Reykjavíkurborg níðist á minni máttar í húsnæðismálum

Húsnæðisvandi Reykjavíkur hefur verið viðvarandi síðan Reykjavík fékk kaupstaðaréttindi árið 1786 ásamt fimm öðrum stöðum í kjölfar afnáms einokunarverslunar í landinu. Það sem gerði útslagið með að staðurinn varð höfuðstaður Íslands var rekstur Innréttingarinnar og þéttbýlið í kringum fyrsta fyrirtæki Íslands. Annað var að stjórnkerfið leitaði þangað með stofnanir sínar og ágæt fiskimið voru við Faxaflóa. Á nítjándu öld mynduðust þéttar þyrpingar lítilla húsa eða kofa sjómanna í bænum og ekki var aftur snúið.

Allan þennan tíma hefur verið skortur á húsnæði. Lítum aðeins á Wikipedia og sjáum hvað hún segir:

"Bærinn óx smátt og smátt alla 19. öldina og ákveðið var að flytja þangað endurreist Alþingi, auk annarrar stjórnsýslu landsins. Hafnarstæðið þótti lengi ófullnægjandi og 1913 til 1917 var Reykjavíkurhöfn byggð. Borgin óx hratt eftir fyrri heimsstyrjöld og þar bjó um fimmtungur landsmanna árið 1921. Reykjavíkurflugvöllur var reistur af breska setuliðinu í Reykjavík í síðari heimsstyrjöld. Braggahverfi einkenndu borgina lengi eftir stríð. Hitaveita Reykjavíkur var stofnuð 1946 og árið 1970 voru yfir 90% húsa í Reykjavík tengd henni. Þá voru íbúar Reykjavíkur orðnir 40% landsmanna. Á síðari hluta 20. aldar stækkaði borgin hratt með nýjum íbúðahverfum í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi. Húsnæðiskreppa hefur reglulega komið upp í tengslum við fólksfjölgun í borginni, meðal annars á 21. öld."

Sjá slóð: Reykjavík

Við sjáum að bæjarstjórn Reykjavíkur réð ekki við íbúafjölguna eftir seinni heimsstyrjöld. Bæði breski og bandaríski herinn skyldi eftir sig heilu hverfin af bröggum enda hátt í 40 þúsund hermenn voru hér staðsettir þegar mest var á stríðsárunum. Bretar reistu mörg braggahverfi úr forsniðnum bragga einingum sem þeir komu með til Íslands þegar þeir hernámu landið segir Wikipedía og segir að: "Alls risu um 6000 breskir braggar en þegar Bandaríkin tóku við hernáminu þá reistu þeir til viðbótar 1500 bragga. Braggahverfin sem hermenn skildu eftir voru svo um langt skeið notuð sem íbúðarhúsnæði."

Braggar voru staðlaðar byggingar, líkt og nú er verið að bjóða, svo sem "trailer houses" í Bandaríkjunum í dag og fjöldi manna býr í. Hægt var að búa í þeim bæði vetur og sumur en hentuðu ekki til langtíma dvalar. Braggarnir hrörnuðu og fólkið sem bjó í þeim reyndi kannski ekki mikið til að halda þeim sómasamlega við, enda átti þetta að vera til bráðabirgða. Fólkið bláfátækt og barnamargt, sumt ógæfufólk annað bara venjulegt fólk sem vann sína vinnu. Sjá má þetta í kvikmyndinni "Djöflaeyjan".

En bæjarstjórn Reykjavíkur snéri aldrei baki við fólk í neyð. Braggabyggðin var umborin og eitthvað var reynt að gera í málunum. Þar með urðu úthverfi Reykjavíkur til á sjötta áratugnum, sérstaklega Árbær og Breiðholt. 

Sjálfur bjó bloggritari í Blesugróf, sem var eins og þorp og byggðist upp úr 1947 og voru foreldrar hans meðal fyrstu frumbýlinga. Þarna var campur og sá bloggritari leyfar undirstöðurna er hann var ungur að aldri, nú allt horfið. En hverfið var hálf gerður villta vestur bær, húsin byggð einhvern veginn, lítið skipulag og í óþökk stjórnvalda sem þó létu hverfisbúa í friði. Hverfið litla var fjölmennt, hálfgert fátækrahverfi sem þó dafnaði og í dag er það með dýrustu hverfum Reykjavíkur að búa í. Bloggritari varð vitni að uppbyggingu Breiðholts. Íbúar þess komu við í hverfisbúð Blesugrófar á leið sinni í Breiðholt og við byggingu þess. En það er önnur saga.

