Íslenskt undirbúingsleysi vekur undrun erlendis

Björn Björnsson má eiga það að vekja athygli á andvaraleysi íslenskra stjórnvalda í varnarmálum.

Í síðustu grein sinni segir hann:"Blaðamaðurinn segir að í augum Norðmanns sé ekki aðeins skrýtið að á eyju á miðju Norður-Atlantshafi geri menn sér litla grein fyrir hættunni af stigmögnun stríðs heldur einnig fyrir almennu gildi viðbúnaðar."

Það eru aðeins örfáir menn sem vekja athygli á að "keisarinn er í engum fötum". Bloggritari er á meðal þeirra, Baldur Þórhallson í skrifum sínum sem fræðimaður, sem reyndar afneitaði barninu er hann var í forseta framboði en mun væntanlega taka upp þráðinn síðar, Arnór Sigurjónsson er hann var kominn í öryggi eftirlauna með bók sinni Íslenskur her og Björn Bjarnason sem dómsmálaráðherra.

Allir hafa bent á að hér sé enginn íslenskur her en það virðist það vera algjört tabú eða klikkun að minnast á það sé ekki eðlilegt og að landið liggur berskjaldað á miðju Atlantshafi sem er alveg örugg að verður barist um vegna hernaðarlega mikilvæga staðsetningu þess.

Arnór og Björn hafa fundið aðeins til tevatnsins vegna þess en Baldur alveg sloppið sem og bloggritari (ég er of óþekktur til að það sé tekið mark á mér en samt hef ég skrifað tímamóta greinar í Morgunblaðið um varnarmál).

Það sem við eigum allir sameiginlegt er að við sjáum allir að Ísland er ekki lengur stikkfrítt í næstu stór styrjöld. Við verðum í miðjum átökunum en samt láta íslensk stjórnvöld eins og ekkert sé og fela sig á bakvið pilsfald stóru mömmu í vestrinu. En það er ekkert víst að mamma geti sinnt hirðulausa krakkanum í norðri og vill vera eins og Pétur pan, aldrei að vaxa úr grasi sem sjálfstætt ríki.

Öll Evrópa, já bókstaflega öll, er að undirbúa sig undir erfiða tíma, Kaninn er að efla herafla sinn í Evrópu en litla Ísland gerir ekkert. Jú, það eru skrifaðar skýrslur fyrir Þjóðaröryggisráð Ísland, sem er skipað að mestu fólki sem hefur enga þekkingu á málaflokknum.

Kemur þróunin í Evrópu okkur virkilega ekkert við? Er að minnsta kosti ekki lágmark að tryggja matvælaöryggi landsins? Hvetja borgaranna til að eiga matvæli til þriggja daga eins og dönsk stjórnvöld hafa hvatt til og almenningur hefur tekið alvarlega?

 


Bloggfærslur 1. júlí 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband