Pólitískur ferill Donalds Trumps

Fólk sem upplifir samtíma söguna áttar sig oft ekki á samhengi sögulegra atburða. Fæstir árið 1914 eða 1939 áttu sig á að framundan væru heimsstyrjaldir.  Það voru vísbendingar sem almenningur hunsaði eða áttaði sig ekki á.  Sama á við tímana sem við erum að upplifa.

Þetta er framhalds grein um Donald Trump en hér er rakinn pólitískur ferill hans í grófum dráttum.

Stjórnmálaferill Donalds Trump síðan 2015 hefur einkennst af póleríseringu. Kíkjum á feril hans í grófum dráttum:

2015-2016: Forsetaherferð Trumps

16. júní 2015 tilkynnti Donald Trump um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna sem repúblikani, með áherslu á þemu eins og innflytjendaumbætur, endursamningaviðræður við erlendar þjóðir og „America First“ stefnu. Þema sem hann hefur viðrað opinberlega síðastliðna áratugi.


2016 hefst kosningabaráttan af fullum krafti. Trump vann forval repúblikana og sigraði rótgróna stjórnmálamenn eins og Ted Cruz og Marco Rubio. Herferð hans einkenndist af umdeildum yfirlýsingum og sterkri orðræðu gegn ólöglegum innflytjendum, viðskiptasamningum og pólitískri rétthugsun.


Þann 8. nóvember 2016 vann Trump forsetakosningarnar og sigraði Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata. Þrátt fyrir að hafa tapað atkvæðagreiðslunni (fjölda kjósenda), tryggði hann sér sigur í fjölda kjörmanna í Kjörmannaráði (538 alls).

2017-2021: Forsetinn Trump

20. janúar 2017 var Trump settur í embætti sem 45. forseti Bandaríkjanna.

Helstu stefnur og aðgerðir:

Innflytjendamál: Setti á ferðabann sem snertir nokkur lönd sem eru aðallega múslimsk, hóf byggingu landamæramúra á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.


Efnahagslíf: Skrifaði undir lög um skattalækkanir og störf frá 2017, sem lækkar verulega skatthlutfall fyrirtækja og breytti einstökum skattþrepum.

Utanríkisstefna: Dróg Bandaríkin út úr Parísarloftslagssamningnum, kjarnorkusamningi við Íran og Trans-Pacific Partnership. Samið um nýja viðskiptasamninga, þar á meðal USMCA (sem kemur í stað NAFTA).

Dómsvald: Skipaði þrjá hæstaréttardómarar - Neil Gorsuch, Brett Kavanaugh og Amy Coney Barrett.

Ákærur: Ákært tvisvar af fulltrúadeildinni fyrir embættisafglöp í starfi. Sú fyrsta í desember 2019 vegna ásakana um misbeitingu valds og hindrun þingsins í tengslum við Úkraínu; sýknaður af öldungadeildinni í febrúar 2020. Önnur í janúar 2021 fyrir meinta hvatningu til uppreisnar í kjölfar Capitol-uppþotsins 6. janúar 2021; öldungadeildin sýknaði hann í febrúar 2021.

Kosningar 2020 og eftirmál

Þann 3. nóvember 2020 tapaði Trump forsetakosningunum fyrir Joe Biden. Trump og stuðningsmenn hans sökuðu demókrata um meint víðtæk kjósendasvik, en þessum fullyrðingum var ítrekað hafnað af dómstólum og kosningayfirvöldum.

6. janúar 2021: Í kjölfar fundar þar sem Trump ítrekaði fullyrðingar um stolnar kosningum réðust stuðningsmenn inn á höfuðborg Bandaríkjanna, sem leiddi til dauða og víðtækrar fordæmingar. Trump var gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við atburðunum.

Eftir forsetatíð Trumps

20. janúar 2021 fór Trump úr embætti og Biden var settur í embætti 46. forseta.

Pólitísk áhrif: Trump hefur haldið verulegum áhrifum innan Repúblikanaflokksins, styður frambjóðendur og haldið áfram að halda fundi.


Forsetaherferð hans hófst snemma árs 2024. Trump tilkynnti um framboð sitt fyrir forsetakosningarnar 2024, með það að markmiði að tryggja útnefningu repúblikana á ný.

Lagaleg og fjárhagsleg málefni

Rannsóknir og lagaleg átök hafa einkennt tímabilið eftir að hann tilkynnti endurframboð sitt. Trump hefur staðið frammi fyrir fjölmörgum lagalegum áskorunum eftir forsetatíð, þar á meðal rannsóknir á viðskiptaháttum hans, meðhöndlun trúnaðarskjala og þátttöku í tilraunum til að hnekkja kosningaúrslitum 2020.

Fjölmiðlar og viðvera almennings

Samfélagsmiðlar og opinberar yfirlýsingar. Eftir að hafa verið bannaður á helstu samfélagsmiðlum í janúar 2021, setti Trump á markað sinn eigin samfélagsmiðla vettvang, Truth Social, til að eiga bein samskipti við stuðningsmenn sína.

Áframhaldandi fylkingar og ræður. Trump heldur áfram að halda pólitíska fundi og er enn harður gagnrýnandi Biden-stjórnarinnar og almennra fjölmiðla. Hann virðist vera í augnablikinu eini frambjóðandi repúblikanaflokksins og mitt í réttarhöldum heldur hann rallý eða kosningafundi. Samkvæmt skoðanakönnunum virðist hann hafa drjúpt forskot á Joe Biden.

Á heildina litið hefur stjórnmálaferill Donald Trump síðan 2015 verið mjög áhrifamikill og umdeildur, sem hefur veruleg áhrif á bandarísk stjórnmál og Repúblikanaflokkinn.


Donald Trump er sögulegt fyrirbrigði

Eins og flestir vita sem fylgjast með þessu bloggi, er bloggritari mjög áhugasamur um bandaríska pólitík. Hann hefur fylgst með bandarískri pólitík í áratugi. En aldrei áður, hefur bandarísk pólitík verið eins spennandi og síðastliðinn áratug. Ástæðan er einföld, kaupsýslumaðurinn Donald Trump steig inn á stjórnmálapallinn 2015 og breytti bandarískri stjórnmálasögu þannig, að forsetaferill hans fer inn í sögubækurnar. 

Það að ein persóna, getur fengið svo sterk viðbrögð, að fólk annað hvort hatar hann eða elskar, er einstakt fyrirbrigði og fáum stjórnmálamönnum tekst að ná. Flestir eru litlausir og vekja engar tilfinningar meðal kjósenda. Það eru nokkir forsetar sem skera sig úr og ná að vera sögulegar persónur, má þar nefna Andrew Jackson, Abraham Lincoln, Teddy Roosevelt, John F. Kennedy, Richard Nixon og Donald Trump. Flestir þessir einstaklingar voru umdeildir er þeir voru við völd en sagan hefur farið mýkri höndum um þá en samtíðin.

Trump slær jafnvel Andrew Jackson við þegar kemur að komast af í pólitísku moldviðri. Aldrei hafa pólitískir andstæðingar forseta verið eins hræddir og reiðir og demókratar sem hafa hamast á Trump eins og hann væri óvinur nr. eitt Bandaríkjanna.

Richard Nixon og Ronald Reagan voru hataðir en ekki eins og Trump. En hann sker sig úr að því leytinu til að hann virðist lifa allt af. Vera pólitískt kameljón. Tvær embættisafglapa ákærur voru settar til höfuð hans, og í stað þess að segja af sér eins og Nixon, barðist hann og vann. Allan forsetaferill sinn þurfti hann að sæta rannsóknir sérstaks saksóknara og vera sakaður um að vera í vasa Rússa. Það var eins og skvetta vatn á gæs að reyna að taka hann niður. 

En svo tapaði hann forsetakosningunum 2020. Þá létu andstæðingar hans fyrst af pólitískum ofsóknum. En um leið og hann tilkynnti framboð sitt til forseta 2024, ákváðu demókratar að beita dómskerfið (notuðu stjórnkerfið og varðhunda þess: CIA og FBI í forsetatíð hans til að herja á hann) til að taka hann niður. Nokkuð sem gerist bara í bananaríki, ekki helsta lýðræðisríki heims.

Í þessum töluðum orðum á hann yfir sig hættu á þremur réttarhöld en fyrstu eru við að ljúka. Allir stjórnmálamenn sem lenda í slíkum málaferlum, myndu missa móðinn og hrökklast úr embætti. En ekki Trump, hann virðist eflast við hvern mótbyr sem hann fær á sig. Nú í miðjum réttarhöldum (niðurstaða í næstu viku), hafa vinsældir hans í skoðanakönnunum aldrei verið eins miklar, jafnvel ekki 2016.

Og þar sem hann hefur verið bundinn við réttarhöldin í New York, hefur hann notað tækifærið og haldið "rally" eða kosningafundi í borginni. Hann setti nánast met þegar yfir 100 þúsund manns mættu á fund hans í New Jersey. Og í gærkvöldi, hélt hann fund í garði í Bronx, sem hefur verið höfuðvígi demókrata í meir en öld, en síðast sem repúblikani vann kosningu þar, var 1924, fyrir einni öld. Trump var ekki viss um viðbrögð Bronx búa, sem er hverfi minnihlutahópa sem styðja demókrata, en fundurinn var glimmrandi vel heppnaður.  Fólkið var bara fegið að einhver skyldi vilja koma og tala við það. Og það er reitt vegna efnahagsástandsins og afskiptaleysi stjórnvalda.

En það eru ekki pólitísk réttarhöld sem höfðu hafa verið gegn honum sem hafa verið söguleg, heldur það að honum hefur tekist að breyta repúblikanaflokknum úr flokki hvítra og yfirstéttafólks, yfir í fjöldahreyfingu "blue collar people" eða fjöldahreyfingu vinnandi fólks af öllum kynþáttum. Hann hefur reynst vera "hetjan" sem fór til Washington til að ræsa mýrina (drain the swamp kalla þeir þetta) en fólki finnst almennt að stjórnmálaelítan (bæði demókratar og repúblikanar) í borginni ekki vera í tengslum við hinn almenna borgara. En í milljarðamæringinum Trump hefur það fundið sér málsvara og það skýrir vinsældir hans. Nokkuð sem Íslendingar skilja ekki enda mataðir af íslenskum vinstri fjölmiðlum sem copy/paste fréttir úr Vesturheimi frá bandarískum vinstri fjölmiðlum. Þessir fjölmiðlar hafa ekki gleymt að hann þorði að fara í þá (enginn annar hefur reynt það og komist pólitískt af) og kallað þá "fake news". Og þeir töpuðu. Vinsældir og virðing fyrir annars virta fjölmiðla er komið niður í vaskinn. 

Svo er bara að sjá hvort að hann verði forseti 5. nóvember 2024. Margt á eftir að gerast þangað til, hugsanlega skipta demókratar út hinn óvinsæla Joe Biden, sem hefur mælst óvinsælasti forseti í sögu skoðanakannana, og setja inn Michelle Obama eða Gavin Newsom.  Bara spennandi tímar fyrir samfélagsrýninn.

 


Bloggfærslur 24. maí 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband