Peningar sem ekki eru til eyddir í gæluverkefni

Vegakerfi Íslands hefur batnað í gegnum tíðina en enn er langt í land með að það sé í viðunandi ástandi. Það skortir fjármagn þrátt fyrir að skattar af bílum séu háir. Svo háir eru þeir að ríkið tekur helminginn og meira til sín en látið er í vegakerfið. Bíla skattar eru mjólkurkýr ríkiskassann sem er alltaf tómur. Skattarnir fara í alls kyns gælu verkefni eins og nýja Mannréttindastofnun Íslands sem við höfum ekki efni á né ríkisóperu, svo dæmi séu tekin.

Enn er rifist um Ölfusárbrú sem á að kosta 8 milljarða en mun kosta á endum mun meira. Jón Gunnarsson benti réttilega á að hægt væri að byggja látlausa brú fyrir 3 milljarða. En er hlustað á hann?  Nú er verið að tala um jarðgöng undir Miklubraut til að létta undir umferð á höfuðborgarsvæðinu. Ekki vitlaus hugmynd ef umferð verður leyfð áfram á yfirborðinu og ekki byggð hús í staðinn. Nei, umferðin á að fara neðanjarðar til að skapa meira byggingaland og gjaldþrota borgin fær aura í tóman borgarsjóð.

Fáum við fleiri akreinar úr þessu? Nei! Í frétt RÚV segir: "Útfærslan sem EFLA mælir með eru 2,8 kílómetra löng jarðgöng, raunar tvö samsíða göng með tveimur akreinum, sitt í hvora áttina, undir Miklubraut frá Skeifunni að Snorrabraut til móts við Landspítala." Með öðrum orðum, sama umferðateppan og áður verður til staðar.

Fossvogsbrúin á að kosta 7+ milljarða og vera aðeins fyrir strætó sem gengur á 15 mínútna fresti. Einnig fyrir gangandi og hjólandi umferð. Brúin er snilldarhugmynd ef hún væri líka fyrir bílaumferð. Af hverju á hún kosta svona mikið? Einföld hönnun ekki í boði?

Eru Íslendingar bjánar í vegamálum (og fjármálum?). Þurfum við ekki að fara að ráða Færeyinga til að sjá um vegakerfi Íslands? 

 

Enn verið að semja um Ölfusárbrú


Bloggfærslur 30. júní 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband