Trump flutti fyrstu ræðu sína í gærkvöldi síðan morðtilræðið við hann átti sér stað. Mestmegnið snérist ræðan um sættir og sameiningu Bandaríkjamanna. En hann lét andstæðinga sína að mestu í friði. Held að hann hafi aldrei minnst á Joe Biden með nafni. Talaði bara um núverandi stjórn, minntist einu sinni á Nancy Pelosi og það var allt sem hann sagði um andstæðinga sína. Talaði um samstöðu Bandaríkjamanna fyrst og fremst. Morgunblaðið sagði að hann hafi "...talaði fyrir sameiningu í landinu, en gagnrýndi demókrata og núverandi forseta." Sem er rétt en engin nöfn voru nefnd nema Nancy Pelosi.
Svo heldur Morgunblaðið áfram:
"Ekki leið á löngu þangað til Trump varð sjálfum sér samur og gagnrýndi harðlega demókrata í landinu og Joe Biden Bandaríkjaforseta.
Þá rifjaði hann upp gamalt stef um að brögð hefðu verið í tafli í síðustu kosningum, sem hann tapaði fyrir Biden."
Þetta er bara ekki rétt. Bloggritari horfði á alla ræðuna, frá upphafi til enda. Hann sagði "ridiculous election" og ekkert meira, þ.e.a.s. um kosningasvindl. Hann minnist ekkert á Joe Biden, bara á stjórn hans. Nema þetta hafi farið fram hjá bloggritara. En svo sér maður hver heimild Morgunblaðsins er: CNN! Trump talaði fyrir sameiningu í landinu Fjölmiðill sem er búinn að ljúga að bandarískum almenningi í átta ár um Donald Trump og leynt viljandi um ástand Joe Biden. Þvílík heimild.
Er nokkuð viss um að íslenski blaðamaðurinn sem skrifaði þessa frétt hafi ekki horft á ræðuna til enda eða yfir höfuð. Svona starfa íslenskir fjölmiðlar, þeir kanna ekki frumheimilda (sem er ræðan), heldur fara í eftirheimild sem er kannski með annarlegan tilgang.
Joe Biden virðist vera að detta út, hann nýtur engan stuðning flokksmanna sinna, né forystunnar, né fjölmiðla, né styrktaraðila né nokkurs nema fáeina einstaklinga í kringum hann. Talað er um sunnudaginn sem góðan dag til að tilkynna brotthvarf frá framboði.
Athygli vekur að hann virðist ekki ætla að styðja Kamala Harris varaforseta sinn og hvetja til opið prófkjörs. Hún er samt efst á lista þótt óvinsæl sé. Gavin Newscom er hátt á lista og margir aðrir. Ómögulegt að segja hver vill taka við slökknuðum kyndli nema hún.
Bloggar | 19.7.2024 | 11:46 (breytt kl. 13:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 19. júlí 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020