Hugleiðingar fyrir hálf sósíalíska ríkið Ísland út frá Íslandsför Milton Friedman 1984

Íslendingar hafa þá ímynd að Ísland sé lýðræðisríki með frjálst hagkerfi. Raunin hefur verið sú að hér hefur verið rekið blandað hagkerfi framan af síðan lýðveldisstofnun.

Ríkisafskipti af hagkerfinu fyrstu áratugi eftir stríð voru lamandi. Hver man eftir skömmtunarkerfið sem komið var hér á? 

Á vísindavefnum er grein er heitir Hvað voru skömmtunarárin? Þar segir: "Skömmtunarárin voru ár gjaldeyrishafta sem leiddu af sér víðtækar skammtanir á ýmsum innfluttum nauðsynjavörum eins og matvælum, fatnaði og byggingarvörum. Þau náðu hámarki í tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-1949."

Íslendingar fóru sum sé sömu leið og Bretar, enda vinstri sósíalistar öflugir í báðum löndum að skammta og stjórna.

Hið kapitalíska hagkerfi fékk ekki vaxtarfrið vegna mikilla ríkisafskipta og það var ekki fyrr en Margaret Thatcher komst til valda að breyting varð á.  Hér á Íslandi höfum við aldrei fengið ígildis Ronald Reagan eða Margaret Thatcher og því tók það lengri tíma fyrir Íslendinga að vaxa og dafna. Davíð Oddson var þó líkur þeim að nokkru leyti. Enn eru ríkisafskiptin yfirþyrmandi og ríkisfyrirtækin eru enn til. Samanber ÁTVR og RÚV. Hér eru það lög og reglugerðir sem allt er að drepa, ekki beint ríkisfyrirtæki eða skömmtunarkerfi.

Síðar í greininni segir: "Skömmtunarárin voru ár gjaldeyrishafta sem leiddu af sér víðtækar skammtanir á ýmsum innfluttum nauðsynjavörum eins og matvælum, fatnaði og byggingarvörum. Þau náðu hámarki í tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-1949."  Þetta leiddi til spillingar og heftun á einkaframtakinu. Skömmtunarkerfið leiddi af sér hamstur, svartmarkaðsbrask, bakdyraverslun og önnur vandræði sem lyktuðu af spillingu. "Vöruskammtanir voru víðtækar og naumar. Langar biðraðir fyrir utan verslanir voru algeng sjón og fólk stóð jafnvel næturlangt í von um að krækja sér í skópar." Minnir þetta ekki á illræmdu biðraðir kommúnistaríkjanna?   

Ronald Reagan sagði eitt sinn brandara um Sovétborgarann:

Í Sovét-Rússlandi fer maður að kaupa sér bíl... Hann fer að eigandanum og biður um bíl sem eigandinn svarar:

"Þú veist að það er 10 ára biðlisti?"

Maðurinn svarar svo: "Allt í lagi," og eftir nokkurn tíma samþykkti hann að kaupa bíl.

Svo hann borgar fyrir bílinn fyrirfram og rétt áður en hann fer spyr hann eigandann:

"Get ég sótt bílinn um morguninn eða síðdegis?"

"Það eru 10 ár í það, hvaða máli skiptir það?"

"Pípulagningarmaðurinn kemur um fyrramálið."

Þetta sýnir skilvirknina í sósíalísku ríki en ríkið skapar aldrei neitt í sjálfu sér. Það getur leitt til sköpun með því að flækjast ekki fyrir sprotafyrirtækjum og minnka reglugerðarfargann.  Leyft einstaklingum og fyrirtækjum að blómstra. 

Einstaklingurinn og fyrirtækið eru ekki mjólkurkýr sem hægt er að blóðmjólka að vild eins og skattaglaðir Alþingismenn halda. Ok. Okkur vantar pening (vegna þess að við stjórnum landinu illa og eyðum efnum fram), kúgum fólkið í landinu með hærri skatta!  Verðbólga? Ekki okkur að kenna segja þingmennirnir, allt Seðlabankanum að kenna!

Það eru ekki margir sem muna eftir að Milton Friedman kom til Íslands 1984. Kíkjum fyrst á efnahagshugmyndir hans áður en við lítum á Íslandsför hans.

Milton Friedman, í bók sinni "Monetary History of the United States", hélt því fram að kreppan mikla væri fyrst og fremst af völdum vanrækslu peningayfirvalda eins og seðlabanka Bandaríkjanna, sem gerðu ekki nóg til að vinna gegn venjulegu fjármálaáfalli og bankahrun með því að auka peningamagnið. Almenn sýn hans er að takmarka á hlutverki stjórnvalda, skattalækkanir, lága verðbólgu, afnám hafta, einkavæðingu og ávinning af frjálsum markaði leiddu til viðbragða gegn keynesisma.

Ronald Reagan, Margaret Thatcher og Donald Trump (og Davíð Oddson  að nokkru leyti, hefði mátt fara lengra) hafa fylgt fordæmi hans varðandi skattalækkanir og afnám reglugerðafarganið og lítil ríkisafskipti. Efnahagurinn blómstraði hjá þeim öllum.

