Vegakerfi Íslands hefur batnað í gegnum tíðina en enn er langt í land með að það sé í viðunandi ástandi. Það skortir fjármagn þrátt fyrir að skattar af bílum séu háir. Svo háir eru þeir að ríkið tekur helminginn og meira til sín en látið er í vegakerfið. Bíla skattar eru mjólkurkýr ríkiskassann sem er alltaf tómur. Skattarnir fara í alls kyns gælu verkefni eins og nýja Mannréttindastofnun Íslands sem við höfum ekki efni á né ríkisóperu, svo dæmi séu tekin.
Enn er rifist um Ölfusárbrú sem á að kosta 8 milljarða en mun kosta á endum mun meira. Jón Gunnarsson benti réttilega á að hægt væri að byggja látlausa brú fyrir 3 milljarða. En er hlustað á hann? Nú er verið að tala um jarðgöng undir Miklubraut til að létta undir umferð á höfuðborgarsvæðinu. Ekki vitlaus hugmynd ef umferð verður leyfð áfram á yfirborðinu og ekki byggð hús í staðinn. Nei, umferðin á að fara neðanjarðar til að skapa meira byggingaland og gjaldþrota borgin fær aura í tóman borgarsjóð.
Fáum við fleiri akreinar úr þessu? Nei! Í frétt RÚV segir: "Útfærslan sem EFLA mælir með eru 2,8 kílómetra löng jarðgöng, raunar tvö samsíða göng með tveimur akreinum, sitt í hvora áttina, undir Miklubraut frá Skeifunni að Snorrabraut til móts við Landspítala." Með öðrum orðum, sama umferðateppan og áður verður til staðar.
Fossvogsbrúin á að kosta 7+ milljarða og vera aðeins fyrir strætó sem gengur á 15 mínútna fresti. Einnig fyrir gangandi og hjólandi umferð. Brúin er snilldarhugmynd ef hún væri líka fyrir bílaumferð. Af hverju á hún kosta svona mikið? Einföld hönnun ekki í boði?
Eru Íslendingar bjánar í vegamálum (og fjármálum?). Þurfum við ekki að fara að ráða Færeyinga til að sjá um vegakerfi Íslands?
Enn verið að semja um Ölfusárbrú
Bloggar | 30.6.2024 | 10:19 (breytt kl. 13:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 30. júní 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020