Í fréttum fjölmiðla hefur verið flokkur frjálshyggjumanna - Libertarian Party - sem hefur náð um 1,3% atkvæða í forsetakosningum.
DV kemur inn á þetta í grein, en fer ekki ítarlega í hvernig megi lesa í ræðu Trumps á ráðstefnunni og hvers vegna hann yfir höfuð ákveður að fara á fjandsamlega samkundu. Sjá slóð: Púað á Trump á ráðstefnu
Í raun ætti fyrirsögn DV vera eftirfarandi og lýsir málinu betur: "Frjálshyggjumenn velja Chase Oliver sem forsetaefni Bandaríkjanna en hafna Trump og Kennedy."
Það er nefnilega ekki bara Trump sem er að eltast við þessi 1% atkvæða, heldur Robert F. Kennedy sem einnig mætti á fund þeirra. Sjá slóð: Libertarians pick Chase Oliver for US president as Trump, Kennedy rejected
Með því að fara í ljónagryfjuna, var Trump að reyna að taka fylgi af Kennedy en hafði líklega ekki erindi sem erfiði (vantar skoðanakönnun til að staðfesta það) en það að Oliver skuli hafa fengið 60% atkvæða á ráðstefnunni segir sína sögu.
Svona til skýringar: Frjálshyggjumenn setja lítið ríkisafskipti í forgang sem og einstaklingsfrelsi, með blöndu af stefnumótun sem gæti talist frjálslynd, íhaldssöm eða hvorugt. Þeir eiga meira sameiginlegt með Repúblikönum en Demókrötum, þótt þeir eru mjög sósíalískir á köflum í félagsmálum.
Oliver sjálfur er aðgerðarsinni og opinberlega samkynhneigður stjórnmálamaður frá Atlanta sem bauð sig áður fram fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og ríkisþing Georgíu.
Hvort segir Aljazeera eða DV réttar frá?
Bloggar | 28.5.2024 | 16:42 (breytt kl. 16:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 28. maí 2024
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020