Friedman heimsótti Ísland árið 1984 og tók þátt í líflegum sjónvarpsumræðum með fremstu sósíalistum Íslands. Hann veitti innblástur fyrir kynslóð ungra íhaldssamra menntamanna á Íslandi sem komust til valda árið 1991 fyrir tilstilli Sjálfstæðisflokksins og hafa stýrt ríkisstjórninni í gegnum mismunandi stjórnarsamstarf síðan þá.

Undir stjórn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og beinlínis innblásin af Milton Friedman innleiða þeir róttæka (en nú kunnuglega) áætlun um einkavæðingu, skattalækkanir, lækkun útgjalda og halla, verðbólgueftirlit og verðbólgumarkmið, sjálfstæði seðlabanka, frjáls viðskipti og sveigjanleika í gengi. Fyrirtækjaskattar voru lækkaðir úr 50% hlutfalli niður í 18%. Einkavæðing og afnám hafta var knúin beint í gegnum forsætisráðuneytið og stóru bankarnir voru einkavæddir snemma á þessum áratug.

Í fyrstu virtist stefnan hafa skilað miklum árangri. Hagkerfið óx með miklum hraða og jókst þar til Ísland náði einni hæstu landsframleiðslu á mann í heiminum. Árið 2007 var það einnig í efsta sæti fyrir mannþróunarvísitölu SÞ.

Ísland fór upp í tíu efstu sætin í vísitölum um efnahagslegt frelsi sem Fraser-stofnunin og Heritage Foundation hafa hannað. Það var lofað af íhaldssama Cato Institute fyrir flata skatta, einkavæðingu og efnahagslegt frelsi - og Naomi Klein var gagnrýnd fyrir að nefna það ekki (ásamt Írlandi, Eistlandi og Ástralíu) sem dæmi um árangur Friedmantískrar efnahagsstefnu.

Íslenskir bankar og fyrirtæki, með stuðningi ríkisstjórnar sinna, stækkuðu ótrúlega erlendis, einkum í Bretlandi og Hollandi. Bankaiðnaðurinn og einkafyrirtæki blómstruðu og skapaði fjölda milljarðamæringa á eyjunni.

Svo hrundi þetta allt saman 2008. Af hverju? Ekki vegna efnahagsstefnu Friedmans sem sagði að hlutverk ríkisins væri að veita lög og reglur sem gilda jafnt fyrir alla. Hann talaði aldrei um lögleysu eða engar reglur eða bankar yrðu rændir innan frá eins og tilfellið var um Ísland.

Íslenska spillingin spilaði stærstu rullu í fallinu. Einkavinavæðingin, frændhyglin, fámennið og ítök fjárglæframanna inn á Alþingi skipti hér öllu máli.  Lykilatriðið í hruninu var hvernig staðið var að sölu íslensku bankanna og spilling eigenda bankanna sem notuðu þá sem fjárfestingabanka en ekki útlánsbanka.  Fjárfestingar þeirra voru arfavitlausar og dró að lokum bankana niður í svaðið og þar með hagkerfi Íslands. 

Hér er Milton Friedman í umræðuþætti Boga Ágústssonar hjá ríkisstofnunni RÚV árið 1984 í rökræðum við þrjá íslenska prófessorar, Ólafur Ragnar Grímsson þar á meðal, og tekur þá í bakaríið! Hann lét ekki slá sig af laginu enda Nóbel verðlaunahafi og leiðrétti staðhæfingar prófessoranna án hiks. Að lokum gátu þeir ekki gagnrýnt neitt nema hátt miðaverð á fyrirlestur hans!

 

Í lok umræðunnar kvörtuðu íslensku prófessorarnir yfir að þurfa að borga inn á fyrirlestur Friedman. Ólafur Ragnar: "Það er 50 ára hefð fyrir að fyrirlestrar á vegum Háskóla Íslands séu ókeypis!" Annar, Stefán Ólafsson, sagðist ekki hafa efni á að mæta á fyrirlesturinn (1200 kr sem er á verðlagi dagsins í dag 18,500 kr).  En þá svaraði Milton Friedman: "Það er ekkert til sem kallast ókeypis fyrirlestur. Orðið ókeypis er ofnotað hugtak. Það þarf að borga fyrir salinn, útbúa aðstöðuna, borga fyrir kostnaði við komu fyrirlesarans o.s.frv. Yfirleitt eru það hinir sem mæta ekki, sem borga fyrir fyrirlestrahaldið en hér eru það þeir sem mæta og njóta fyrirlesturinn. Hvort er sanngjarnara?

"There is nothing one can call free lunch or free education!"

P.S. Hvað er Bjarni Benediktsson að gera sem hægrimaður í dag? Hann þarf ekki fara lengra en í smiðju Davíð Oddsonar til innblásturs.

 

 

 


Bloggfærslur 21. júní 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júní 2024

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband