Launahækkanir hafi kynt undir verðbólgu?

Er það ekki gegnum gangandi að það er verið að hengja bakarann fyrir smiðinn?  "Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, seg­ir að mikl­ar launa­hækk­an­ir að und­an­förnu hafi kynt und­ir verðbólg­unni í land­inu, sem nú stend­ur í 6,2%." Launahækkanir hafi kynt undir verðbólgu

Gott og vel, launahækkanir hafa áhrif á verðbólgu, svo eru verðhækkanir á innfluttri vöru og aðrir áhrifaþættir. Ekki er hægt að taka einn þátt út úr sviga eins og vinsælt er hjá stjórnmálamönnum, ekki mér að kenna, ég var gera eitthvað allt annað en að vinna vinnu mína! 

Af hverju biður fólk um launahækkun? Jú, hækkandi verðlag minnkar kaupmátt fólks. Afleiðing en ekki orsök. Orsakirnar eru of mikið peningamagn í umferð (eyðsla ríkisins), ósanngjörn skattlagning, röng lagasetning, utanaðkomandi verðbólguvaldar, svo sem hækkun á aðföngum erlendis frá og vaxtastefna Seðlabanka Íslands.

En hver er þáttur íslenska ríkisins í viðvarandi verðbólgu sem og Seðlabanka Íslands? Hann er mesti áhrifavaldurinn í verðbólgunni. Ríkið safnar skuldir eins og það er enginn morgundagurinn. Skiptir engu máli hvort það eru samdráttartímar eins og í covid faraldrinum eða uppgangstímar eins og eru núna.  Þetta er handónýtri ríkisstjórn að kenna, með skuldasöfnun og illri efnahagsstjórnun, svo sem rangri skattlagningastefnu og lagagerð.

Ekki er Seðlabankinn betri, hann er búinn að eyðileggja húsnæðismarkaðinn, en samt er vaxtastiginu haldið upp úr öllu valdi. Hann hreinlega býr til auka verðbólgu með vaxtastefnu sinni. Ekki sér fyrir endan á verðhækkunum á húsnæði. Stýrisvaxta hækkanir eru hrossalækningar, plástur á meiðslin en ekki lækning á orsök.

Eins og Friedman lagði áherslu á, úr því að bloggritari er byrjaður að vitna í hann: "...er verðbólga gamall sjúkdómur. Við höfum þúsund ára reynslu af því. Og hann segir: "Eina lækningin við verðbólga er að draga úr hraðanum sem eru vaxandi heildarútgjöld." Þessi lækning felur í sér tímabundna aukaverkun", eins og Friedman sagði: "Það er engin leið til að hægja á verðbólgu sem mun ekki fela í sér tímabundið aukið atvinnuleysi, og tímabundna lækkun á vexti framleiðslunnar. En þessi kostnaður verður mun minni en kostnaðurinn sem verður en ef verðbólgubálið er leyft að geisa áfram óáreitt."

Milton Friedman sagði eitt sinn: „Verðbólga er alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri, í þeim skilningi að hún er hraðari aukningu á magni peninga en framleiðslan sjálf. Auðvitað vitum við öll að forgangsröðun í útgjöldum ríkisins er drifkraftur peningamagnsins og að undanförnu hefur ríkið verið að eyða miklu. Svo hvað þýðir það fyrir bandarísku þjóðina? Í þessum þætti ræðum við um grunnatriði verðbólgu, hvað það þýðir fyrir vasabókina þína, bensíntankinn þinn og matvörureikninginn þinn. Þessi þáttur sýnir hvað gerist þegar of margir dollarar elta of fáar vörur." The Real Story Behind Inflation

En það eru ekki allir sammála Friedman. Kíkjum á mótrök andstæðings hans, Blair Fix. "Á sjöunda áratugnum lýsti Friedman því yfir að verðbólga væri „alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri“ - vandamál við að prenta of mikið af peningum. Síðan þá, hvenær sem verðbólga rís upp, geturðu treyst á að einhver endurvekji draug Friedmans og kennir stjórnvöldum um að eyða of miklu. Bara ef verðbólgan væri svona einföld."

Blair Fix heldur áfram: "Eins og mikið af hagfræðikenningum hans virðist hugsun Friedmans trúverðug við fyrstu sýn. Verðbólga er almenn verðhækkun. Og þar sem verð er ekkert annað en skipti á peningum þýðir meiri peningar í umferð að verð verður að hækka. Þess vegna er verðbólga "alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri.

Því miður fellur þessi hugsun í sundur við nánari skoðun. Vandamálið er að líta á verðbólgu sem samræmda verðhækkun. Það er fræðilega þægilegt, en reynslufræðilega rangt. Í hinum raunverulega heimi er verðbólga mjög mismunandi. Á sama tíma og verð á eplum hækkar um 5% gæti verð á bílum vaxið um 50% og verð á fötum gæti lækkað um 20%."

The Truth About Inflation: Why Milton Friedman Was Wrong, Again

Samt getur Fix ekki alveg afneitað kenningu Friedman. Hann fer í verðbólgukenningu Friedman og segir: "Aftur að verðbólgukenningu Miltons Friedmans. Líkt og góður nýklassískur hagfræðingur, byggir Friedman kenningu sína á bókhaldslegri sjálfsmynd — sú sem tengir peningamagn M við meðalverðlag P:

Í þessari sjálfsmynd er V „hraði peninga“ - hlutfallið sem peningar skipta um hendur. Og T er vísitala „raungildis“ allra viðskipta.

Það skemmtilega við þessa bókhaldsauðkenni er að þau eru sönn samkvæmt skilgreiningu. Þannig að ef þú tengir kenningu um verðbólgu við hana, munu "spár" þínar alltaf virka. Vandamálið, sem gagnrýnendur benda á, er að þessi sjálfsmynd segir okkur ekkert um orsakasamhengi. Það gæti verið að prentun of mikið af peningum valdi verðhækkunum. Eða það gæti verið að hækkandi verð fái fólk til að taka lán (og þar með "skapa") meiri peninga."

Blair Fix minnir þarna á hælbít sem reynir að bíta fórnarlambið, nær gripi, missir það og viðurkennir um leið að það hlaupi of hratt og er útsmognari en hann!

Eftir höfuðinu dansa limirnir. Höfuðið er ríkisstjórnin og stjórnkerfið (Seðlabanki þar með með talinn). Limirnir eru einstaklingarnir og fyrirtækin. Þetta er algjörlega í höndum ríkisins hvernig verðbólgan þróast. Öll tólin og tækin í höndum þess.  Milton Friedman sagði ekkert um (ekki frekar en ég) að eyðsla einstaklinga og fyrirtækja hefðu engin áhrif en bendir á ríkisvaldið sem aðalsökudólg.

Það þarf ekki annað en að líta til Bandaríkjanna í dag og sjá óráðsíu stjórnar Joe Bidens að kenning Friedman er í fullu gildi. Prentvélar ríkisins er rauðglóandi við að prenta út pening í alls kyns vitleysis verkefni og hafa ekki undan. Og þvílík skuldasöfnun (slær íslenska ríkinu við), 1 trilljón (íslenska: billjón) Bandaríkjadollarar bætast við skuldahítið á 100 daga fresti!!! Er nokkur furða að verðbólga geysar í ríkinu, fólk á ekki fyrir mat né getur haldið heimili.

En hvert er æskilegt verðbólgustig? Þessi stefna, einnig þekkt sem Friedman reglan, felur í sér ákjósanlegan verðbólguhraða sem er neikvæður og jafngildi raunvaxta. Ef langtímaraunvextir liggja t.d. á milli 2 og 4%, myndi ákjósanlegur verðbólga sem þessi flokkur líkön spáir fyrir liggja á milli -2 og -4%.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Blair Fix geta kennt öllum öðrum en ríkinu um efnahagsástand ríkisins, þau eru bara að hengja bakarann fyrir smiðinn!


Bloggfærslur 22. júní 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband