplýsingar. Greinin segir að sama hvað vinstri borgastjórnarfulltrúar reyna að leggja stein í götu vegfaranda, eykst umferðin af einni einfaldri ástæðu, íbúum fjölgar.
"Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um nærri 130 í hverri einustu viku áranna 2022 og 2023. Eða um ríflega 13 þúsund manns þessi tvö ár. Ferðum í bíl eða á annan hátt fjölgaði í takt við það eða um ríflega 42 þúsund ferðir á dag þar af meira en 30 þúsund í bíl, sem ökumaður eða farþegi. Ferðum annara ferðamáta fjölgaði líka á þessu tímabili, sé tekið mið að nýjustu ferðavenjukönnuninni. Aðrir samgöngumátar eru vel nýttir og sérstaklega má sjá aukningu í strætóferðum í þeim mælingum sem til eru."
Góðu fréttirnar eru að margir kjósa að hjóla eða 5%, gangandi er 15%, rafhjól 2% en ekki nema 5% sem kýs að nota strætó. Rest eru bílstjórar eða 58% og 14% eru farþegar.
Vegagerðin dregur skynsamlega ályktun að það er samhengi milli íbúafjölgunar og fjölgun í umferð. "Eins og sjá má af töflunum hér að ofan mætti búast við töluverðri aukningu af umferð á vegum höfuðborgarsvæðisins sem er eingöngu vegna fjölgunar íbúa innan höfuðborgarsvæðisins. Ofan á þessar tölur væri hægt að bæta þeim sem búa í námunda við höfuðborgarsvæðið og svo ferðamenn sem margir hverjir ferðast um landið á bílaleigubíl."
Hverngi á þá að bregðast við? Þvinga frjálsa borgara til að skipta um ferðamáta? Þá erum við ekki lengur frjálsir borgarar sem hafa ferðafrelsi. Eigum við ekki rétt á valkosti?
Getur nemandi sem ætlar úr Vallahverfi, Hafnarfirði, í Borgarholtsskóla, Grafavogi, gengið í skólann? 24 km ferðalag eða hjóla þessa leið í öllum veðrum? Og sömu leið til baka að loknum skóladegi? Nú, segja sósíalistarnir í Reykjavík, nemandi getur bara tekið strætó! Hafa þeir reynt það? Það tekur hátt í 2 klst. að fara aðra leiðina, og þá á eftir að fara til baka! Hvað ef blessaður nemandinn ætlar að hitta ömmu á Seltjarnarnesi?
Þrátt fyrir gríðarlega þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu, er höfuðborgarsvæðið gríðarstórt eða 1.042 km² og fer stækkandi. Til samanburðar eru Færeykjar 1.399 km². Það er gríðarlega erfitt að þvera höfuðborgarsvæðið eins og sjá má af dæminu hér að ofan.
Til samanburðar nær Köln yfir svæði sem er 405,15 ferkílómetrar og íbúar eru 1,108 milljónir. Þar eru samgöngur fjölbreyttar, lestar fara eftir X ásum en strætisvagnar ganga þvert á þessa ása í Y ásum. Rétt eins og rúðustrikað blað. Annað er að hægt er að keyra í kringum borgina eftir hraðbraut og stinga sig inn í hana eftir því hvert maður ætlar að fara. Ekki þarf að þræða sig í gegnum borgina.
Lega Kölnar er allt önnur en höfuðborgarsvæðisins. Hún liggur sitthvorum megin við Rín og á flatlendi og auðvelt að skipta samgöngur í X og Y ása. Hið síðarnefnda liggur á annesjum. Miðbær Reykjavíkur liggur á nesi eins og Seltjarnarnes. Sama á við um Garðabæ/Álftanes og Hafnarfjörð. Hvað þýðir það? Jú, það eru kannski til X ásar en fáir Y ásar. Lítið bara á kort af höfuðborgarsvæðinu og vandinn kemur strax í ljós. Það er því ekki hægt að fara eftir "Pakman" brautum stystu leið.
Ein leið er að byggja brýr eða vegfyllingu mill nesjanna og búa þannig til Y ása. Þannig er jafnvel hægt að búa til hringveg í kringum borgina eins og í Köln (munið eftir brautinni sem átti að liggja eftir græna treflinum?) Sum sé, ofanbyggðarveg að austri en annesjaveg í vestri. Kannski of seint að leggja ofanbyggðaveg í dag vegna byggðar en þó....vegir þurfa ekki alltaf að leggja ofanjarðar.
Eitt er víst, sósíalistarnir hjá Reykjavíkurborg leysa ekki vandann með að taka sér til fyrirmyndar Þránd í götu. Sníða skal stakkinn eftir vexti og helst að sjá fyrir sér stakkinn eftir 50 ár. Ekki alltaf að vera eftir á.
P.S. Guði sé lof, virðast sósíalistarnir vera undir í samgöngum á láði. Reykjavíkurflugvöllur stendur enn keikur síðan 1940.
Bloggar | 25.7.2024 | 09:40 (breytt kl. 11:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 25. júlí 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020