Friðhelgi dómara og saksóknara

Það er nú þannig að enginn á að vera hafinn yfir lögin. Reglulega birtist í fréttum að forsætisráðherra, forseti og aðrir stjórnmálaleiðtogar séu dregnir fyrir dóma.

Í Bandaríkjunum, Brasilíu, Ítalíu og Ísrael svo einhver lönd séu nefnd eru menn gerðir ábyrgir. Ekki svo á Íslandi en það varð allt vitlaust er forsætisráðherra var gerður ábyrgður fyrir efnahagshrunið 2008, Landsdómur var settur í málið en burtséð frá niðurstöðu, varð sakborningurinn sár og reiður (hann fékk sanngjörn réttarhöld), eins og það sé ekki hægt að rétta eða dæma menn fyrir afbrot í starfi.

Erfiðara hefur reynst að hafa hönd í hári þingmanna landa, þeir eru í flestum ríkjum friðhelgir. En það er hægt að svipta þá friðhelgi ef afbrotið er mikið. Þingmaður má t.d. ekki myrða fólk óáreittur. Í 49. grein stjórnarskránnar segir: "Meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp."  Þannig að það getur verið pólitískt erfitt að sækja þingmann til saka ef meirihlutinn styður hann.

En hvað með dómara? Í 61. grein segir: "Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi...."

Með öðrum orðum, jafningjar og samherjar, bæði á Alþingi og í dómskerfinu, skera úr um hvort menn hafi brotið af sér. Þetta kallast að að dæma í eigin sök.

Mjög erfitt er fyrir menn að leita réttar síns ef dómstóll reynist óvilhallur, ef ekki beinlínis fjandsamlegur. Þeir þurfa að sitja af sér réttarhöld og þegar sektardómur kemur, að vonast að dómarar á næsta dómsstigi verði vilhallir sem er ekki tryggt því að stétt dómara er fámenn og allir þekkja alla.

Aðeins einn fyrrum hæstaréttadómari hefur þorað að ræða galla og vankvæði sem eru á dómstólum landsins, og sérstaklega Hæstaréttar Íslands. Þar haga dómarar eins og þeir séu innvígðir frímúrarar, eru þögnin uppmáluð. Sama á við um saksóknara og dómara, þeir geta líka verið spilltir.

Sem betur fer eru íslenskir dómarar heiðarlegir upp til hópa og dæma vel. En hér er verið að spyrja: Hverjir eru varnaglarnir ef dómari reynist gerspilltur?  Þar sem tveir menn koma saman, er hætta á spillingu.

 


Bloggfærslur 10. maí 2024

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Sept. 2025

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband