Leiðtogar breyta gangi sögunnar, til góðs eða ills. Aðrir eru bara embættismenn sem eru kostnir í starf furstans. Nigel Farage er einn af þeim sem er leiðtogi og nú þegar hann hefur tilkynnt að hann ætli að vera formaður Reform UK sem er stjórnmálaflokkur sem er byggður á eldri flokki hans, hefur það valdið miklum skjálfta í breskri pólitík, en stutt er til næstu kosninga í landinu.
Íhaldsflokknum er spáð miklu fylgistapi en Verkamannaflokknum stórsigri. Talið er að Farage muni taka töluvert fylgi af Íhaldsmönnum en hann sjálfur segist muni taka einnig fylgi af Verkamannaflokknum.
Farage minnir svolítið á Sigmund Davíð og flokk hans, Miðflokkinn. Hann er með svipaða stefnu sem er byggð á "real politik! að hætti Helmut Smith. Báðir segast ekki vera nein staðar á litrófinu, þótt Miðflokkurinn er kenndur við miðjuna. Raunsæispólitík er reyndar yfirleitt einhvers staðar á miðjunni.
Stjórnmálin á Vesturlöndum hafa sýnt að gamlar hugsjónir, til vinstri eða hægri, eru úreldar, því flokkarnir fara ekki eftir stefnuskrám sínum. Það þarf ekki nema að líta á VG og raunstefnu þeirra gagnvart NATÓ og Sjálftæðisflokkinn sem hefur viðhaldið hæstu skattastigi á byggðu bóli og opin landamæri. Og Framsóknarflokkurinn sem á að verja bændur og vera á miðjunni, gerir ekki neitt, í bókstaflegri merkingu.
En hér er ætlunin að fjalla um Farage. Í næstum þrjá áratugi hefur Nigel Farage verið andlit evrópska efahyggjunnar í Bretlandi. Hann barðist fyrir Brexit sem leiðtogi UKIP og hélt síðan áfram að leiða Brexit flokkinn og nú Reform UK. Hann hefur farið á milli stjórnmála- og fjölmiðlahlutverka og á milli stjórnmálaflokka á ferlinum. Alls staðar hefur hann valdið miklum "ursla" og breytt gangi mála.
Farage var heiðursforseti Reform UK frá 2021 til 2024 þar til hann tilkynnti í vikunni að hann ætlar að vera formaður flokksins. Hann er kynnir á GB News og frambjóðandi fyrir þingkjördæmið Clacton en hann hélt fyrsta framboðsfund sinnar þar í gær. Hann starfaði sem þingmaður Evrópuþingsins (MEP) fyrir Suðaustur-England frá 1999 þar til Bretland gekk úr Evrópusambandinu árið 2020. Hann var andlit Brexit í Bretlandi og umheimsins og e.t.v. átti hann mestan þátt í brotthvarfinu.
Það sem er einstak við Farage, eru tengsl hans við Donald Trump en hann var á leið til Bandaríkjanna til að hjálpa Trump í hans kosningabaráttu þegar þessi skyndileg sinnaskipti áttu sér stað hjá honum. Hann hefur sennilega séð sóknartækifæri í lélegri stöðu Íhaldsflokksins til að komast til valda.
Eitt af því sem einkennir góðan leiðtoga, er persónuljómi og frábær ræðumennska. Hann hefur hvoru tveggja. Líkt og Trump kemur hann úr viðskiptalífinu, þar sem raunveruleikinn - staðreyndir skipta meira máli við rekstur fyrirtækja en einhverjar hugmyndir og báðir hafa yfirfært þetta yfir á pólitíkina með góðum árangri.
Nigel sagði eitt sinn: "Við höfum barist fyrir lýðræði. Lýðræði skipti máli áður fyrr. Við lítum nú á það með fyrirlitningu. Við höfum snúið baki við gildum sem við höfum byggt upp í mörg hundruð ár, í þágu stjórnmálamanna í Evrópu. Fyrir mér er það hörmulegt."
Farage var eins og Cato forðum í Róm, sem vildi eyða Karþagó, en Farage ESB: Ceterum (autem) censeo Carthaginem esse delendam ("Ennfremur tel ég að Karþagó þurfi að eyða."). En Farage sagðist vilja Brexit og endaði oft mál sitt á þá vegu.
Hér er kveðjuræða Farage á Evrópuþinginu þar sem hann átti marga slagi við frjálslynda Evrópusinna.
Hér segir Farage þingheimi til syndana í frægri ræðu. "Þið eruð ónytjungar sem hafa ekki gert handtak á ævinni":
Bloggar | 5.6.2024 | 09:54 (breytt kl. 16:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 5. júní 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020