Forsetar í tveimur löndum og hæstiréttur Bandaríkjanna

Hér er byrjað á íslensku kosningunum sem komu ekki á óvart hvað varðar úrslit.

Skoðanakannanna fyrirtækin, skoðanamyndanda fyrirtæki réttara sagt, höfðu óeðlilega mikil áhrif á úrslit forsetakosninganna. 

Með því að stilla upp efstu frambjóðendur, var verið að senda þau skilaboð að kjósendur ættu að velja á milli, kjósa stratískt.  Þessi aðferð bar greinilega árangur, því að álitlegir frambjóðendur, svo sem Baldur og Jón Gnarr misstu mikið fylgi á loka sprettinum. Margir kusu stratískt.

Það kom bloggritara á óvart að Arnar Þór hafi ekki híft sig upp í 10% fylgi en svona er þetta. Miðað við hvað fólk talaði í kringum hann, hélt bloggritari að hann ætti inni leynifylgi, kannski er hópurinn sem hann umgengst svona einsleitur. En Arnar Þór er sennilega ekki horfinn úr sviðsljósinu, hann er líklegur til að fara í stjórnmálin seinna á árinu.

En úrslitin eru góð, því að stjórnmálaelítan fekk ekki sinn frambjóðanda í forsetastólinn. Samt kusu 25% landsmanna gerspilltan stjórnmálamann sem yfirgaf sökkvandi skip og eigin frama til bjargar. Enn og aftur, það er ekki eðlilegt að sigurvegarinn sem er með 30%+ fylgi setjist á forsetastólinn. Lýðræðið byggir á meirihluta kosningum og vilja og þetta getur við vissar aðstæður verið forsetanum farartálmi, sérstaklega við erfiðar ákvarðanir. 

Úr því að aðeins tveir forsetar hafa farið eftir stjórnarskránni hvað varðar völd forsetans, Sveinn Björnsson og Ólafur Ragnar Grímsson, og hefðin gert forsetavaldið valdalaust og skrautgrip á Bessastöðum, þá er tími til kominnn að breyta stjórnarskránni og um leið leyfa þjóðinni að fá beina rétt til þjóðaratkvæðisgreiðslna. Sleppa milliliðnum á Bessastöðum. Gerum þetta að svissneskri fyrirmynd.

Snúum okkur að Bandaríkjunum. Í RÚV er fjallað um bandaríska hæstaréttinn, og ekki er annað hægt að sjá að það sé hnýtt í hann og hann sakaður um annarlegar hvatir. Sjá slóð: 

Hæstiréttur Bandaríkjanna ekki á góðum stað í sinni sögu

Tekið er viðtal við Kára Hólmar Ragnarsson sem er lektor í lögfræði við Háskóla Íslands.  Hann virðist ekki vera sáttur við að hæstirétturinn séu í meirihluta íhaldsmanna og talar um að það sé ekki skrifað í skýin að þeir séu 9 talsins og tekur þannig undir málflutning demókrata sem eru mjög ósáttir að vera í minnihluta en þeir hafa stýrt hæstaréttinum í áratugi. Þeir vilja fjölga upp í 15 dómarar, sem að sjálfsögðu eru skipaðir af forseta demókrata.

Það er rétt að það er mikill ágreiningur (sem RÚV kallar skautun)innan bandarískt samfélags, og óhjákvæmilegt að hæstiréttur taki á þessum ágreiningsmálum, til þess eru dómstólar, ekki satt? En það sem fer í taugarnar á frjálslyndum (vinstri mönnum) að fyrirséð er að íhaldsmenn (repúblikanar) haldi völdum næstu áratug eða fleiri.

Aldrei hefur hæstiréttur verið svona mikilvægur, sérstaklega þegar annar flokkurinn, demókratar, hafa vígvætt dómskerfið og dæmt forsetaframbjóðanda repúblikana sekan um fáranlega glæp sem enginn hefur heyrt talað um áður. Og menn klóra sér ennþá í kollinn og vita ekki fyrir hvað fyrrverandi forsetinn hafði brotið af sér. Glæpur sem var löngu fyrntur, dæmt á dómstigi sem hefur ekkert umboð til að dæma í alríkismálum, en lögum breytt til að hægt væri að ákæra hann. Þessi lagabreyting gengur aftur innan árs enda búið að dæma forsetann en ekki er hægt að hafa réttarkerfið svona.  

Þetta eru sögulegir atburðir og getur reynst lýðræðinu skeinuhætt. Gleymum persónunni Donald Trump, sem er stundarfyrirbrigði og kominn undir græna torfu eftir x mörg ár.

Skemmdirnar á bandaríska réttarkerfinu eru óafturkræfar og nú geta þúsundir saksóknarar, úr báðum flokkum, ákveðið að sækja æðstu embættismenn og pólitíska andstæðinga til saka fyrir litlar sakir, helst pólitískar sakir. Þetta verður pólitískur sirkus og landið breytist í bananalýðveldi.

Það er ástæða fyrir að Bandaríkjaforsetar hafa notið friðhelgi og þeir ekki dæmdir af almennum dómstólum. Ef þeir geta ekki tekið erfiðar ákvarðanir á ögurstundu, fellur framkvæmdarvaldið um sjálft sig. Því að í Bandaríkjunum er forsetaræði, ólíkt því sem er á Íslandi. Forsetinn er ígildi forsætisráðherra og sem slíkur ákvörðunarmaður í erfiðum málum. Hann getur ekki sífellt verið að hugsa, ef ég hringi í Selenskí, verð ég sóttur til saka fyrir embættisafglöp?

Auðvitað er hægt að sækja Bandaríkjaforseta til saka en það fellur í hlut Bandaríkjaþings í heild og aukinn meirihluta til að fella hann.

En hvað hefur Hæstiréttur Bandaríkjanna gert sem veldur svona reiði vinstri manna? Kári tekur tvö dæmi:

"Síðan hefur dómstóllinn þróast mikið og færst til og frá með pólitíkinni dálítið og stundum á móti pólitíkinni. Það voru gríðarlegar deilur í tengslum við Hæstarétt Bandaríkjanna í kringum 1930 til 1940 í New Deal-tímanum þar sem Hæstiréttur, fyrri hluta þess tíma stillti sig upp á móti Roosevelt forseta og felldi úr gildi mikið af löggjöfinni sem var reynt að koma í gegnum þingið." En hann minnist ekki á að Roosvelt ætlaði að þynna út hæstaréttinn með að fjölga í honum og taka valdið af Öldungadeildinni sem er náttúrulega lögbrot. Forseti Bandaríkjanna skipar dómara í réttinn og Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja þá skipun og er þetta frábær tilhögun, betri en á Íslandi þar sem dómarar sjálfir skipa félag sína í embætti.

"Kári minntist einnig á Roe-dóminn. Dómsúrskurður í máli Roe gegn Wade tryggði stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs og til að ráða yfir eigin líkama. Hann hafði gert það í næstum fimmtíu ár þegar hann var felldur úr gildi 24. júní 2022."  Eina sem hæstirétturinn gerði í þessu máli var að vísa þessum málum í hendur ríkjanna 50 en hann sagði að þetta væri ekki mál sem varðar alríkislög og hvergi minnst á fóstureyðingar í stjórnarskránni. Svo er annað mál að Roe-dómurinn var byggður á fölskum forsendum sem ekki verður farið út í hér.

Það er ekki skrýtið að fræðimenn tala um hnignun Vesturlanda á öllum sviðum.  Lýðræðið er vant að fremja sjálfsmorð á endanum. Og venjulega taka við einræðisherrar eða fámennis klíkur.


Bloggfærslur 2. júní 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband