Heilabilaður forseti hættir á þriðju heimsstyrjöld og borgarastyrjöld

Það eru alveg ótrúlegar fréttir sem berast úr Hvíta húsinu. Maður sem enginn efast um að er orðinn elliær (um 70% Bandaríkjamanna segja það í skoðanakönnunum) er að gera mikinn ursla. Samt ætla 40%+ að kjósa þennan mann í næstu forsetakosningu! Maðurinn er með aðra hendina á kjarnorku boltanum sem fylgir honum hvert skref. Getur slíkur maður tekið upplýsta/rökræna ákvörðun á ögurstundu?

Í fyrsta lagi er hætta á stórfelldum innanlands átökum ef svo fer að Trump verði á endanum dæmdur í fangelsi og honum meinaður þátttöku í forsetakosningunum. Hægri menn - repúblikanar - hafa sýnt mikla þolinmæði gagnvart vígvægðingu dómskerfisins gagnvart forsetaframbjóðanda þeirra sem skorar hærra í öllum skoðanakönnunum en frambjóðandi demókrata. Ef maður sem er auðljóslega ekki hæfur í embætti og ætti heima á elliheimili í umsjá hjúkrunarfólks, verður áfram forseti, verður allt vitlaust. Svona auðljós kosningaafskipti með lögsóknum gegn forseta frambjóðanda hefur aldrei áður verið leyft í sögu Bandaríkjanna.

Hinn hættan er hættan gegn heimsfriðinum og upphaf að þriðju heimsstyrjöld. Kolvitlaus klíka í kringum Joe Biden (hann veit ekki hvort það er dagur eða nótt og ræður engu), er að magna upp Úkraínu stríðið. Engar áætlanir um hvað gerist ef Úkraína vinnur eða tapar. Nú er Biden stjórnin búin að leyfa eldflauga árásir með NATÓ vopn á Rússland! Já, þetta er rétt lesið. "Eruð þið alfarið gengin af göflunun?" spyr Pútín. Pútín segir að nú hafi Vesturlöndin misreiknað sig illilega og ýjar að hefndum – „Eruð þið alfarið gengin af göflunum?“

Sagan kennir okkur að Rússar hafa aldrei skeytt um mannfall og þeir eru tilbúnir í alls herjar styrjöld ef með þarf. 500 ára saga hefur kennt okkur það. Ef góður leiðtogi kemst til valda í Bandaríkjunum má með samningaviðræðum endurheimta land í Úkraínu og jafnvel að búa til stuðpúða með tveimur sjálfstjórnarsvæðum í Donbass. Vesturlönd hafa allt að vinna og fáu að tapa enda með tapstöðu á vígvellinum.

Ekki er stefna Íslands gagnvart Rússland eitthvað gáfulegri. Íslenskur diplómat segir um mikil mistök að ræða hjá óhæfum utanríkisráðherra að skipta sér af stríðinu í Úkraínu og hann er greinilega sammála bloggritara um að smáþjóð á að láta lítið fyrir sig fara í stórvelda pólitíkinni. Ekki beina reiði eða athygli annars stórveldisins að henni. 

„Hroka­full af­staða“ að skil­yrða stuðning við Úkraínu segir hrokafullur varnarmálaráðherra, afsakið, utanríkismálaráðherra Íslands. Rífur kjaft opinberlega við nýkjörinn forseta með ekkert á bakvið sig.

Hún ætti að einbeita sér að vörnum Íslands, ekki annarra þjóða. Það væri best gert með að koma upp varnarsveitir til varnar landi og þjóð.  Það eru til fjórir milljarðar á ári í fjögur ár til að fjármagna stríð Úkraínumanna. Fyrir fjóra milljarða á ári væri hægt að fjármagna auðveldlega heimavarnarlið eða öryggissveitir á stærð við undirfylki (200-240 manns). Eða veita meira fé í Landhelgisgæsluna sem getur ekki einu sinni rekið sómasamlega eina eftirlitsflugvél, hefur eitt varðskip og eitt dráttarskip til umráða.

Íslandi stefnt í óþarfa hættu


Bloggfærslur 6. júní 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband