Fjölmiðlar í djúpum skít

Fjórða valdið, eins og fjölmiðlar hafa viljað kalla sig, hefur reynst vera handbendi skuggavalds. Frjáls og hlutlaus fjölmiðlun er varla lengur til.  Stóru fjölmiðlarnir, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi eða bara Íslandi, eru ekki að segja fréttir, heldur að flytja áróður.

Áróðurinn getur verið margvíslegur, t.d. í loftslagsmálum, í woke málum eða fjölmiðlarnir eru hreinlega í vasanum á stjórnmálaöflunum og flytja frétta flutning sem hentar stjórnvöldum hverju sinni. RÚV er til að mynda oddviti íslenskra fjölmiðla sem flytja áróður en aðrir fjölmiðlar eru einnig undir áhrifum hagsmunaafla. Wokismi, loftslags hræðsla, Rússa fóbía o.s.frv. er stefnan, en ekki hlutlaus fréttaflutningur.

Í Bandaríkjunum er allt í háa lofti vegna þess að allt í einu "uppgötvuðu" fjölmiðlar að Joe Biden er elliært gamalmenni sem getur varla ratað um svið.  Þetta hefur bloggritari bent á hér á blogginu síðastliðin fjögur ár, að maðurinn er hættulegur heimsfriðnum og hann er haldinn elliglöp.   

Varla er bandaríska fjölmiðlastéttin vanvitar upp til hópa, þannig að það er auðljóst að yfirhylming hefur átt sér stað síðastliðin fjögur ár.

Auðvitað bentu hægri fjölmiðlarnir í landinu, svo sem Foxnews og Maxnews á þessa staðreynd en aðrir hylmdu yfir og voru beinlínis í liði með demókrötum. Þeir sendu annað hvort spurningar fyrirfram eða fengu þær frá Hvíta húsinu. Svo var spunnið vitrænn söguþráður með strengjabrúðunni Joe Biden sem varla getur lesið texta af textavél.  Í dag ætlar hann í fyrsta sinn að vera með opinn blaðamannafund, sjáum hvort hann verði ekki einnig stýrður.

Nýju föt keisarans er það sem fjölmiðlar vilja láta okkur trúa að séu til. En þeir sem vilja, sjá að keisarinn er nakinn. Það er ekki nýtt að auðvelt reynist að plata fjöldann. Við sjáum það í sigurför kommúnismans og nasisismans á 20. öld og dauðann og eyðileggingu sem fylgdi í kjölfarið. En það sé enn hægt, á tímum internetsins, vekur áhyggjur.

Góðu fréttirnar fyrir okkur borgaranna, sem viljum fylgjast með umheiminum án áróðurs ítroðslu, er að frjálsir fjölmiðlamenn eru orðnir áberandi og öflugir á netinu. Svo sem Bill O´Reilly sem er fyrrverandi fréttamaður á Foxnews. Hann segist sjá hlutina eins og þeir eru og lætur bæði hægri og vinstri menn heyra það. Bloggritari fylgist því vel með hvað hann segir en einnig aðra frjálsa fjölmiðlamenn.

Stóru fjölmiðlarisarnir eru búnir að vera, fólk leitar víða um völl að fréttum og traustið, sem var þegar í lágmarkið, er farið. Svo er farið um öll Vesturlönd. Fjórða valdið er dautt.

 


Bloggfærslur 11. júlí 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband