Bloggritari fékk ágætis athugasemdir við síðustu grein sem fjallar um Normandí innrásina. Hér kemur svar mitt við þær athugasemdir og samvegis viðbót.
Hvað ef spyrja menn þegar þeir velta fyrir sér hvernig sagan hefði getað þróast.... Við sjáum það þegar Forn-Grikkir sigruðu Persi tvisvar gegn allar líkur. Þegar Napóleon, sem er sá sem er ef til vill líkastur Hitler í stórveldisdraumum sínum, sigraði andstæðinga sína ítrekað. Það er auðvelt að segja, eftir á, hvernig útkoman úr stríðsátökum verða. Eða þegar Pétur mikli gerði vanþróaðsta ríki Evrópu, Rússland að stórveldi? Eða þegar konungur Prússa, Friðrik hinn mikli gerði Prússland að hernaðarveldi og var fyrirrennari Þýskalands? Og myndin af honum hékk á vegg í byrgi Hitlers? Hvað ef Hitler hefði ekki skipt hernum í tvo hluta er Barbarossa innrásin átti sér stað? Það er auðvelt fyrir okkur að dæma er við lítum í baksýnisspegilinn. Auðvitað fór þetta svona segjum við þegar við vitum alla málsþætti.
Þá er spurt: Vitið þið til dæmis hvernig Úkraínustríðið endar? Hver sigrar og hver tapar? Og sjáum við það þegar ákveðin samfélagsþróun á sér stað að hún sé að gerast? Oft sést hún ekki fyrir nokkrum árum síðar.
Svona að gamni og í lokin. Munið þið eftir bíómyndinni Vaterland/Fatherland með Rutger Hauer? Þar kemur fram annars konar endir á seinni heimsstyrjöld. Plottið er eftirfarandi:
Misbrestur innrásarinnar í Normandí veldur því að Bandaríkin hætta þátttöku í Evrópustríði síðari heimsstyrjaldarinnar og Dwight D. Eisenhower hershöfðingi hættir með skömm. Bandaríkin halda áfram Kyrrahafsstríðinu gegn Japan og undir forystu Douglas MacArthur hershöfðingja notar þau kjarnorkusprengjur til sigurs. Í Evrópu nær nasista-Þýskalandi að framfylgja innrás sinni í Bretland með góðum árangri, sem leiðir til þess að Georg VI konungur flýr með fjölskyldu sinni til Kanada og heldur áfram að stjórna breska heimsveldinu. Undir eftirliti nasista endurheimtir Edward VIII hásætið í Bretlandi árið 1947 og Wallis Simpson verður drottning hans.
Winston Churchill forsætisráðherra fer einnig í útlegð í Kanada og dvelur þar til dauðadags 1953. Þýskaland sameinar restina af Evrópu, nema hlutlausa Sviss og Vatíkanið, inn í Stór-Þýska ríkið, sem er skýrt "Germania". Að minnsta kosti á yfirborðinu er þýskt samfélag að mestu hreint og skipulagt og SS er endurskipulagt í úrvalslögreglu á friðartímum.
Ríkið er enn í eilífu stríði sínu gegn Sovétríkjunum, sem er enn undir forystu hins 85 ára gamla Jósefs Stalíns langt fram á sjöunda áratuginn. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1960 eru ljúka með sigri Joseph Kennedy, en gyðingahatur hans er vel þekkt. Hann gefur nasistaleiðtogum tækifæri til að binda enda á kalda stríðið milli beggja ríkjanna og tryggja aðhald við Bandaríkin og bandamenn þeirra í Rómönsku Ameríku. Árið 1964, þegar 75 ára afmæli Adolfs Hitlers nálgast, heldur Kennedy á leiðtogafund í Þýskalandi, en landamæri þess eru opnuð fyrir fjölmiðlum frá Bandaríkjunum og Suður-Ameríku.
Viku fyrir leiðtogafundinn uppgötvast lík fljótandi í stöðuvatni nálægt Berlín af Hermann Jost, sem er SS-kadett í þjálfun. SS maðurinn Xavier March, rannsóknarlögreglumaður í Berlín, fær málið úthlutað og spyr Jost, sem viðurkennir að hafa séð líkið vera hent af Odilo Globus Globočnik, Obergruppenführer í Gestapo og hægri hönd SS-leiðtogans, Reinhard Heydrich. Í ljós kemur að látni maðurinn er Josef Bühler, embættismaður nasistaflokksins á eftirlaunum sem stjórnaði búsetu gyðinga á þýsk svæði í Austur-Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Gestapo tekur við málinu af ástæðum "ríkisöryggis" og Jost deyr í þjálfunarslysi. Til að gera langa sögu stutta, þá uppgötvar March að gyðingarnir sem áttu að fá ný heimkynni í Austur-Evrópu er útrýmt í massavísu.
Þetta er hvað ef... en núna vitum við, eftir á....að Hitler var líklega kominn með Parkinson veikina og hefði líklega ekki lifað til sjötugs aldurs. Stalín dó 1953 af heilablóðfalli og hann því ekki verið langlífur. Churchill hins vegar lifði til 1965. Þannig að plottið í Vaterland gengur að hluta til ekki upp. Útrýmingarbúðir nasista voru "opinbert" leyndarmál allt stríðið en fáir vissu af því eða vildu vita af því. Aldrei hefur verið gert upp við Gúlag kommúnista (sama morðæðið þar en menn drepnir í massavís með hungri, vosbúð og þrælkun í stað þess að vera drepnir í sláturhúsi). Gerðist þessi saga eða ekki? Gerðist hún ekki, bara vegna þess að Bandamenn ákváðu að láta stríðsglæpi Sovétmanna liggja milli hluta eftir stríð?
"Allt sem ég veit er að ég veit ekkert" sagði Sókrates....
Bloggar | 14.6.2024 | 10:28 (breytt kl. 10:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 14. júní 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020