Hugrakkur leiðtogi skapar hugrekka fylgjendur. Það kom í ljós í hinu fræga rallý, þegar Trump var skotinn í höfuðið. Púslið af atburðum dagsins eru að raðast upp en enn vantar margt í myndina.
En það er eitt sem ekki er hægt að gera upp eða þykjast með, en það er hvernig fólk bregðst við þegar það lendir í lífshættu. Það var ekki bara forsetinn fyrrverandi sem var í lífshættu, heldur líka fólkið sem var þarna á samkundunni. Eftir fimm til átta skot, lágu þrír áhorfendur í valinu, einn látinn. Sá látni sýndi ótrúlegt hugrekki, skýldi eiginkonu og dóttir og lést fyrir vikið. Minna er vitað um hina tvo áhorfendurna.
En álitsgjafar vestan hafs hafa haft orð á hversu hugrakkt fólkið var sem lenti í þessum atburði. Enginn panikaðist, engin óðagát, öskur eða læti. Það beygði sig er það heyrði skothríðina en reyndi ekki að hlaupa í burtu í óðagát. Og er forsetinn reis á fætur, og hrópaði berjist, berjist, berjist, hrópaði fólkið á móti USA,USA....!
Þegar leiðtoginn er óhræddur og sýnir hugrekki, eins og Tucker Carlson sagði í viðtali, bregðst fólk rólega við (e. calm). Sjá má þetta í stríðsbyrjun seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar ástandið var sem verst, að þrumuræður Winston Churchill blés eldmóð í hjörtu almennings, ekki bara hinn breska, heldur um alla Evrópu. Það sýndi eldmóð og þolgæði þegar ástandið var sem verst. Leiðtoginn skiptir máli.
Fólk er þreytt á fum og fálm núverandi leiðtoga sem því miður getur ekki komið saman heilli setningu eða tekið heilsteypta ákvörðun. Tek það fram að bloggritari hefur ekkert á móti persónunni Biden. Sem persóna hefur hann eflaust marga frábæra eiginleika, t.d. frábær fjölskyldumaður. En sem forseti er hann því miður ekki hæfur.
Fyrstu viðbrögð bloggritara er hann horfði á vettvanginn í raunmynd (hefur sjálfur tekið þátt í öryggisgæslu þjóðarleiðtoga) að leyniþjónustan bráðst algjörlega þennan dag. Af hverju, er enn deilt um. En nokkrar ástæður hafa verið dregnar fram. Til að mynda skortur á leyniþjónustumönnum á vettvangi, skipulag verndarinnar, jaðar verndarsvæðisins ekki haft a.m.k. 500 metrar en skotmaðurinn skaut af 130 metra færi og enginn skuli hafa verið upp á þakinu til að koma í veg fyrir að skotmaður gæti komið sér þar fyrir.
Viðbrögð lögreglunnar þegar fjöldi áhorfenda hrópaði að það væri maður á þakinu með riffill voru fumkennd og sein. Margra mínútu fyrirvari var áður en skothríðin hófst.
En svo er það fólkið sem verndaði Trump. Í ljós kemur að margar konur voru í leyniþjónustuliðinu, það litlar að þær gátu ekki skýlt höfuð Trumps og viðbrögð sumra þeirra (ekki allra) voru óðagát. Ein þeirra hrópaði, hvað eigum við að gera? Önnur sést skýla sig á bakvið Trump og leyniþjónustumennina í kringum hann og ein gat ekki valdið byssu og sett í hulstur! Leyniskyttan (karlmaður) bráðst við, í stað þess að fyrirbyggja (eflaust hræddur við að vera gerður ábyrgur ef hann mat aðstæður rangt). Skytturnar hafa heimild til að skjóta án þess að biðja um leyfi. Hann hikaði.
Margir álitsgjafar hafa talað um stefnu sem kallast D.E.I. sem einn áhrifavald. Fjölbreytni, jöfnuði og þátttaka er woke stefna sem hefur verið tekin upp í stjórnkerfi Bandaríkjanna. DEI stendur fyrir fjölbreytni, jöfnuð og þátttöku. Sem fræðigrein er DEI sérhver stefna eða venja sem er hönnuð til að láta fólki af ýmsum bakgrunni líða velkomið og tryggja að það fái stuðning til að standa sig sem best á vinnustaðnum! Núverandi forstjóri Leyniþjónustunnar er kona, fyrrverandi yfirmaður öryggisgæslu Pepsi. Stefna hennar er að ráða samkvæmt hugmyndafræði DEI, ekki eftir verðleikum, heldur eftir kyni. Fyrir 2028 eiga 30% leyniþjónustumanna að vera konur! Ekki er spurt um hæfi, bara kyn (húðlit líka). Sjá má þetta í stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart stjórnir fyrirtækja, ákveðið hlutfall þeirra eiga vera konur, sama hversu hæfar þær kunna að reynast.
Af hverju forstjórinn er ekki búinn að segja af sér er óskiljanlegt. Hann (hún) lét ekki sjá sig né tjáði sig fyrstu tvo sólarhringanna og svo er hún birtist, sagðist hún ekki ætla að segja af sér og taka ábyrgð. Eina hlutverk hennar var að vernda skjólstæðing sinn og fyrir guðs lukku var hann ekki drepinn, ekki vegna hæfni leyniþjónustunnar. Ótal öryggissérfræðingar hafa stigið fram og lýst furðu sinni á vankunnáttu leyniþjónstunnar. Einhver hlýtur að bera ábyrgð.
Bloggar | 16.7.2024 | 11:21 (breytt kl. 11:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 16. júlí 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020