Reykjavík tókst lengi vel, eftir að stefnan að byggja upp úthverfin í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, og viðhalda sjálfseignastefnu, að halda í við íbúafjölgun. Faðir bloggritara einmitt byggði glæsilegt einbýlishús upp úr 1980 við hlið gamla hússins sem svo var rifið. Það var eins og allir sem gátu vettlingi valdið, hafi farið út í að byggja eigið húsnæði. Verktakar komu hvergi við sögu nema við byggingu blokka.

En svo komu sósíalistar til valda í Reykjavík eftir 2000. Þeir hafa allar götur síðan haft aðra stefnu en sjálfseignastefnu. Þeir hafa leyft verktakanna yfirtaka húsnæðismarkaðinn í Reykjavík og nú reynir varla nokkur maður að byggja eigið húsnæði. Einbýlishúsið, tákn millistéttarinnar og einkaframtaksins, er ekki lengur byggt í Reykjavík.

Og uppbygging og skipulag nýrra hverfa er hin undarlegasta. Vegna úttópu um að búa til þétta byggð í anda evrópskra borga, þar sem gervi strætó sem menn kalla borgarlínu (er bara strætó sem fer eftir einkavegum borgarinnar) nær í fólk og skutlar í vinnu, var farið út í að troða háreistum byggingum á alla græna bletti borgarinnar. Hinn vondi bíll, átti að gera útlægðan.

Svo atgangssamir voru vinstri lingarnir, sem þó boða græna lausnir, að meira segja var reynt að byggja í Laugardal (þeim hefur tekist það að mestu).  Hin græna Reykjavík er að breytast í bandaríska borg, steinsteypu frumskóg háhýsa, þar sem fólk horfir út um gluggann inn í næstu íbúð úr fáeinum metra fjarlægð.

Borgarstjórn vissi alveg að það væri nauðsynlegt að halda áfram byggingu úthverfa, Úlfarárdal sérstaklega, til að halda í við eftirspurnina, en samt var ákveðið að fara í rándýra þéttingu byggða. Eins og allir vita, er mjög dýrt og erfitt að byggja í gróinni byggð (sjá miðborg Reykjavíkur, sem hefur verið undirlögð lokunum í tvo áratugi) en í nýrri byggð. Venjulegt launafólk hefur ekki efni á að kaupa svona dýrt húsnæði né er byggt nógu mikið til að annast eftirspurnina.

En hvað gerir fólk þá sem er úthýst úr Reykjavík? Fyrirtækin, sem Reykjavík leggur mikla fæð á, hafa flúið til Hafnarfjarðar sem er núna mesti iðnaðarbær landsins. Vinstri menn harðánægðir með fá iðnaðarhúsnæði undir nýja íbúðabyggð (hærra útsvar) en gleyma að fyrirtækin eru undirstaða atvinnu fyrir hinu nýju íbúa. 

Reykjavík er ekki lengur iðnaðar- eða fiskibær, heldur tilberi sem sýgur skatta úr landsbyggðinni en leggur ekkert fram sjálf, nema lóðir undir stjórnkerfið. Fólkið hefur leitað til nágrannasveitafélaganna í leit að húsnæði. Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes (að litlu leyti vegna landsskort), en sérstaklega Kópavogur og Hafnarfjörður hafa tekið við fólksfjölgunar sprengunni.

En jafnvel þessi nágrannasveitafélög hafa ekki getið tekið við allan fjöldann og því hefur fólk leitað alla leið til Selfosss, Borganes, Akranes, Suðurnes, Hveragerði og Þorlákshöfn í leit að húsnæði. Reykjanesbær og Árborg hafa tekið við flestum íbúum.

En hvað með það fólk sem fellur milli stafs og hurðar? Þeir sem geta ekki flúið til nágrannasveitafélaganna eða út á landsbyggðina? Nútíma braggabúa sem búa í hjólhýsum? Þeim er sagt að éta það sem úti frýs. Einar borgarstjóri sagði nýverið, farið bara eitthvað allt annað en að vera í Reykjavík, farið á tjaldsvæðin í nágrannasveitarfélögunum. En bara ef það væri svo einfalt. Bloggritari varð vitni að því þegar lögreglan rak hjólhýsafólk um haust eitt, af tjaldsvæði nágrannasveitarfélags. Svo var sett slá fyrir, svo að það væri öruggt að svona fólk komi ekki aftur!  Útlagar og útilegufólk nútímans er hvergi velkomið.  Núverandi borgarstjóri ætti að lesa sögu Reykjavíkur, sem hann nú stjórnar, og hafa meiri samúð.


Bloggfærslur 20. júlí 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband