Enn ein furðufréttin barst frá vitrungunum í ríkisstjórn Íslands en þeim datt það snjallræði í hug að banna sölu farartækja sem ganga fyrir jarðeldsneyti 2028! Ekkert hugsað út í það hér hefur ekki verið virkjað í áratug og orkuskortur er í landinu. Verksmiðjur ganga fyrir olíu o.s.frv.
En aðalatriðið er þetta að ríkið þykist vilja hafa vitið fyrir borgurum landsins og banna þeim val á hvers konar eldsneyti farartæki þeirra ganga fyrir. Hvað kemur ríkinu við hvað ég - frjáls borgari, kaupi mér, hvenær og hvar? Þetta kom líka upp í hugann þegar bloggritari var í Austurríki í vikunni og þar mátti kaupa sér áfengi í vegasjoppu. Halda þessir vitringar að fólk fari í allsherjar fyllerí og það renni ekki af því bara vegna þess farartálmar eru teknir af aðgengi að áfengi?
Ef menn vilja virkilega kaupa sér áfengi kl. 3 um nótt, er það auðvelt. Alls staðar er selt áfengi, á veitingarstöðum, hótelum o.s.frv. Bara við það að menn versli við ríkið - ÁTVR, drekki menn minna. Þvílík rökleysa.
Umhyggja fyrir mannslífi og hamingju, en ekki eyðileggingu þeirra, er fyrsta og eina markmið góðrar stjórnar. Þeir sem gefa upp nauðsynlegt frelsi til að kaupa smá tímabundið öryggi, eiga hvorki skilið frelsi né öryggi. Sú ríkisstjórn er best sem stjórnar minnst." Henry David Thoreau.
Ronald Reagan sagði í frægri ræðu að hræðilegasta setning á ensku er: "I´m from the Government. I´m here to help."
Bloggar | 16.6.2024 | 20:59 (breytt kl. 21:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta kom bloggritara í hug er hann velti fyrir sér hvar Íslendingar byggja mannvirki.
Í fyrsta lagi byggja þeir sjávarþorp þar sem aurskriðu- og snjóflóðahætta er mikil og mörg mannskæð flóð hafa sannað að eigi ekki að byggja.
Í öðru lagi finnst þeim í lagi að setja byggð og orkumannvirki ofan í eldfjalla- og sprungusvæði eins og þeir uppgötvuðu í Kröflu eldunum og eldgosinu í Heimaey Vestmannaeyja á áttunda áratugnum.
Og nú í þriðja lagi byggja þeir hér á suðvestursvæðinu sjávarþorpið Grindavík og Hafnarfjarðarbæ sem allir sérfræðingar vita að hafa verið eldvirk á sögulegum tíma. Nú hefur það komið í ljós að eldsumbrot hafa hafist og munu verða á Reykjanesskaga um ófyrirséða tíð. Eldgos við Bláfjöll getur sent hraunstrauma í byggðina við Rauðavatn og menn voru svo gáfaðir að byggja heilt hverfi þarna á sprungusvæði.
En hvað um Hafnarfjörð? Nánast allur bærinn er byggður á tiltölulegu ungu hrauni. Þar hefur eldborgin Búrfell verið áhrifavaldur.
Búrfellsgígurinn í Heiðmörk bjó til hraunið sem bærinn stendur á. Hann sendi hraun fyrir sjö þúsund árum sem ýmist er kallað Hafnarfjarðarhraun, Vífilsstaðahraun, Garðahraun eða Gálgahraun. Hraunið næst Búrfelli nefnist Smyrlabúðahraun, Gráhelluhraun og Urriðakotshraun.
En Kapelluhraun og Hvaleyrahraun liggja í gegnum íbúa-og iðnaðarhverfi á Völlunum og niður hjá álverinu og er aðeins 800 ára gamalt (að mér skilst) eða frá Sturlungaöld. Krýsuvíkureldar voru 1151-1188 og bjuggu til Kapelluhraun en hraun rann um Vallarhverfið á 10. öld. Ef horft er á yfirlitsmynd er ekkert sem kemur í veg fyrir að þetta svæði fari aftur undir hraun.
Margir velta fyrir sér hvort Hafnarfjörður sé í hættu. Já Vellirnir eru í hættu að sögn eldfjallafræðings sem varar við frekari byggð suður á bóginn en núverandi bæjarstjóri gaf lítið fyrir þær aðvaranir. En bloggritara skilst svo að Búrfell hafi sigið svo að engin hætta er á að megin byggðin í Hafnarfirði fái yfir sig ný hraun.
Einfaldar staðreyndir að Vellirnir standi á nýjasta hrauninu
Að lokum segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur að Vogar á Vatnsleysuströnd sitja á nútímahrauni. Þorvaldur segir að það þurfi stórt gos til að hraun flæði þangað en það sé ekki útilokað.
Reykjanesbær, Garðurinn og Sandgerði eru svo til stikkfrí frá hraunflæði en Hafnir eru á tiltölulega ungu hrauni.
Bloggar | 16.6.2024 | 12:46 (breytt kl. 12:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 16. júní 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020